Sveitarstjórnarmál


Sveitarstjórnarmál - 01.10.2001, Page 12

Sveitarstjórnarmál - 01.10.2001, Page 12
Sameining sveitarfélaga Goðafoss í miðju hins væntanlega nýja sveitarfélags er mikið aðdráttarafl og ferðaþjónusta er vaxandi atvinnugrein. Ibúar nýs sveitarfélags verða rétt um 740. Það er landfræði- lega mjög stórt, nær frá Vatna- jökli allt norður að sjó og er Iðnaður er talsverður í hreppunum, m.a. er bakarí á Granastöðum í Út-Kinn. Á myndinni eru Svanhildur og Arngrímur Páll sem eiga það og reka. Flatey á Skjálfanda meðtalin. En það er ekki eina eyjan innan hreppamarka nýs sveitarfélags því Þingey, hinn forni þingstað- ur, og fleiri eyjar í Skjálfanda- fljóti eru innan hreppamarka. Þá eru stór svæði skógi vaxin, Vaglaskógur, Fellsselsskógur og Fellsskógur, og er þó ekki nærri upptalið. Skógrækt hefur verið mikilvægur þáttur í atvinnulífi og mörgum áhugamál. Þéttbýlis- kjarni er á Laugum og við Stóru- tjarnaskóla. Skólarnir þar eru stórir vinnustaðir eins og skólinn í Bárðardal. Auk þess að vera menntastofnanir gegna þeir stóru hlutverki í samfélaginu sem miðstöðvar félags- og iþróttalífs. Skólasetrið á Laugum hefur haft mikla þýðingu fyrir héraðið allt frá stofnun skóla þar árið 1925. Iðnaður er þó nokkur, s.s. Laugafiskur, sem þurrkar þorsk- hausa til útflutnings, vélaverk- stæði, bakarí og fleira mætti telja. Ferðaþjónusta er veigamik- ill þáttur í samfélaginu, sérstak- lega yfir sumartimann. Goðafoss er afar vinsæll viðkomustaður ferðamanna, en það má segja að hann sé í miðju hins nýja sveitarfélags. Vaglaskógur er þéttsetinn þéttbýlisbúum allt sumarið. Vinsældir gönguferða um óbyggðir svæðisins aukast sífellt. Annars er svæðið að stærstum hluta landbúnaðarsvæði, þar sem hinar hefðbundnu búgreinar eru stundaðar, þótt margir vinni einnig utan heimilis. Það má segja að þessi sveitar- félög sem hér sameinast séu nokkuð lík hvað varðar búsetu og mannlíf. Flagsmunir þeirra fara saman. Vafalítið hefur það haft sitt að segja urn hve margir voru fylgjandi sameiningunni. Eftir kosningar í vor hefst svo eiginleg mótun nýs sveitarfélags sem vonandi á sér góða framtíð.

x

Sveitarstjórnarmál

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Sveitarstjórnarmál
https://timarit.is/publication/1063

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.