Sagnir - 01.06.2009, Síða 56

Sagnir - 01.06.2009, Síða 56
Sagnir, 29. árgangur Torfi Stefán Jónsson Aðdragandi aðfriðun Þingvalla Með iðnbyltingunni komu tæki og tól sem gerðu fólki mun auðveldara að breyta umhverfi bæði nær og fjær á mjög skömmum tíma. Þéttbýli varð íjölmennara en sveitir þegar á leið. Stórir skógar hurfu í kolagerð, járnbrautir, vegi, námuvinnslu. Allt gerðist hraðar og varð meira. Atjándu og nítjándu aldirnar voru ekki bara tími tæki og tóla heldur líka hugmynda og upp úr allri þessari framkvæmdagleði þar sem umhverfið breyttist svo hratt spruttu upp hugmyndir um umhverfisvernd. Flestar þessara hugmynda komu til Islands, hvort sem um var að ræða auðmagn, kommúnisma, ofurmennið, lýðræðið eða sjálfstæðishugmyndir, en þá barst líka hingað hugmyndin um að taka frá landspildu sem ætti að vernda fyrir komandi kynslóðir. Helsti talsmaður hennar var Guðmundur Davíðsson sem vildi sjá stofnaðan hér á landi þjóðgarð. Hann varð fyrsti umsjónarmaður friðlýsts lands á Þingvöllum sem sett var á laggirnar árið 1930, með lagasetningu frá 1928. Meginefni þessarar greinar er að rekja tilurð og forsögu þessara friðunarlaga, sem voru kannski ekki þau alfyrstu en þó þau umsvifamestu. Hver var helsta ástæða þess að Þingvellir voru friðaðir árið 1930 og hver voru helstu rök með og á móti friðun Þingvalla? 1 umíjölluninni um verndun Þingvalla er óhjákvæmilegt að notast við nokkuð af örnefnum á Þingvöllum og nánasta nágrenni. Til að gera lesendum auðveldara að átta sig á staðháttum fylgja greininni þrjú kort sem hægt er að líta á til að glöggva sig á staðháttum. Erlend friðun Skotinn John Muir (1838-1914) var frumkvöðull á sviði hugmyndafræði friðunar og verndunar náttúrusvæða eins og hún er í dag. Grunnur hugmyndafræði hans var sá að „Allir þarfnast fegurðar jafnt og brauðs, staða til að leika sér og biðjast fyrir, staða þar sem náttúran getur læknað og styrkt jafnt líkama sem sál.“‘ í huga Muir voru því friðuð svæði ekki bara uppspretta tekjulindar heldur gæti náttúran verið svæði þar sem fólk nyti útivistar og fegurðar náttúrunnar sér til yndisauka eða heilsubótar.2 Ætla má að afstaða Muir til friðunar tengist beinlínis iðnbyltingunni og þeirri hröðu framþróun sem átti sér stað í Evrópu ogekki síst í Bandaríkjunum á síðari hluta 19. aldar. Víða um Bandaríkin fundust heilmiklar ósnortnar víðáttur en þeim var jafnóðum umbreytt til að fullnægja þörf mannsins fyrir búsetu, matvæli eða framleiðslu afurða með flestum þeim tólum sem iðnbyltingin gat af sér, eins og járnbrautum eða gufuknúnum verksmiðjum. Tilkomu fyrstu þjóðgarðanna og friðaðra náttúrusvæða í Bandaríkjunum má einmitt rekja til þessarar ofnýtingar. Til að byrja með var lögð áhersla á sérstök og fágæt náttúrufyrirbrigði á borð við heitar laugar og hveri. Var því meðal annars Yoesemite-dalurinn friðaður 1832, fyrst og fremst vegna risafurunnar sem þar er að finna. Yellowstone Park að fyrsta þjóðgarði í heimi árið 1872 og er hann elsta dæmið um gríðarstóra svæðisfriðun þar sem bæði villt líf, gróður, jarðvegur og einstakir náttúruvættir á borð við hveri og gljúfur voru friðuð gegn ágengni manna.31 lögum um þjóðgarðinn stóð: „Bannað er að hrófla við nokkurri opinberri eign í garðinum, svo sem trjám, grasi eða nokkrum öðrum jurtum, klettum, steinum, fuglum eða ferfætlingum, eða yfir höfuð nokkru lifandi eða dauðu í náttúrunni innan takmarka garðsins."4 Munurá Bandaríkjunum og Evrópu Grundvallarmunurinn á möguleikum þess að friða svæði í Bandaríkjunum og Evrópu var að skilyrðin í álfunum tveimur voru langt frá því svipuð hvað þetta varðaði. I Bandaríkjunum, þar sem fyrstu þjóðgarðarnir voru stofnaðir, voru einkum friðaðar náttúruminjar sem þegar voru í alríkiseign5 en í Evrópu var megináherslan á að friða sögulegar minjar eða einkenni ákveðinna svæða í menningarþjóðgörðum. Mest allt land var meira og minna í einkaeign og hafði verið nýtt í landbúnaði eða til iðnaðar í aldaraðir. Friðun menningarþjóðgarða fór á svipaðan hátt fram, teknir voru ákveðnir skikar og þeir skipulagðir á þann hátt að haldið var í landslag eða menningu þess tiltekna svæðis. Vissulega voru þó farnar misjafnar leiðir eftir löndum. Frakkland og sum þýsk ríki voru í fararbroddi með setningu friðunarlaga en einnig voru sett lög um þjóðgarða í Suður-Afríku, Argentínu, Mexíkó, Svíþjóð (1909), Sviss (1914) ogá Spáni 1917.6 Þó að upprunaleg hugmynd með þjóðgörðum væri að varðveita náttúruna, eins og raunin var í Bandaríkjunum, þá hafði einnig myndast þörf fyrir að forða sögulegum 54
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88

x

Sagnir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sagnir
https://timarit.is/publication/1025

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.