Sagnir - 01.06.2009, Blaðsíða 54

Sagnir - 01.06.2009, Blaðsíða 54
Sagnir, 29. árgangur eða kristilegu siðferði. Ekki kemur meira fram um hvaða almenna regla það sé, en sennilega vísar Pétur í þær hefðir sem ríkjandi voru áþessum tíma í trúmálum. „Ályktunin* segir Pétur „sem dregin verður út af þessu, er þá sú, að þegar fleiri láta í Ijós löngun eptir þessu, þá er sjálfsagt, að leyfa allt frelsi, sem getur staðizt með kristilegu félagslífi.“38 Með öðrum orðum voru lagalegar rýmkanir í þessum efnum ótímabærar sökum einsleitni landsmanna í trúmálum. Helgi biskup Thordersen var tíðrætt í ræðu sinni um svokallað „náttúrulegt trúarbragðafrelsi" sem væri við lýði í landinu, en hann taldi jafnframt það vera „eðlilegasta trúarbragðafrelsi, sem nokkur þjóð getur haft.“39 Forsenda þess að hér væri slíkt ástand í trúmálum væru tveir kostir sem Islendingar hefðu, annars vegar að vera „hin umburðasamasta þjóð“ og hins vegar „ ein sú trúræknasta þjóð“40 sem til væri. Velti biskup svo fyrir sér hvernig færi fyrir landinu ef „annarlegir trúarbragðaflokkur“ kæmu hér til lands og byggðu hér yfir sig hús til að messa í og spurði síðan þingheim hvort það væri ekki hrein og bein vitleysa?41 Niðurstaða leiðtoga íslensku kirkjunnar var því að vera á móti tillögunum sökum þess að „engin nauðsyn er á þeim“42, A þinginu 1865 tók Eiríkur Kúld, prestur ogþingmaður Barðstrendinga, í svipaðan streng og biskup er hann taldi Islendinga ekki þurfa á trúfrelsi að halda: „við erum of fámennir hér á íslandi til þess, að við þurfum eins og að vera að kalla á útlenda og annarrar trúar menn til þess að gjöra glundroða hjá okkur í trúarbragða-efnum; þessa þarf ekki heldur við, meðan enginn er hér kominn nema að eins 1 eða 2 menn, sem þessa þyrfti".43 Niðurstöður Eftirtektarvert er að nær allir sem tóku til máls í umræðum um trúfrelsi á Alþingi lýstu sig því fylgjandi þó svo að flestir þeirra hafi greitt atkvæði gegn því að málið yrði tekið til frekari skoðunar í nefnd. Menn deildu annars vegar um það hversu mikil nauðsyn væri á því að innleiða hér trúfrelsi fyrir kristna söfnuði og hins vegar hvort sú aðferð sem fólgin var í formi bænaskrárinnar væri sú rétta til að koma á hér almennum mannréttindaumbótum í anda frjálslyndis. Meirihluti þeirra sem tóku til máls var á því að ótímabært væri að rýmka lög um trúarathafnir sökum einsleitniþjóðarinnar í þessum málum. Aðrir töldu þó afar nauðsynlegt að landsmenn hefðu ávallt kost á að velja sér trú, enda réttlætti slíkt val tilurð ríkjandi kirkju. Því þyrfti einhvern veginn að vinna þetta mál áfram. Þá vildi þriðji hópurinn láta slag standa og gera það að stefnu þingsins að faraþess á leit við dönsku stjórnina að rýmka hér á lögum í trúfrelsismálum. Velta má fyrir sér hvort samsetning þingheims hafi ekki ráðið úrslitum um hvernig lyktir mála urðu, en helstu frammámenn íslensku kirkjunnar höfðu setu á þinginu eins og komið hefur fram. Þeir höfðu aðgang að ræðustól þingsins, færðu rök fyrir óbreyttu ástandi í trúmálum og komu sjónarmiðum kirkjunnar á framfæri. Önnur sjónarmið komu þó einnig fram áþingi, m.a. hjá starfandi kirkjunnar mönnum eins og Arnljóti Ólafssyni. Hann var eins og flestir þingmenn ekki á móti trúfrelsinu sem slíku, en taldi hyggilegra að fara aðra leið að settu marki með setningu stjórnarskrár fyrir landsmenn, sem mikil eftirspurn var eftir. Umræður um trúarbragðafrelsi á Alþingi á sjöunda áratug 19. aldar endurspegla aðallega tvennt. Það fyrra er óvissa eða pattstaða í íslenskri stjórnskipan innan danska ríkisins, sem lýsir sér best í þeim skoðunum að hér þyrfti að leiða í lög heildsteypta stjórnarbót fyrir landið með stjórnarskrá. Öðruvísi væri ekki hægt innleiða hér það frelsi sem aðrar þjóðir voru á þessum tíma að setja í sín lög. Seinna atriðið sem er allra athygli vert, er hversu tregir margir þingmenn voru til breytinga á skipan trúmála á landinu. Þar ríður baggamuninn sú staðreynd að landsmenn voru mjög einsleitnir í trúarskoðunum, alla vega á yfirborðinu, og því var lítill sem enginn þrýstingur á Alþingi að gera trúfrelsi í landinu að stefnumáli sínu. Þetta hafði úrslitaáhrif á það hvernig lyktir mála urðu. Tilvísanir: 1) Tíðindi frá Albinn hlendiwa. Níunda bine 1863. Fvrri partur. Reykjavik. 1863. bk 81. 2) Chadwick, Owen, The Secularization of the European Mind in the Nineteenth Century. Cambridge, 1975, bls. 25. 3) Gunnar Karlsson, „Upphafsskeið þjóðríkismyndunar 1830- 1874.“ Saga íslands IX. Ritsjórar: Sigurður Líndal ogPétur Hrafn Árnason. Reykjavík, 2008, bls. 163-374 ogbls. 268. 4) Sama heimild, bls. 263-266. 5) Sama heimild, bls. 257-259. 6) Guðmundur Hálfdánarson, „Islenskþjóðfélagsþróun á 19. öldr íslenskþjóðfélagsþróun 1880-1990. Ritgerðir. Ritstjórar: Guðmundur Hálfdánarson og Svanur Kristjánsson. Reykjavík, 1993, bls. 9-58. 7) Ingi Sigurðsson, Erlendir straumar og íslenzk viðhorf. Ahrif fölþjóÖlegra hugmyndastefna á Islendinga 1830-1918. Reykjavík, 2006, bls. 80. 52
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Sagnir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sagnir
https://timarit.is/publication/1025

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.