Sveitarstjórnarmál


Sveitarstjórnarmál - 01.10.2001, Blaðsíða 82

Sveitarstjórnarmál - 01.10.2001, Blaðsíða 82
400 Kosningar Ég tel að umræðan undanfarið hafi lent á refil- stigum. í upphafi bar að skilja að rafræna kjörskrá annars vegar og rafræna kosningu hins vegar. Á þessu er auðvitað meginmunur. Rafræn kjörskrá er að mínu mati nærtækt næsta skref í sjálfsagðri þróun sem ekki útheimtir flóknar breytingar á lögum. Rafræn kosning er hins vegar lagalega séð flókið fyrirbrigði og útheimtir grundvallarendur- skoðun kosningalaga, sem nánast var útilokað að næðist í þessari lotu. Ég tel líklegt að sú framsetn- ing ráðgjafa sem fengnir voru til leiks af dóms- málaráðuneyti, að ekki var fullkomlega greint á milli þessara skrefa, hafi átt sinn þátt í að ekkert verði úr lagabreytingum nú. I öðru lagi er ljóst að rafræn kjörskrá ein sér getur truflað þá vinnu fulltrúa stjórnmálaflokka í kjördeildum sem felst í að merkja við hvern kjós- anda sem neytir atkvæðisréttar, sem síðan er sent miðlægt. Illa trúi ég að þetta hafi stöðvað eðlilega framþróun. Ekki sé ég heldur að lög um persónuvernd nr. 77/2000 hafi staðið hér í vegi. Að sjálfsögðu þarf þá að setja í lög skýr skilyrði um meðferð kjör- skrár. Standi lög um persónuvernd á hinn bóginn í vegi fyrir jafn eðlilegri framþróun og rafrænni kjörskrá, sem ég fæ ekki séð, þarf einfaldlega að endurskoða viðkomandi ákvæði þeirra samhliða endurskoðun laga um kosningar til sveitarstjóma. í flugvallarkosningunni í Reykjavík var gerð til- raun sem var einstæð í heiminum. Ekki hafði áður, svo vitað væri, verið kosið alfarið rafrænt í al- mennri kosningu. Lokaorð Reykjavíkurborg lagði fram mikla fjármuni í þágu þróunar á þessu sviði. Mikilvægt er að sú þróun verði ekki stöðvuð. Ég sá fyrir mér sem næsta skref að heimilt yrði að taka upp rafræna kjörskrá við sveitarstjórnarkosningar í vor, að ströngum skilyrðum og öryggiskröfum fullnægðum. Það er í samræmi við stefnu stjórnvalda um rafræna stjórn- sýslu. Slíkt yrði til hagsbóta fyrir kjósendur og ég hika ekki við að fullyrða að rafræn kjörskrá auki öryggi við framkvæmd og dragi úr villuhættu. Eins og nú horfir bendir allt til að af þessu verði ekki í komandi sveitarstjónarkosningum, sem er mjög miður. Að stofni til er hér um að rœða erindi semflutt var á ráð- stefnu, sem haldin var á Hótel Loftleiðum á vegum EJS og Sk\>rr hf, í lok nóvember 2001. Sameining sveitarfélaga Vindhælishreppur og Skagahreppur sameinaðir Félagsmálaráðuneytið hefur birt auglýsingu um sameiningu Vindhælishrepps og Skagahrepps í Austur-Húnavatnssýslu. Er það gert að tillögu nefndar sem skipuð var 26. júní sl. með aðild full- trúa beggja hreppanna, Samtaka sveitarfélaga á Norðurlandi vestra og ráðuneytisins, eins og frá var skýrt í síðasta tölublaði. Var nefndin skipuð með hliðsjón af því að íbúafjöldi Vindhælishrepps hafði verið undir 50 í þrjú ár samfellt, sbr. 6. og 89. gr. sveitarstjórnarlaga nr. 45/1998. Fyrir atbeina nefndarinnar gerði Rannsóknar- stofnun Háskólans á Akureyri skoðanakönnun meðal íbúanna þar sem fram kom eindreginn vilji íbúa beggja hreppanna til sameiningar þeirra. Hreppsnefndirnar létu síðan í té umsögn þar sem mælt var með sameiningunni. Sameiningin öðlast gildi að afloknum sveitar- stjórnarkosningunum 25. maí 2002 en þá verður nýja hreppnum kosin fimm manna hreppsnefnd. Jafnframt fer þá fram atkvæðagreiðsla um nafn hins nýja sveitarfélags.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100

x

Sveitarstjórnarmál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sveitarstjórnarmál
https://timarit.is/publication/1063

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.