Nýtt Helgafell - 01.04.1959, Page 42

Nýtt Helgafell - 01.04.1959, Page 42
36 HELGAFELL ingur hans á eðli lýðræðisins bar langt af skilningi þeirra manna, sem fjölluðu um kosningafrumvarp Alþingis 1849. Ekki löngu eftir að bréfið var skrifað, hinn 27. október 1849, birtist í danska blað- inu ,,Tilskueren“ löng grein um kosninga- lögin íslenzku, og næsta sumar kom hún í ,,Þjóðólfi“ í íslenzkri þýðingu (2. ár, 36.— 39. tbl.). Er rétt að birta hér nokkurn kafla úr greininni, sem er mjög hógværlega sam- in: „Hvorki stjórninni eða alþingi hefur dottið í hug, að skipta íslandi í kjördæmi á þann hátt, að hvert þeirra geti kosið einn fulltrúa; en í því efni verðum vér af nýju að játa, að vér þekkjum eigi svo vel til á íslandi, að vér getum með nokk- urri vissu á kveðið, hvernig þessu hefði mátt koma við, einkum þegar litið er til þess fundar, er vér nú tölum um [þ. e. þjóðfundarins]. Samt getum vér ekki ímyndað oss, að nokkurir sérstaklegir hlutir, íslandi einu eiginlegir, þurfi að aftra slíkri skiptingu; en vér höldum, að sú sé orsökin, að menn hafi ímyndað sér, að lögfróðir embættismenn væru þeir einu, sem hefðu þekkingu og lag á að vera forstöðumenn kosninganna. Stjórnin hefir játað, að þegar kosning- arnar fari beinlínis fram [þ. e. beinar kosningar], þá muni af því leiða, — með því kjördæmin, sem nú eru, eru svo f jarskalega víðáttumikil, — að þeim hin- um fátæku kjósendum, sem búa langt frá kosningastaðnum, muni ekki gefast færi á að nota kosningarrétt sinn. Um næsta atriði, eða um niðurjöfnun fulltrúanna á misstór kjördæmi, höldum vér aftur á móti að vér getum dæmt með meiri vissu. Fólksfjöldinn á Íslandi 1845 er ennþá ekki kominn í ,,statistisk Tabel- værk“; en í „Jarðatali“ Jónsens lands- yfirréttardómara er fólkstala tilgreind fyrir Suður-umdæmið og Norður- og Austur-umdæmið samkvæmt því, sem stendur í „statistisk Tabelværk“, og fyrir Vestur-umdæmið eftir sögusögn yfirvaldanna, er beðin höfðu verið um fólkstöluna í öðrum tilgangi. Eftir „Jarðatalinu" er fólksfjöldinn í kjör- dæmunum þessi: í Skaftafellssýslum .......... 3,262 - Vestmannaeyjasýslu .......... 396 - Rangárvallasýslu .......... 4,776 - Árness-sýslu .............. 5,159 - Gullbringu- og Kjósarsýslum 4,644 - Reykjavík ................... 961 - Borgarfjarðarsýslu ........ 2,166 - Mýra- og Hnappadals-sýslum 2,324 - Snæfellsness-sýslu ........ 2,898 - Dalasýslu ................. 1,890 - Barðastrandarsýslu ........ 2,455 - ísafjarðarsýslu ........... 4,051 - Strandasýslu .............. 1,271 - Húnavatnssýslu ............ 3,986 - Skagafjarðarsýslu ......... 3,997 - Eyjafjarðarsýslu .......... 4,028 - Suður-Þingeyjarsýslu ..... 31,129 - Norður-Þingeyjarsýslu ..... 1,205 - Norður-Múlasýslu .......... 3,019 - Suður-Múlasýslu ........... 2,880 Hvert af kjördæmum þessum á nú að kjósa 2 fulltrúa. Þá er menn jafna þing- mannatölu þessari saman við þing- mannatölu í öðrum löndum, þá sýnist það nokkuð skrítið, að 1 fulltrúi kemur að meðaltali niður hér um bil hver 1400 manns, en vér játum samt, að fulltrúa- þing hverrar þjóðar (og enginn getur neitað því, að íslendingar eru þjóð), einkum þegar hún býr á svo víðu svæði, má varla vera færri mönnum skipað en hér um bil 50, og finnst oss það því í alla staði rétt, að stjórnin hefir fallizt á að fjölga skyldi fulltrúum frá 34, sem hún hafði stungið upp á að skyldu vera þjóðkjörnir, til 40, auk 6 konungkjör- inna. Aftur á móti skiljum vér ekki í því, hvers vegna alþingi hefir ekki skipt þingmönnum niður á kjördæmin nokk- urn veginn eftir fólksfjöldanum, og hvers vegna stjórnin, sem sjá má af ástæðunum að hefir ekki farið eftir öll- um uppástungum alþingis í þessu máli, hefir sleppt þeim grundvallarreglum, sem sagt er að hafi verið undirstaðan undir hennar uppástungu, að þingmönn-

x

Nýtt Helgafell

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Nýtt Helgafell
https://timarit.is/publication/1049

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.