Sveitarstjórnarmál


Sveitarstjórnarmál - 01.10.2001, Blaðsíða 19

Sveitarstjórnarmál - 01.10.2001, Blaðsíða 19
Skipulagsmál Aðalskipulag Biskupstungnahrepps 2000 til 2012 Aðalskipulag Biskupstungna- hrepps 2000-2012 er fyrsta heildarskipulagið sem staðfest er fyrir sveitarfélagið. Helsta leið- arljós við vinnu aðalskipulagsins var að styrkja Biskupstungur sem ákjósanlegt svæði til búsetu og atvinnuuppbyggingar, sem viðkomustað ferðamanna og al- mennt til orlofsdvalar jafnframt því að stuðla að skynsamlegri landnotkun á svæðinu í framtíð- inni. í aðalskipulaginu eru áætl- anir um landbúnað, nytjaskóg- rækt, sumarhús, uppbyggingu þéttbýlis og verndun náttúru- og menningarminja samræmdar í ljósi breyttra búskaparhátta. Til að sjónarmiða landeigenda yrði gætt sem best var send út spum- ingakönnun til allra landeigenda og þeir spurðir út í uppbygging- aráform á sinni jörð. Þeir land- eigendur sem höfðu áform um uppbyggingu voru síðan heim- sóttir af skipulagsráðgjöfum. Þessi aðferðafræði er nýmæli við gerð aðalskipulags hér á landi. Aðalskipulagið gerir ráð fyrir eflingu þéttbýlis í Laugarási og Reykholti þar sem mikið fram- boð er af íbúðalóðum í fögra og friðsælu umhverfi. í lok skipu- lagstímabilsins er gert ráð fyrir að ibúar í Laugarási verði um 160 og ibúar Reykholts um 170 talsins. Gert er ráð fýrir að Geysir verði miðstöð ferðamanna í upp- sveitum Árnessýslu og gefur að- alskipulagið aukið svigrúm til uppbyggingar á staðnum. Aðalskipulagið gerir ráð fyrir mikilli Qölgun sumarhúsa í sveitarfélaginu og er litið já- kvæðum augum á slíka atvinnu- skapandi uppbyggingu enda er þess gætt að sumarhúsasvæði gangi ekki á náttúru- og menn- ingarminjar. í aðalskipulaginu eru lögð drög að mörgum nýjum sumarhúsasvæðum í fogru og aðlaðandi umhverfi. Mikil áhersla er lögð á verndun náttúru og landslags í aðalskipulaginu enda geyma Biskupstungur og afréttur sveit- arfélagsins margar helstu nátt- úruperlur landsins. Auk svæða sem nú þegar eru friðlýst eða á náttúruminjaskrá leggur aðal- skipulagið til hverfisverndun á viðáttumiklu svæðum í Biskups- tungum og á afrétti sveitarfélags- ins. Með slíkum aðgerðum er tryggt að sumarhúsabyggð eða nytjaskógrækt raski ekki verð- mætum náttúruminjum og lands- lagsgerðum: • Vötn og tjarnir ásamt nærliggj- andi votlendi á heiðum Bisk- upstungna um miðbik sveitar- félagsins eru allar hverfivernd- aðar í aðalskipulaginu. • Birkiskógurinn í Hlíðinni er hverfisverndaður og settar eru ákveðnar reglur um trjárækt og sumarhúsabyggingar á því svæði. Ákvæði um verndun birkiskógarins sem sett eru fram í aðalskipulagi Biskups- tungna og Laugardalshrepps eru þau fyrstu sinnar tegundar hér á landi. • Aðalskipulagið skilgreinir svæðið frá Þjófadölum að Úr Reykholtshverfi í Biskupstungum. Ljósm. Ásborg Arnþórsdóttir. Hvítárvatni sem eitt verndar- svæði og lýtur það hverfis- vernd samkvæmt ákvörðun sveitarstjórnar • Lagt er til að Kóngsvegurinn verði verndaður og viðhaldið þar sem hann er heillegur í Hlíðinni og er verndun hans unnin í samráði við Laugar- dalshrepp. Auk þessara verndarsvæða er gert ráð fyrir allmörgum vatns- verndarsvæðum, m.a. víðáttu- miklu vatnsverndarsvæði á Brúarársvæðinu sem teygir sig alla leið að Langjökli. Tilgangur- inn með skilgreiningu þessa verndarsvæðis er að tryggja til framtíðar verndun hinna miklu vatnsauðlinda sem eru á svæð- inu. Vatnsvernd á Brúarársvæð- inu er unnin í samráði við Laug- ardalshrepp. Vinnan við aðalskipulagið hófst árið 1997 og var unnin af Milli fjalls ogfjöru - skipulags- ráðgjöfum fyrir sveitarstjórn Biskupstungnahrepps. Ráðgjafa- hópinn skipuðu Pétur H. Jóns- son, skipulagsfræðingur og arki- tekt, Oddur Hermannsson lands- lagsarkitekt og Haraldur Sig- urðsson, skipulagsfræðingur og sagnfræðingur.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100

x

Sveitarstjórnarmál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sveitarstjórnarmál
https://timarit.is/publication/1063

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.