Sveitarstjórnarmál

Volume

Sveitarstjórnarmál - 01.10.2001, Page 48

Sveitarstjórnarmál - 01.10.2001, Page 48
366 Orkumál Trölladyngjusvæðinu, en þær boranir sem þar hafa verið framkvæmdar eru á vegum Jarðlindar hf., en það fyrir- tæki er að stærstum hluta í eigu Hitaveitu Suðurnesja hf., en einnig í eigu sveitar- félaganna Garðabæjar, Kópa- vogs og Bessastaðahrepps. Nú sem stendur standa Orkuverið í Svartsengi með Bláa lónið í bakgrunni. í fjarska sést Stapafell og lengra til norðurs út á Faxaflóa. yfir mælingar á holunni en þetta svæði er talið mjög öfl- ugt og í framtíðinni er reiknað með a.m.k. 60 MW virkjun. Síðan hefur verið sótt um rannsóknarleyfi í BrennisteinsQöllum, þannig að það bíða HS hf. mörg spennandi verkefni, sem um leið gefa vonir um að HS hf. verði samkeppnisfært í nýju umhverfi. Það er Ijóst að það er mikil orka á þeim land- svæðum sem HS hf. hefur aðgengi að og vonandi verður í framtíðinni virkjað til hagsbóta fyrir íbúa þessa lands. Önnur áform HS hf. Hinn 29. ágúst sl. var undirrituð í Eldborg vilja- yfirlýsing að vinna að sameiningu fyrirtækjanna Bæjarveitu Vestmannaeyja og Selfossveitna við Hitaveitu Suðurnesja hf. Selfossveitur hafa dregið sig út úr viðræðunum en viðræður við Bæjarveitu Vestmannaeyja lofa góðu um sameiningu þessara íyrirtækja. Markmiðið er að öflugt sameinað fyrir- tæki verði leiðandi á sínu sviði í nýsköpun á orku- sviði í þjónustu við neytendur og í hagkvæmni í rekstri bæði viðskiptavinum og eigendum til heilla. Þetta er meðal markmiða sem skilgreind eru í viljayfirlýsingunni. Fyrirhugað er að næsta skref sé að virkja á Reykja- nesi 60-100 MW til raforku- framleiðslu, en þessar fyrir- huguðu framkvæmdir eru i umhverfismati. Þá þarf einnig að leggja flutnings- línu annaðhvort til Njarð- víkur eða Svartsengis. Hitaveita Suðurnesja var í upphafi stofnuð sem hita- veita í þrengsta skilningi þess orðs. Fyrirtækið hefur í tímans rás breyst og þróast í alhliða orkufýrirtæki sem jafnframt orkuvinnslunni vinnur að því að auka orku- notkun á svæðinu og efla um leið atvinnulífið. Borholan á Trölladyngjusvæðinu sem hleypt var upp 17. október sl. Fjallið Keilir í bakgrunni. Myndirnar með greininni tók Oddgeir Karlsson.

x

Sveitarstjórnarmál

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Sveitarstjórnarmál
https://timarit.is/publication/1063

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.