Sveitarstjórnarmál


Sveitarstjórnarmál - 01.10.2001, Blaðsíða 31

Sveitarstjórnarmál - 01.10.2001, Blaðsíða 31
Orkumál 349 Varmarafstöð. Framleiðslugeta 2 MWe- stöð og því síðan veitt inn á hitaveitukerfið. Upp- gefinn framleiðslukostnaður raforkunnar á Húsavík er um 50% af innkaupsverði frá Rarik. Hér á eftir eru dregnar saman niðurstöður úr út- tektarskýrslum frá Seyðisfirði, álverksmiðju Norð- uráls á Grundartanga og Hrísey. Seyðisfjarðarkaupstaður Úttektin í Seyðisfirði bendir til að frá fiskimjöls- verksmiðjunni megi virkja ónýttan glatvarma og framleiða rafafl sem nemur 500 kWe eða um 2.000 MWh álega. Að auki má framleiða varmaafi sem nemur um 3,2 MW eða um 12.800 MWh árlega. Þannig má anna hálfri rafaflsþörf og allri upphitun- ar- og heitavatnsneysluþörf bæjarins þegar vinnslan er í gangi. Vinnslutími verksmiðjunnar fellur einnig vel að álagstíma fjarvarmaveitu bæjarins og getur þannig jafnað út álagstoppa veitunnar. Nýting glatvarmans getur því hjálpað til við að lækka álagstoppa í raf- orkukerfinu. Með samnýtingu til rafmagns- og heitavatnsfram- leiðslu er framleiðslukostnaður orkunnar frá fiski- mjölsverksmiðjunni áætlaður um 86 aurar/kWh og að fjárfestingin skili sér á rúmum níu árum. Norðurál Úttektin hjá álverksmiðju Norðuráls á Grundar- tanga bendir til að frá álverinu megi virkja glat- varma til framleiðslu á rafafli sem nemur 5 MWe eða um 42.500 MWh árlega. Þetta svarar til um 3% af raforkuþörf álversins. Að auki má framleiða 60 MW eða um 520 GWh árlega af heitu vatni fyrir fjarvarmaveitu. Með samnýtingu á glatvarmanum til raforku- og heitavatnsframleiðslu má anna raforku- og upphit- unarþörf um það bil 5.000 íbúa þéttbýlissvæðis. Virkjun glatvarmans hjá Norðuráli til raforku- og heitavatnsframleiðslu getur þannig stuðlað að aukinni nýtingu á innlendri endurnýtanlegri orku. Með samnýtingu glatvarmans til rafmagns- og heitavatnsframleiðslu fyrir 5.000 íbúa byggð er áætlað að framleiðslukostnaður orkunnar hjá Norð- uráli sé um 63 aurar/kWh og að fjárfestingin skili sér á tæpum sjö árum. Hrísey Uttektin í Hrísey bendir til að frá jarðhitakerfinu sem finnst undir eynni megi samnýta varmann og framleiða rafafl sem nemur um 200 kWe eða um 1.200 MWh árlega og að auki nýta varmann til upphitunar og heitavatnsneyslu í eynni. Raforkuframleiðsla úr jarðvarmanum annar þannig allri rafaflsþörf íbúanna og auk þess allri upphitunar- og heitavatnsneysluþörf fyrir eyjuna. Með samnýtingu jarðvarmans til rafmagns- og heitavatnsframleiðslu í Hrísey er áætlað að fram- leiðslukostnaður orkunnar sé um 1,80 kr/kWh og að fjárfestingin skili sér á tæpum fimm árum. 5. Samantekt Með opnun orkumarkaðarins og aukinni sam- keppni er nýting á glatvarma og orkusparnaður möguleikar sem vert er að gaumgæfa nánar. Víða má finna sóknarfæri til nýtingar á varma bæði til upphitunar- og raforkuvinnslu. Einnig eru augu manna að opnast fyrir þeim sóknarfærum sem fel- ast í nýtingu á afgangsorku og orkusparnaði. • Virkjun glatvarmans frá fiskimjölsverksmiðjunni á Seyðisfirði dugar til rafmagnsframleiðslu sem nemur um 500 kWe eða hálfri rafaflsþörf bæjar- ins. Auk þess annar glatvarminn allri upphitunar- og heitavatnsneysluþörf á svæðinu þegar verk- smiðjan er í gangi. Með slíkri samnýtingu er áætlað að framleiðslukostnaður orkunnar sé um 86 aurar/kWh og að fjárfestingin skili sér á rúmum níu árum. • Virkjun glatvarmans frá álverksmiðju Norðuráls á Grundartanga dugar til rafmagnsframleiðslu sem nemur um 5 MWe eða 3% af rafaflsþörf ál- versins. Auk þess annar glatvarminn upphitunar- og heitavatnsneysluþörf um 15.000 íbúa bæjarfé- lags. Með slíkri samnýtingu glatvarmans er áætlað að framleiðslukostnaður orkunnar sé um
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100

x

Sveitarstjórnarmál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sveitarstjórnarmál
https://timarit.is/publication/1063

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.