Sveitarstjórnarmál


Sveitarstjórnarmál - 01.10.2001, Side 37

Sveitarstjórnarmál - 01.10.2001, Side 37
Fulltrúaráðsfundir ríkið er að fá inn í formi vsk-greiðslna. Kostnaður fyrir hönnun fæst ekki metinn inn í kostnað. Kostnaður leggst misjafnlega á sveitarfélögin, en getur numið allt að 130.000 kr. á íbúa sem er mörgum þeirra ofviða. Álit fjárhagsnefndar I ijárhagsnefnd fundarins voru Bragi Michaels- son, forseti bæjarstjórnar Kópavogs, formaður, Guðmundur Bjarnason, bæjarstjóri Fjarðabyggðar, Herdís Á. Sæmundardóttir, bæjarfulltrúi í Sveitar- félaginu Skagafirði, Jónas Jónsson, oddviti Ása- hrepps, Ólafur Kristjánsson, bæjarstjóri í Bolung- arvík, og Valgarður Hilmarsson, oddviti Engihlíð- arhrepps. Bragi Michaelsson kynnti álit nefndarinnar. Það var síðan borið undir atkvæði og samþykkt sam- hljóða, svofellt: Fjárhagsnefnd hefur yfirfarið fjárhagsáætlun Sambands íslenskra sveitarfélaga ásamt starfs- áætlun fyrir árið 2002 og rammaáætlun áranna 2003, 2004 og 2005 og önnur fylgiskjöl. Nú var í fyrsta skipti lögð fram greinargerð með þessum áætlunum og lýsir ijárhagsnefnd sérstakri ánægju með það. Þar sem sífellt eru gerðar meiri kröfur um grein- ingu á kostnaði við ýmis verkefni og rekstur sveit- arfélaga vegna hagsmunagæslu fyrir þau og sveit- arfélög hafa í auknum mæli falið Launanefnd sveitarfélaga umboð til kjarasamningagerðar hafa umsvif sambandsins og launanefndar aukist. I ijár- hagsáætlun er gert ráð fyrir auknum verkefnum hag- og upplýsingasviðs og lögfræði- og kjarasviðs með ráðningu starfsmanna til að bæta þjónustu við sveitarfélögin. Þá er í áætluninni gert ráð fyrir að sambandið leggi Staðardagskrá 2,1 til 2,4 milljónir króna á ár- inu 2002. Fjárhagsnefnd leggur til að stjórn sam- bandsins fari sérstaklega yfir framkvæmd þessa verkefnis. Fjárhagsnefnd telur rétt að huga að því að á fyrsta fulltrúaráðsfúndi eftir hverjar sveitarstjórnar- kosningar verði Ijárhagsnefnd kjörin og hafi hún sama starfstíma og fulltrúaráðið, þ.e. ijögur ár. Þannig gefst nefndinni tækifæri til að yfirfara reikninga og fjárhagsáætlanir santbandsins og skila áliti sínu þar um tímanlega fyrir fúlltrúaráðsfúndi. Fjárhagsnefnd leggur til að fjárhagsáætlun ársins 2002 ásamt rammaáætlun fyrir árin 2003, 2004 og 2005 verði samþykkt. Fundarslit Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson ræddi að lokum mál- efni fundarins, einkum byggðamál, og þakkaði for- manni byggðanefndar, Sigurgeiri Sigurðssyni, góð störf svo og öðrum nefndarmönnum. Hann ræddi sameiningu sveitarfélaga sem þátt í æskilegri byggðarþróun, kjarnasvæði og fleiri hugmyndir sem nefndin hefði sett fram. Það verður nú hlut- verk stjórnar sambandsins, sagði hann, að móta þessar tillögur fyrir næsta fúnd fulltrúaráðsins, vinna vel og vandlega úr tillögunum og freista þess að ná breiðri samstöðu um málið. Formaður þakkaði einnig öðrum framsögu- mönnum á fundinum fyrir vönduð erindi. Hann þakkaði ennfremur starfsfólki sambandsins góðan undirbúning fundarins, fulltrúaráðsmönnum góða fundarsetu og sagði fundinum slitið. Framsöguerindin á fúndinum og fundargerðina með ályktunum hans er að finna á heimasíðu sam- bandsins www.samband.is. Næsti fiindur fulltrúaráðsins 22. og 23. mars Ákveðið hefur verið að næsti fundur fulltrúaráðs sambandsins, hinn 62. í röðinni, verði haldinn á Hótel Örk í Hveragerði miðvikudaginnn 22. og fimmtudaginn 23. mars. Á dagskrá fundarins verða m.a. tillögur byggðanefndar sambandsins og þær athugasemdir sem fram komu á 61. fulltrúaráðs- fundinum við þær. Nýr fiilltrúaráðsmaður og að- almaður í stjóm sambandsins Sigurður R. Ólafsson, bæjarfulltrúi í ísa- fjarðarbæ, afsalaði sér sæti sínu í stjórn sam- bandsins á fundi hinn 22. nóvemer sl. Þá lét hann einnig af störfum sem bæjarfulltrúi í ísa- fjarðarbæ þar eð hann hafði flust úr sveitarfé- laginu og misst við það kjörgengi sitt. Lárus G. Valdimarsson, bæjarfulltrúi í ísa- fjarðarbæ, var á fundi fulltrúaráðsins hinn 23. nóvember kosinn sem aðalmaður i fulltrúa- ráðið og í stjórn þess í staðinn fyrir Sigurð.

x

Sveitarstjórnarmál

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sveitarstjórnarmál
https://timarit.is/publication/1063

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.