Sveitarstjórnarmál


Sveitarstjórnarmál - 01.10.2001, Blaðsíða 40

Sveitarstjórnarmál - 01.10.2001, Blaðsíða 40
358 Fulltrúaráosfundir Samband íslenskra sveitarfélaga, Fjarðabyggð, Há- skólinn á Akureyri og Atvinnuþróunarfélag Vest- fjarða hafa nú þegar lýst yfir áhuga á að taka þátt í tilteknum verkefnum. í ljósi þess mikla áhuga á þátttöku í Northern Periphery sem ég hef orðið vör við hef ég ákveðið að beita mér fyrir því að ísland geti tekið fullan þátt í þeirri áætlun sem er að hefj- ast þessa dagana. Ég tel að það sé góð sátt um það í landinu að öflug byggð eigi að vera í öllum landshlutum og að það eigi að vera hlutverk hins opinbera að stuðla að því að svo verði. Það hefur hins vegar ríkt meiri ágreiningur um leiðir. Ég bind vonir við þá vinnu sem nú stendur yfir um mótun nýrrar byggðaáætl- unar. Mér er kunnugt um að tillögur byggða- nefndar Sambands íslenskra sveitarfélaga hafi fengið ítarlega umfjöllun í því starfi. Nýskipan raforkumála Frumvarp til raforkulaga er nú til umfjöllunar hjá þingflokkum stjórnarflokkanna og er gert ráð fyrir að það verði lagt fram á Alþingi á næstu dögum. Frumvarpið hefur tekið nokkrum breytingum frá því að það var lagt fram til kynningar sl. vor. Þær tillögur sem felast í frumvarpinu miða að því að skapa forsendur fyrir samkeppni í vinnslu og sölu raforku, en slíkri samkeppni verður á hinn bóginn ekki við komið í flutningi og dreifingu. í frum- varpinu eru reglur sem eiga að stuðla að því að þau fyrirtæki sem starfa að flutningi og dreifingu hafi sömu hvata til hagkvæmni í rekstri og ef um sam- keppnisstarfsemi væri að ræða. Frá og með 1. júlí 2002 munu öll fyrirtæki geta fengið leyfi til að reisa og reka raforkuver á grund- velli hlutlægra og gegnsærra skilyrða. Sala raforku verður gefin frjáls í áföngum en gert er ráð fyrir opnun markaðarins að fullu 1. janúar 2005. Til að tryggja gegnsæi í rekstri og jafnræði raf- orkufyrirtækja verða öll fyrirtækin að vera rekin á einkaréttarlegum grundvelli. í frumvarpinu kemur fram að öll raforkufyrirtæki verði að vera sjálf- stæðir lög- og skattaðilar. Fyrirtæki sem nú eru rekin af sveitarfélögum verða því að breyta rekstr- arformi sínu. Mörg raforkufyrirtæki hafa bland- aðan rekstur og annast m.a. vatnsveitustarfsemi en vatnsveitur skulu samkvæmt gildandi lögum reknar af sveitarfélögum. í félagsmálaráðuneytinu er nú verið að athuga hvort heimila eigi sveitarfélögum að reka vatnsveitur í formi sjálfstæðra lögaðila svo ekki þurfi að skipta upp veitufyrirtækjum sem nú stunda bæði raforku- og vatnsveitustarfsemi. Jafnræði aðila á markaði verður því aðeins tryggt að samkeppnisstarfsemi verði ekki niðurgreidd af sérleyfisstarfsemi. Til að tryggja þetta er lögð sú skylda á raforkufyrirtæki að þau haldi reikningum vegna sérleyfisstarfsemi aðskildum í bókhaldi sínu frá samkeppnisstarfsemi og ef ástæða þykir til er Samkeppnisstofnun heimilt að mæla fyrir um fyrir- tækjaaðskilnað milli samkeppnis- og sérleyfisþátta. í sérleyfisstarfseminni, dreifingu og flutningi, er lögð áhersla á hagkvæmni og gegnsæi í rekstri fyr- irtækjanna. Þau fyrirtæki sem nú hafa sérleyfi til dreifingar munu halda rétti sínum. Flutningur raf- orku er skilgreindur í frumvarpinu svo að hann nái allt niður á 30 kV spennu. Einu fyrirtæki verður falið að annast rekstur flutningskerfisins og kerfis- stjórnun. Flutningsfyrirtækinu verður óheimilt að taka þátt í annarri starfsemi en þeirri sem teng- ist flutningsstarfseminni. I frumvarpinu er gert ráð fyrir að settar verði reglur um gjaldskrá fyrir flutn- ing raforku. Byggðalínuhringurinn tryggir að unnt er að flytja raforku frá öllum virkjunum til allra notenda. Hann tryggir því forsendur samkeppni og öryggi raforku- afhendingar fyrir alla landsmenn. Það er því eðli- legt að allir landsmenn taki jafnan þátt í kostnaði við uppbyggingu og rekstur hans, og gerir frum- varpið ráð fyrir því að svo verði áfram. Flutnings- kostnaður í meginfiutningskerfinu, þ.e. 220 kV- og 132 kV-kerfinu verður því að mestu jafnaður út milli notenda. í samræmi við tillögur landsnets- nefndarinnar á hins vegar að byggja á raunveru- legum stofn- og rekstrarkostnaði í þeim hluta flutn- ingskerfisins sem almennt er nefnt aðveitukerfi. Til að tryggja hagkvæmni kerfisins og ekki síst til að vernda neytendur er frelsi fiutningsfyrirtækisins til að ákveða gjaldskrá settar skorður. Gjaldskráin verður að byggja á tekjuramma sem Orkustofnun ákveður. Gerðar verða kröfur um arðsemi í rekstri fyrirtækisins og getur Orkustofnun sem eftirlitsað- ili krafist þess að fyrirtækið hagræði í rekstrinum. Dreifikerfið tekur við þar sem flutningskerfinu sleppir. Dreifiveitur fá einkaleyfi til dreifingar á tilgreindum svæðum. Eins og áður segir munu dreifiveitur sem nú hafa sérleyfi til að dreifa raf-
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100

x

Sveitarstjórnarmál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sveitarstjórnarmál
https://timarit.is/publication/1063

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.