Sveitarstjórnarmál

Árgangur

Sveitarstjórnarmál - 01.10.2001, Blaðsíða 61

Sveitarstjórnarmál - 01.10.2001, Blaðsíða 61
Húsnæðismál 379 Gunnar Jónatansson, framkvœmdastjóri Biiseta: Hugsað upphátt um húsnæðismál Það hefur verið Qörug umræða um húsnæðismál undanfarin misseri og reyndar undanfarin ár. Það er í sjálfu sér ekki skrýtið enda um mikla hags- muni að ræða bæði fyrir einstaklinga og sveitar- félögin í landinu. Hér á landi hefur verið mikill hraði i uppbygg- ingu á íbúðarhúsnæði í samanburði við aðrar þjóð- ir. Það er ótrúlega stutt síðan þorri þjóðarinnar bjó að stærstum hluta í dreifbýli við misgóðan húsa- kost. Síðan eru vissulega liðin einhver ár með margvíslegum kerfisbreytingum á húsnæðiskerf- inu. Þar er eins og ráðherrar húsnæðismála hafi margir viljað setja mark sitt á húsnæðiskerfið þannig að eftir yrði tekið. Með tilkomu íbúðalánasjóðs um áramótin 1998-1999 var gerð enn ein grundvallarbreytingin á húsnæðiskerfinu sem ekki sér enn fyrir endann á. Á þeirn tíma sögðu andstæðingar þeirrar breytingar að verið væri að stíga fyrsta skrefið í þá átt að leggja niður ríkisstyrkt húsnæðiskerfi. Nú í seinni tíð virðist ýmislegt benda til þess að sá grunur hafi átt við nokkur rök að styðjast og er þá einkum horft til tíðra vaxtabreytinga íbúðalánasjóðs sem ekki sér enn fyrir endann á. í dag eru vextir til fé- lagasamtaka 4,9% en voru 3,2% í ársbyrjun 1999. Ekkert skal fullyrt hér um hver framtíð íbúðalána- sjóðs verður heldur verður frekar velt upp hug- Gunnar Jónatansson er garð- yrkjujrœðingur Jrá Garðyrkju- skólanum á Reykjum í Ölfusi 1982. Hann rak um árabil Is- lensku umhverfisþjónustuna sf sem alhliða verktakafyrirtœki á sviði útiframkvœmda. Hann hefur unnið mikið að félags- málum bœðifyrir iþróttahreyf- inguna og aðra, varformaður Félags shiiðgarðyrkjumeistara 1993-1996, í stjórn Búseta frá 1992 og síðar formaður félagsins 1994-1997. Sat í umhverfisnefnd Seltjarnarnesbœjar 1998-2000. Gunnar hefur verió framkvœmdastjóri Búseta hsf. frá 1996. myndum um mat greinarhöfúndar á hlutverki hans og húsnæðisfélaga á íslandi. Þorri þjóðarinnar í „félagslegu“ húsnæði! Skilgreining á félaglegu húsnæði er líklega allt húsnæði sem greitt er niður af hinu opinbera. Vext- ir af húsbréfúm, þegar þetta er skrifað, eru 5,1% en raunvextir eru taldir vera nálægt 6,5% þannig að segja má að þorri landsmanna búi í félagslegu hús- næði, þ.e. niðurgreiddu af ríkissjóði. Vaxtabætur vegna íbúðakaupa eru siðan enn frekar opinber að- stoð sem skilar sér sem veruleg kjarabót fyrir stærsta hluta kaupenda. Ég nefni þetta vegna þeirr- ar neikvæðu umræðu sem hefur einkennt hið svo- kallaða „félagslega kerfi“. Neikvæðnin hefur eink- um birst í þeirri fullyrðingu að „félagslegt“ hús- næði sé dýrara en íbúðir á almennum markaði! Að sjálfsögðu ræðst byggingarkostnaður ekki af lang- tímafjármögnuninni. Það er ekki verið að byggja öðruvísi íbúðir eða hús fyrir t.d. Búseta heldur en býðst á almennum markaði. Félagið er að kaupa á sama markaði og allur almenningur. Úti á landsbyggðinni, í minni sveitarfélögum, hefur veruleikinn og samanburðurinn verið aðeins öðruvísi. Félagslegu blokkaríbúðirnar eru oft dýrari en gamla raðhúsið í plássinu. En saman- burðurinn er mjög ósanngjarn því eldri eignir eru metnar á markaðsvirði á hverjum stað um sig en ekki raunkostnaði. Þessi samanburður er eins og að bera saman verð á nýjum Landcruiser jeppa og gömlum Land Rover sem fyrir er í plássinu. Ástæður hækkaðs íbúðaverðs Verð á íbúðum hefúr á hinn bóginn hækkað mjög mikið á undanfornum árum. Aðallega vegna þriggja þátta: Vaxtakostnaður á byggingartíma hef- ur allt að því tvöfaldast, lóðargjöld á ibúð hafa rúmlega tvöfaldast og íbúðir hafa stækkað um 15-25% í fermetrum talið. Vaxtakostnaður Búseta við að reisa eitt 18 íbúða hús er rúmar 16 milljónir króna og munar um minna. í dag hækka íbúðir um 7-8% vegna ljár-
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100

x

Sveitarstjórnarmál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sveitarstjórnarmál
https://timarit.is/publication/1063

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.