Nýtt Helgafell - 01.04.1959, Page 23

Nýtt Helgafell - 01.04.1959, Page 23
RÍKISVALD OG FRELSI 17 hvorki kosti hins frjálsa markaðshagkerf- is né áætlunarbúskaparins, en felur í sér marga helztu annmarka þeirra beggja. Sá dagur hlýtur því að færast óðfluga nær, að íslendingar verði að velja milli þessara tveggja meginleiða í stjórn efna- hagsmála. Ef menn vilja halda áfram að auka afskipti ríkisvaldsins, verður brátt óumflýjanlegt að ganga mun lengra held- ur en gert hefur verið undanfarin ár í þá átt að þrengja athafnavið einstaklinganna, svo að duttlungar þeirra og löngun til að fara eigin leiðir hætti að rugla hinar fögru áætlanir ríkisstjórnarinnar í efnahagsmál- um. Að vísu hef ég enga trú á, að það áætl- unarhagkerfi, sem þannig risi upp, færði þjóðinni bætta lífsafkomu. Um hitt er ég ekki í vafa, að það mundi skerða stórkost- lega frelsi og lýðræði í landinu. Hin leiðin, sem fyrir hendi er, er sú að snúa við á þeirri braut, sem við höfum gengið í efnahagsmálum undanfarin ár, og endurreisa markaðshagkerfið á ný. Með þessu er alls ekki átt við það, að við eig- um að láta allt reka á reiðanum og láta markaðinn sjálfan leysa öll vandamál. Hlutverk ríkisvaldsins í slíku hagkerfi er vissulega mjög mikilvægt, en aðferðirnar aðrar en þær, sem mest hafa tíðkazt hér á landi síðustu árin. Innan þess er það höfuðhlutverk ríkisvaldsins að skapa eðli- legar markaðsaðstæður með almennum fjármálalegum aðgerðum og lagasetningu í stað beinnar íhlutunar og hafta. Á þessu tvennu er geysilega mikill eðlismunur. Hafta- og íhlutunarstefna kemur fram á þann hátt, að ríkisvaldið grípur beint inn á athafnasvið ákveðinna einstaklinga, heft- ir framkvæmdir þeirra, veitir þeim leyfi, lán, styrki o. s. frv., og það er einmitt þessi beina valdbeiting, sem er hættulegust frelsi einstaklingsins og lýðræðislegu stjórnarfari. Meginaðferðin í stjórn hins frjálsa hagkerfis byggist aftur á móti á Því, að skapað sé almennt aðhald og regl- ur, sem ganga jafnt yfir alla án úrskurðar ríkisvaldsins. Með almennum fjármálaleg- um aðgerðum má t. d. tryggja, að fram- boð á fjármagni og eftirspurn eftir lánsfé sé í sæmilegu jafnvægi. Við slíkar aðstæð- ur getur hver, sem uppfyllir ákveðin óper- sónuleg skilyrði og telur sig geta greitt þá vexti, sem markaðurinn krefst, fengið það fjármagn, sem hann telur sig þurfa. En við þetta missir að sjálfsögðu ríkisvaldið af þeirri eftirsóttu valdaaðstöðu, sem útdeil- ing ódýrra og eftirsóttra lána til hungraðra kjósenda veitir. Að vissu marki má líkja áhrifum hins frjálsa markaðar á einstaklingana við að- hald laga og réttar. Lögin eru almennar, ópersónulegar reglur, sem ríkisvaldið set- ur um framferði manna. Brjóti einhver lög eða verði ágreiningur um réttindi, er lög ná til, er slíkum málum skotið til dóm- stóla, sem samkvæmt lýðræðisreglum verða að vera eins óháðir ríkisvaldinu og unnt er. Aðhald markaðsins er að því leyti heppi- legra en laganna, að hann gefur úrskurði sína algjörlega ópersónulega. Nú verður í rauninni aldrei komizt hjá því, að ríkisvaldið eða stofnanir þess þurfi að úrskurða margvísleg mál, er varða af- komu einstaklinga og ekki eru þess eðlis, að dómstólar geti um þau fjallað. Slík verkefni hafa t. d. seðlabanki, ráðuneyti og ýmsar ríkisstofnanir. Ef varðveita á frelsi einstaklingsins sem bezt og forðast misbeitingu ríkisvaldsins, er æskilegt, að sem flestar ákvarðanir af þessu tagi séu teknar af embættismönnum út frá almenn- um lagareglum, samkvæmt fræðilegu mati eða í samræmi við hefð eða aðrar réttlætis- reglur, sem viðurkenndar eru. Meginatrið- ið er, að slíkir úrskurðir séu teknir sem óháðast hinu pólitíska valdi og gangi sem jafnast yfir alla þegna þjóðfélagsins. VI Hér hefur verið reynt að færa rök að því, að aukið valdsvið ríkisins hljóti að minnsta kosti við vissar aðstæður að hafa í för með sér skerðingu á lýðræðislegu að- haldi um stjórn þjóðfélagsins. Af þessu

x

Nýtt Helgafell

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Nýtt Helgafell
https://timarit.is/publication/1049

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.