Sveitarstjórnarmál


Sveitarstjórnarmál - 01.10.2001, Blaðsíða 37

Sveitarstjórnarmál - 01.10.2001, Blaðsíða 37
Fulltrúaráosfundir 355 ríkið er að fá inn í formi vsk-greiðslna. Kostnaður fyrir hönnun fæst ekki metinn inn í kostnað. Kostnaður leggst misjafnlega á sveitarfélögin, en getur numið allt að 130.000 kr. á íbúa sem er mörgum þeirra ofviða. Álit fjárhagsnefndar I fjárhagsnefnd fundarins voru Bragi Michaels- son, forseti bæjarstjórnar Kópavogs, formaður, Guðmundur Bjarnason, bæjarstjóri Fjarðabyggðar, Herdís Á. Sæmundardóttir, bæjarfulltrúi í Sveitar- félaginu Skagafirði, Jónas Jónsson, oddviti Ása- hrepps, Ólafur Kristjánsson, bæjarstjóri í Bolung- arvík, og Valgarður Hilmarsson, oddviti Engihlíð- arhrepps. Bragi Michaelsson kynnti álit nefndarinnar. Það var síðan borið undir atkvæði og samþykkt sam- hljóða, svofellt: Fjárhagsnefnd hefur yfirfarið fjárhagsáætlun Sambands íslenskra sveitarfélaga ásamt starfs- áætlun fyrir árið 2002 og rammaáætlun áranna 2003, 2004 og 2005 og önnur fylgiskjöl. Nú var í fyrsta skipti lögð fram greinargerð með þessum áætlunum og lýsir fjárhagsnefnd sérstakri ánægju með það. Þar sem sífellt eru gerðar meiri kröfur um grein- ingu á kostnaði við ýmis verkefni og rekstur sveit- arfélaga vegna hagsmunagæslu fyrir þau og sveit- arfélög hafa í auknum mæli falið Launanefnd sveitarfélaga umboð til kjarasamningagerðar hafa umsvif sambandsins og launanefndar aukist. I fjár- hagsáætlun er gert ráð fyrir auknum verkefnum hag- og upplýsingasviðs og lögfræði- og kjarasviðs með ráðningu starfsmanna til að bæta þjónustu við sveitarfélögin. Þá er í áætluninni gert ráð fyrir að sambandið leggi Staðardagskrá 2,1 til 2,4 milljónir króna á ár- inu 2002. Fjárhagsnefnd leggur til að stjórn sam- bandsins fari sérstaklega yfir framkvæmd þessa verkefnis. Fjárhagsnefnd telur rétt að huga að því að á fyrsta fulltrúaráðsfundi eftir hverjar sveitarstjórnar- kosningar verði fjárhagsnefnd kjörin og hafi hún sama starfstíma og fulltrúaráðið, þ.e. fjögur ár. Þannig gefst nefndinni tækifæri til að yfirfara reikninga og fjárhagsáætlanir sambandsins og skila áliti sínu þar um tímanlega fyrir fulltrúaráðsfundi. Fjárhagsnefnd leggur til að fjárhagsáætlun ársins 2002 ásamt rammaáætlun fyrir árin 2003, 2004 og 2005 verði samþykkt. Fundarslit Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson ræddi að lokum mál- efni fundarins, einkum byggðamál, og þakkaði for- manni byggðanefndar, Sigurgeiri Sigurðssyni, góð störf svo og öðrum nefndarmönnum. Hann ræddi sameiningu sveitarfélaga sem þátt í æskilegri byggðarþróun, kjarnasvæði og fleiri hugmyndir sem nefndin hefði sett fram. Það verður nú hlut- verk stjórnar sambandsins, sagði hann, að móta þessar tillögur fyrir næsta fund fulltrúaráðsins, vinna vel og vandlega úr tillögunum og freista þess að ná breiðri samstöðu um málið. Formaður þakkaði einnig öðrum framsögu- mönnum á fundinum fyrir vönduð erindi. Hann þakkaði ennfremur starfsfólki sambandsins góðan undirbúning fundarins, fulltrúaráðsmönnum góða fundarsetu og sagði fundinum slitið. Framsöguerindin á fundinum og fundargerðina með ályktunum hans er að finna á heimasíðu sam- bandsins www.samband.is. Næsti ílindur fulltrúaráðsins 22. og23. mars Ákveðið hefur verið að næsti fundur fulltrúaráðs sambandsins, hinn 62. í röðinni, verði haldinn á Hótel Örk í Hveragerði miðvikudaginnn 22. og fimmtudaginn 23. mars. Á dagskrá fundarins verða m.a. tillögur byggðanefndar sambandsins og þær athugasemdir sem fram komu á 61. fulltrúaráðs- fundinum við þær. Nýr fulltrúaráðsmaður og að- almaður í stjórn sambandsins Sigurður R. Ólafsson, bæjarfulltrúi í ísa- fjarðarbæ, afsalaði sér sæti sínu í stjórn sam- bandsins á fundi hinn 22. nóvemer sl. Þá lét hann einnig af störfum sem bæjarfulltrúi í ísa- fjarðarbæ þar eð hann hafði flust úr sveitarfé- laginu og misst við það kjörgengi sitt. Lárus G. Valdimarsson, bæjarfulltrúi í ísa- fjarðarbæ, var á fundi fulltrúaráðsins hinn 23. nóvember kosinn sem aðalmaður í fulltrúa- ráðið og í stjórn þess í staðinn fyrir Sigurð.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100

x

Sveitarstjórnarmál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sveitarstjórnarmál
https://timarit.is/publication/1063

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.