Sveitarstjórnarmál


Sveitarstjórnarmál - 01.10.2001, Blaðsíða 68

Sveitarstjórnarmál - 01.10.2001, Blaðsíða 68
Stjórnsýsla Guðmundur Benediktsson hrl, bœjarlögmaður i Hafnarfirði: Hvernig ber sveitarstjórnum að standa að úthlutun lóða? I. Inngangur Félagsmálaráðuneytið hefur í úrskurðum sínum frá 17. apríl, 15. maí og 9. október sl. gert athuga- semdir við það hvernig staðið var að ákvarðana- töku við úthlutanir á lóðum í viðkomandi bæjar- félögum og taldi ráðuneytið ekki um góða stjórnsýsluhætti að ræða í þeim tilvikum. Þessir úrskurðir gefa tilefni til þess að sveitar- stjórnir íhugi þessi mál og hugi að því hvernig stjórnsýslulögunum verði sem best fylgt þegar þau standa frammi fyrir þeirri vandasömu ákvörðun að úthluta lóðum í sínum sveitarfélögum þegar svo háttar að lóðafjöldinn sem til úthlutunar er annar ekki eftirspurninni. Að mínu mati eru nú gerðar meiri kröfur en áður til vandaðra vinnubragða í stjórnsýslunni, ekki síst með hinum nýju stjórnsýslulögum sem öðluðust gildi 1. janúar 1994 eins og kunnugt er. Það er að mínu viti mjög vandasamt verk fyrir sveitarstjórn- armenn að úthluta lóðum til umsækjenda þegar framboð lóða er minna en eftirspurn nemur og er Greinarhöfundur, Guðmundur Benediktsson, lauk stúdentsprófi frá Menntaskólanum við Tjörn- ina í Reykjavik 1975 og embœttisprófi í lögfrœðifrá Háskóla íslands 1982, varð héraðsdómslögmaður 1987 og hœstaréttarlögmaður 1997. Hann var dómara- fulltrúi hjá Sakadómi i ávana- og fikniefnamálum 1982 til 1987 og hefur verið bœjarlógmaður Hafn- arfjarðarkaupstaðarfrá 1987. Guðmundur hefur afhálfu sambandsins átt sœti i úrskurðarnefnd um áfengismál og í úrskurðarnefnd sem starfar sam- kvœmt lögum um heilbrigðiseftirlit og hollustu- hœtti, verið varamaður í hollustuháttaráði og á nú sœti íyfirkjörstjórn Suðvesturkjördœmis. Hann hefur um árabil ski'ifað í Sveitarstjórnarmál um dóma og úrskurði í dálkinum dómsmál. því vissulega þörf á því að þeir sem ákvörðunar- valdið hafa gaumgæfi þessi mál svo að lögum verði fylgt í þessu efni og réttlætis gætt. II. Hvaða reglum ber sveitarstjórnum að fylgja við lóðaúthlutanir? Þess er fyrst að geta að ekki eru til ákvæði í lögum sem kveða á um það með beinum hætti eftir hvaða reglum sveitarstjórnir eigi að fara við úthlut- anir á lóðum. Starfsreglur sveitarstjórna eru líkleg- ast nokkuð mismunandi og almennt mjög rúmar í þessu efni. Þegar sveitarstjórn tekur ákvörðun um að úthluta lóð til einhvers aðila er um svonefnda stjórnvaldsákvörðun að ræða og gilda þvi megin- reglur stjórnsýslulaganna auk sveitarstjórnarlag- anna um lóðaúthlutanir. a. Jafnræðisreglan Sú meginregla sem vafalaust er mjög þýðingar- mikið fyrir sveitarstjórnir að fylgja við úthlutun lóða er jafnræðisreglan, sem er auk þess að vera stjórn- arskrárvarin lögfest í 11. gr. stjórnsýslulaganna nr. 37/1993. Þar segir að við úrlausn mála skulu stjórnvöld gæta samræmis og jafnræðis í lagalegu tilliti. Einnig að óheimilt sé að mismuna aðilum við úrlausn mála á grundvelli sjónarmiða, byggðra á kynferði þeirra, kynþætti, litarhætti, þjóðerni, trúarbrögðum, stjórnmálaskoðunum, þjóðfélags- stöðu, ætterni eða öðrum sambærilegum ástæðum. Jafnræðisreglan er grundvallarregla í öllum vest- rænum samfélögum og yfirleitt samofin hug- myndum manna um réttlæti. Jafnræðisreglan getur verið erfið í framkvæmd þó að hún sé auðskiljanleg í sinni einföldustu mynd. Við val á umsækjendum verður að styðjast við málefnaleg sjónarmið og eru talin upp í 11. gr. laganna þau sjónarmið sem teljast almennt ómál- efnaleg. Hér er auðvitað ekki um tæmandi upptaln- ingu að ræða. Við mat á því hvað eru ómálefnaleg sjónarmið koma upp mörg vafatilvik í framkvæmd. Er t.d.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100

x

Sveitarstjórnarmál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sveitarstjórnarmál
https://timarit.is/publication/1063

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.