Sagnir - 01.06.2009, Blaðsíða 10

Sagnir - 01.06.2009, Blaðsíða 10
Sagnir, 29. árgangur „Það þýðir ekki að sitja og bfða eftir að hlutirnir gerist af sjálfu sér" Viðtal við Árna Daníel Júlíusson og Sigrúnu Pálsdðttur um akademíu og efnahagskreppu I kjölfar efnahagshrunsins haustið 2008 hefur þó nokkur umræða átt sér stað um ábyrgð einstakra aðila og stofnana í samfélaginu, þar á meðal frœðimanna. Hefði hið akademíska samfélagátt að sjá aðþað stefndi í óefni - brást það að einhverju leyti hlutverki sínu ? Sagnir settust niður á Háskólatorgi með Arna Daníel Júlíussyni sagnfræðingi og Sigrúnu Pálsdóttur ritstjóra Sögu og ræddu tengsl akademíunnar viðþjóðfélagið. Sagnir: Árni, þú fluttir erindi í hádegisfyrirlestraröð Sagnfræðingafélagsins í febrúar síðastliðnum og ræddir þar um andóf í akademíunni - að fræðimenn, alltént hugvísindamenn, hefðu ákveðna skyldu til að halda uppi andófi gagnvart yfirvöldum. Að hvaða leyti bera fræðimenn ábyrgð á efnahagslegu hruni, afhverju er það skylda þeirra að andæfa ríkjandi stjórnvöldum? SP: Mér finnst orðið andóf dálítið erfitt í þessu sambandi, það gerir eiginlega ráð fyrir því að stjórnvöld séu ekki í takt við það sem er að gerast í fræðasamfélaginu. Mér finnst það bera keim af því að hugvísindamenn hafa á sér vinstri stimpil og að hér hafði verið hægri stjórn við völd lengi, og ekki bara hægri stjórn heldur stjórn sem framan af lagði ekki mikla áherslu á að auka fjárframlög til Háskóla Islands. Eg held að það sé betra að tala um gagnrýna afstöðu fræðasamfélagsins til samfélagsins í heild. Þrátt fyrir þetta set ég fyrirvara við hugmyndir um einhverjar skyldur fræðimanna til að gagnrýna samfélagið. Á pallborði á hugvísindaþingi 2009 um hlutverk hugvísinda í samfélaginu töluðu guðfræðingar og heimspekingar og sagnfræðingar og þar fannst mér eins og niðurstaðan væri sú að þekking og húmanísk sjónarmið hugvísindfólks ætti brýnt erindi við samfélagið á þessum erfiðu tímum. Mér finnst þetta byggja á gamalli hugmynd um menntamanninn, andans manninn, og ég er ósammála þessu vegna þess að háskólasamfélagið í dag er fyrst og fremst hópur sérfræðinga. Þar eru margir mjög færir sérfræðingar á sínu sviði en margir þeirra hafa kannski ekkert meira að segja um ástandið í samfélaginu en hver annar. Auðvitað tekur maður eftir því þegar hugvísindamenn tjá sig um þjóðfélagsmál því þeir gera það býsna sjaldan, það er gott ef þeir gera það en að tala um skyldur í þessu sambandi finnst mér bara verið bundið við sérþekkingu. Það eru líka ýmsir ókostir við það fyrir fræðin að hugsa um slíkar skyldur, að finnast þau þurfa að hafa skírskotun í samfélagsumræðuna, finnast þau þurfa að vera með. Það ýtir góðum fræðimönnum út í alls konar vitleysu eins og að leita að útrás á 19. öld eða hruni í fornsögunum. Eg get ekki ímyndað mér að það sé merkileg niðurstaða rannsókna að finna almenna samsvörun milli samfélaga fyrri alda og nútímans því það er jafnauðvelt og að halda því fram að fólk sé allsstaðar eins. En það hefur visst skemmtanagildi sem er auðvitað fínt. ÁDJ: Háskólinn er allt öðruvísi en hann var fyrir þrjátíu árum. Núna eru hagfræðideildir háskólanna musteri kapítalismans - þarna hefur frjálshyggjukapítalisminn sína réttlætingu. Nýfrjálshyggjuhagfræðin, nýklassíska hagfræðin, er, algjörlega ráðandi og undirlögð af fólki sem hugsar út frá þörfum kapítalsins eingöngu. Á hinn bóginn höfum við örfáa menntamenn sem svara kalli sem er að vissu leyti hefðbundið og á sína rót í 19. aldar háskólunum. Það var á 19. öld sem nútímahugmyndin um háskóla kom fram, sem svæði þar sem þú ert frjáls til að hugsa. Það voru Þjóðverjar sem mótuðu þessa hugmynd um akademíu sem væri algjörlega óháð stjórnvöldum, og það gaf mjög góða raun. Þýskir háskólar blómstruðu á 19. öld á meðan napóleanska módelið í Frakklandi virkaði ekki jafn vel, það var miklu toppstýrðara og fólk fékk meiri fyrirskipanir. Á endanum skiptu Frakkar og tóku upp þýska kerfið. Bandaríska kerfið er algjörlega á þýskum grunni. ‘68 kynslóðin endurreisti svo að einhverju leyti lögmæti háskólanna sem samfélagslega meðvitaðra stofnana. Það gaf háskólunum nýtt lögmæti í samfélaginu að þeir skyldu standa í fararbroddi fyrir baráttunni gegn Víetnamstríðinu á sínum tíma. Hér var samfélagslega virk og ábyrg stofnun sem stöðvaði 8
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Sagnir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sagnir
https://timarit.is/publication/1025

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.