Sveitarstjórnarmál


Sveitarstjórnarmál - 01.10.2001, Blaðsíða 12

Sveitarstjórnarmál - 01.10.2001, Blaðsíða 12
330 Sameining sveitarfélaga Goðafoss í miðju hins væntanlega nýja sveitarfélags er mikið aðdráttarafl og ferðaþjónusta er vaxandi atvinnugrein. íbúar nýs sveitarfélags verða rétt um 740. Það er landfræði- lega mjög stórt, nær frá Vatna- jökli allt norður að sjó og er Iðnaður er talsverður í hreppunum, m.a. er bakarí á Granastöðum í Út-Kinn. Á myndinni eru Svanhildur og Arngrímur Páll sem eiga það og reka. Flatey á Skjálfanda meðtalin. En það er ekki eina eyjan innan hreppamarka nýs sveitarfélags því Þingey, hinn forni þingstað- ur, og fleiri eyjar í Skjálfanda- fijóti eru innan hreppamarka. Þá eru stór svæði skógi vaxin, Vaglaskógur, Fellsselsskógur og Fellsskógur, og er þó ekki nærri upptalið. Skógrækt hefur verið mikilvægur þáttur í atvinnulífi og mörgum áhugamál. Þéttbýlis- kjarni er á Laugum og við Stóru- tjarnaskóla. Skólarnir þar eru stórir vinnustaðir eins og skólinn í Bárðardal. Auk þess að vera menntastofnanir gegna þeir stóru hlutverki í samfélaginu sem miðstöðvar félags- og íþróttalifs. Skólasetrið á Laugum hefur haft mikla þýðingu fyrir héraðið allt frá stofnun skóla þar árið 1925. Iðnaður er þó nokkur, s.s. Laugafiskur, sem þurrkar þorsk- hausa til útflutnings, vélaverk- stæði, bakarí og fleira mætti telja. Ferðaþjónusta er veigamik- ill þáttur í samfélaginu, sérstak- lega yfir sumartimann. Goðafoss er afar vinsæll viðkomustaður ferðamanna, en það má segja að hann sé í miðju hins nýja sveitarfélags. Vaglaskógur er þéttsetinn þéttbýlisbúum allt sumarið. Vinsældir gönguferða um óbyggðir svæðisins aukast sífellt. Annars er svæðið að stærstum hluta landbúnaðarsvæði, þar sem hinar hefðbundnu búgreinar eru stundaðar, þótt margir vinni einnig utan heimilis. Það má segja að þessi sveitar- félög sem hér sameinast séu nokkuð lík hvað varðar búsetu og mannlíf. Hagsmunir þeirra fara saman. Vafalítið hefur það haft sitt að segja um hve margir voru fylgjandi sameiningunni. Eftir kosningar í vor hefst svo eiginleg mótun nýs sveitarfélags sem vonandi á sér góða framtíð.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100

x

Sveitarstjórnarmál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sveitarstjórnarmál
https://timarit.is/publication/1063

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.