Nýtt Helgafell - 01.04.1959, Qupperneq 42

Nýtt Helgafell - 01.04.1959, Qupperneq 42
36 HELGAFELL ingur hans á eðli lýðræðisins bar langt af skilningi þeirra manna, sem fjölluðu um kosningafrumvarp Alþingis 1849. Ekki löngu eftir að bréfið var skrifað, hinn 27. október 1849, birtist í danska blað- inu ,,Tilskueren“ löng grein um kosninga- lögin íslenzku, og næsta sumar kom hún í ,,Þjóðólfi“ í íslenzkri þýðingu (2. ár, 36.— 39. tbl.). Er rétt að birta hér nokkurn kafla úr greininni, sem er mjög hógværlega sam- in: „Hvorki stjórninni eða alþingi hefur dottið í hug, að skipta íslandi í kjördæmi á þann hátt, að hvert þeirra geti kosið einn fulltrúa; en í því efni verðum vér af nýju að játa, að vér þekkjum eigi svo vel til á íslandi, að vér getum með nokk- urri vissu á kveðið, hvernig þessu hefði mátt koma við, einkum þegar litið er til þess fundar, er vér nú tölum um [þ. e. þjóðfundarins]. Samt getum vér ekki ímyndað oss, að nokkurir sérstaklegir hlutir, íslandi einu eiginlegir, þurfi að aftra slíkri skiptingu; en vér höldum, að sú sé orsökin, að menn hafi ímyndað sér, að lögfróðir embættismenn væru þeir einu, sem hefðu þekkingu og lag á að vera forstöðumenn kosninganna. Stjórnin hefir játað, að þegar kosning- arnar fari beinlínis fram [þ. e. beinar kosningar], þá muni af því leiða, — með því kjördæmin, sem nú eru, eru svo f jarskalega víðáttumikil, — að þeim hin- um fátæku kjósendum, sem búa langt frá kosningastaðnum, muni ekki gefast færi á að nota kosningarrétt sinn. Um næsta atriði, eða um niðurjöfnun fulltrúanna á misstór kjördæmi, höldum vér aftur á móti að vér getum dæmt með meiri vissu. Fólksfjöldinn á Íslandi 1845 er ennþá ekki kominn í ,,statistisk Tabel- værk“; en í „Jarðatali“ Jónsens lands- yfirréttardómara er fólkstala tilgreind fyrir Suður-umdæmið og Norður- og Austur-umdæmið samkvæmt því, sem stendur í „statistisk Tabelværk“, og fyrir Vestur-umdæmið eftir sögusögn yfirvaldanna, er beðin höfðu verið um fólkstöluna í öðrum tilgangi. Eftir „Jarðatalinu" er fólksfjöldinn í kjör- dæmunum þessi: í Skaftafellssýslum .......... 3,262 - Vestmannaeyjasýslu .......... 396 - Rangárvallasýslu .......... 4,776 - Árness-sýslu .............. 5,159 - Gullbringu- og Kjósarsýslum 4,644 - Reykjavík ................... 961 - Borgarfjarðarsýslu ........ 2,166 - Mýra- og Hnappadals-sýslum 2,324 - Snæfellsness-sýslu ........ 2,898 - Dalasýslu ................. 1,890 - Barðastrandarsýslu ........ 2,455 - ísafjarðarsýslu ........... 4,051 - Strandasýslu .............. 1,271 - Húnavatnssýslu ............ 3,986 - Skagafjarðarsýslu ......... 3,997 - Eyjafjarðarsýslu .......... 4,028 - Suður-Þingeyjarsýslu ..... 31,129 - Norður-Þingeyjarsýslu ..... 1,205 - Norður-Múlasýslu .......... 3,019 - Suður-Múlasýslu ........... 2,880 Hvert af kjördæmum þessum á nú að kjósa 2 fulltrúa. Þá er menn jafna þing- mannatölu þessari saman við þing- mannatölu í öðrum löndum, þá sýnist það nokkuð skrítið, að 1 fulltrúi kemur að meðaltali niður hér um bil hver 1400 manns, en vér játum samt, að fulltrúa- þing hverrar þjóðar (og enginn getur neitað því, að íslendingar eru þjóð), einkum þegar hún býr á svo víðu svæði, má varla vera færri mönnum skipað en hér um bil 50, og finnst oss það því í alla staði rétt, að stjórnin hefir fallizt á að fjölga skyldi fulltrúum frá 34, sem hún hafði stungið upp á að skyldu vera þjóðkjörnir, til 40, auk 6 konungkjör- inna. Aftur á móti skiljum vér ekki í því, hvers vegna alþingi hefir ekki skipt þingmönnum niður á kjördæmin nokk- urn veginn eftir fólksfjöldanum, og hvers vegna stjórnin, sem sjá má af ástæðunum að hefir ekki farið eftir öll- um uppástungum alþingis í þessu máli, hefir sleppt þeim grundvallarreglum, sem sagt er að hafi verið undirstaðan undir hennar uppástungu, að þingmönn-
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80

x

Nýtt Helgafell

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Nýtt Helgafell
https://timarit.is/publication/1049

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.