Sagnir - 01.06.2009, Blaðsíða 33

Sagnir - 01.06.2009, Blaðsíða 33
Sagnir, 29. árgangur í garð femínisma og femínista. Því til stuðnings má skoða betur stefnur stjórnmálaflokkanna. Grundvallarmun má annars vegar sjá á stefnu Sjálfstæðisflokks og hins vegar stefnu Vinstrihreyfingar-græns framboðs í jafnréttismálum. í stefnu þess fyrrnefnda felst það að konur skuli hafa rétt til að velja og gera það sem þær vilja, til dæmis frelsi til að nýta rétt sinn til að dansa við súlu eða selja blíðu sína kjósi þær það.45 í stefnu þess síðarnefnda felst einnig það að konur skuli hafa frelsi til að velja en í þessu tilfelli frelsi til að þurfa ekki að dansa við súlu eða selja blíðu sína.46 Sjálfstæðisflokkur gerir ekki ráð fyrir nauðung í slíkum störfum, Vinstri-græn gera ráð fyrir að svo geti alltaf verið. Munurinn liggur í því að hafa frelsi til einhvers og að vera frjáls frá einhverju. Þegar sértæku aðgerðirnar voru skoðaðar mátti sjá árekstur frjálslyndra og feminískra viðhorfa. Gagnrýnin á feminísk viðhorf virðist oftast snúa að því að femínistar vilji beita kúgun og valdi til að aflétta því, sem samkvæmt frjálshyggju snýst bara um frelsi einstaklinga, val þeirra og rétt. Sértækar aðgerðir séu elcki til þess fallnar að auka á réttlæti heldur séu þvert á móti óréttlátar gagnvart karlmönnum og móðgandi gagnvart konum því að einstaklinga beri að meta eftir hæfni en ekki kyni. Nú mætti álykta að löng valdatíð ákveðins flokks með ákveðnar áherslur hljóti að hafa haft áhrif á hugarfar landans. Heil kynslóð ólst upp við sama floklunn í ríkisstjórn, sömu stefnuna og áherslurnar. Vísbendingu um þetta má meðal annars finna í rannsókn Andreu Hjálmarsdóttur og Þórodds Bjarnasonar en þau könnuðu breytingar á viðhorfum tíundu bekkinga til jafnréttismála á árunum 1992-2006.47 Þau komust að því að nemendur í tíunda bekk árið 2006 höfðu marktækt neikvæðari viðhorf til jafnréttismála en jafnaldrar þeirra árið 1992. Þau telja ástæðuna fyrir þessu meðal annars þá að sú hugmynd hafi fest rætur að ójöfn staða kynjanna stafi af frjálsu vali einstaklinga en ekki því að konur séu á einhvern hátt undirskipaðar.48 Þá má auðvitað líka spyrja: hvort koma á undan eggið eða hænana? Voru það stjórnmálin sem breyttu hugarfarinu eða hugarfarið sem breyttu stjórnmálunum? Femínismi hefur sætt mikilli gagnrýni í gegn um tíðina og úr því hefur síður en svo dregið á síðustu árum. Umfjöllunin leiðir það í ljós að gagnrýnin kemur frekar fráþeimsem aðhyllast frjálshyggju því þeir sjá femíníska hugmyndafræði frekar sem aðför að frelsinu en aðrir. Það verður fróðlegt að fylgjast með, nú þegar vinstri meirihlutastjórn hefur í fyrsta sinn í Islandssögunni sest í ríkisstjórn og félagshyggjan virðist í sókn, hvort viðhorfin muni breytast eitthvað á næstu árum, hvort feminísk gildi muni þess vegna hljóta meiri hljómgrunn og umræðan færast yfir á jákvæðara plan. Tilvísanir: 1) „Department of Philosophy.” Ann Levey. http://www.phil. ucalgary.ca/philosophy/people/levey.html. Sótt: 01.05.09. 2) Ann Levey. „Liberalism, adaptive preferences, and gender equality/ Hypatia, haust 2005:20(4), bls. 127-143. Bls. 127-128. 3) Margaret L. Andersen er einn að frumkvöðlum kynjafræðinnar, prófessor í félagsfræði og kvennafræðum við University of Delaware oghefur skrifað mikið á sviði kynjafræðinnar Þar á meðal hina margendurútgefnu Thinking about women: sociological perspectives on sex and gender. 4) Andersen, Margaret L. Thinking about women: Sociological perspectives on sex andgender. Boston, 2006. Bls. 9-10. 5) [Án höf.] „Hver er uppáhalds femínistinn þinn?” Vera, 2002:21(1), bls. 6. 6) [Án höf.] „Hvað er femínismi.” Vera, 2001:20(2), bls. 6. 7) Sjá t.d. Kamen, Paula. Feminist Fatale: Voicesfrom the “twentysomething”generation explore the futureofthe “womens mowement”. New York, 1991. Bls. 7. 8) Vefritið Deiglan.com kveðst vera „...frjálst og óháð vefrit, ótengt flokkum eða félagasamtökum." Á heimasíðunni segir einnig að „Deigluskríbentar eig[i] það ...sameiginlegt að aðhyllast grundvallarhugmyndir um frelsi einstaklingsns og virðingu fyrir mannlegum gildum. Deiglan er þannig frjálslynt vefrit sem ekki verður dregið í pólitíska dilka.” Sjá: „Um Deigluna.” Deiglan.com, vefrit umþjóbmál. http://deiglan.com/index.php ?itemid= 10848. Sótt: 27.04.09. Oll dæmi sem tekin eru úr Deiglupistlum í þessari ritgerð enduróma frjálshyggjuviðhorf. 9) Ásgeir Helgi Reykfjörð. „Afhverju eru femínistar umdeildir?” Deiglan.com, vefrit um þjóðmál. http://www.deiglan.com/index. php?itemid=l 1640. Sótt: 15.03.09. 10) Mill, John Stuart. Kúgun kvenna. Reykjavík, 1997. 11) Sjá t.d.: VilborgSigurðardóttir. „Fyrsta, önnur ogþriðja bylgja femínismans.” Vera, 2003:22(5), bls. 27. Bls.27; einnig: Kristín Jónsdóttir. „Hlustaðu áþína innri rödd”: KvennaframboÓ íReykjavík ogKvennalisti 1982-1987, (ritstj. Erla Hulda Halldórsdóttir og Ragnheiður Kristjánsdóttir.) Reykjavík, 2007. 12) Orr, Catherine M. „Charting the currents of the Ihird Wave.” Hypatia, sumar 1997:12(3), bls. 29-45. Bls. 31. 13) Sjá t.d. Paula Kamen. Feministfatale. 14) [mín þýðing]..the system that best reflects freedom of choice and impartial equality is the free market, ifeminism is pro laissez-faire; it seeks private rather than governmental solutions to social problems." McElroy, Wendy. „Building an Ifeminist online community.” http://www.ifeminists.net/el07_plugins/content/ 31
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Sagnir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sagnir
https://timarit.is/publication/1025

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.