Helgafell - 01.04.1944, Blaðsíða 54
36
HELGAFELL
sonar Eyvindar austmanns af Svíaríki. Gautsstaðagróf er þar í byggð, sem
Björn austræni staðfestist, en Gautsdal og Gautsgil má kalla átthaganöfn
Gauts, vinar Ingimundar gamla. Tengslin milli landnámsmannanna þriggja
og Gautanna geta naumast talizt neitt dularfull, þegar vel er að gáð.
Nú minnumst við þess, að áður hefur verið rætt um þrjár frásagnir af
smálíkönum. Þær voru tengdar við Einar skálaglam, niðja Bjarnar aust-
ræna í karllegg, og Vatnsdælina, Hallfreð vandræðaskáld og Ingimund
gamla, hinn ástfólgna vin Gauts í Gautsdal. Það væri engin þörf á því að
rifja þetta upp, ef smálíkönin tvö frá fornöld, sem hér hafa fundizt, hefðu
ekki komið í leitirnar skammt frá Gautsstöðum og Gautlöndum. Jafnframt
verður að hafa hugfast, að Gautsörnefnin eru aðeins sjö, sagnirnar um líkönin
þrjár og líkanafundirnir tveir. Má segja, að einkennaflokkar þessir falli á
undraverðan hátt saman. Ef til vill munu einhverjir telja, að hér sé um til-
viljun að ræða. En gæti þeir þess þá, að einn af sex austrænu döggskónum
fannst í heimalandi Þóris snepils, félaga Hjálmun-Gauts, og önnur aust-
ræna nælan er komin frá Gautlöndum.
Svo sem við mátti búast, hafa nöfnin Gautur og Gauti átt mjög samleið.
Frændi Gauts Sleitusonar, Þórarinn ofsi, er talinn dóttursonur Gauta nokk-
urs Ármóðssonar. 1 Bólstaðarhlíðarhreppi, skammt frá Gautsdal og Gauts-
gili, finnst örnefnið Gautavirki. Gautastaðir heitir bær í Hörðadal. Þar á slóð-
um byggði að öndverðu fólk úr fylgdarliði Auðar djúpúðgu, systur Bjarnar
austræna. Ur Steingrímsfirði eru auk Gautshamars kunn örnefnin Gauta-
dalur og Gautastaðir. Ennfremur eru til Gautastaðir í Jökulfjörðum. Eru
þá upp talin hin vestfirsku Gauta-örnefni, og verður fróðlegt að athuga, með
þau í huga, landnámsfrásögnina um Geirmund heljarskinn, tengdason Gauts
Gautrekssonar:
„Geirmundur fór vestur á Strandir og nam land frá Rytagnúp vestan til
Horns, en þaðan austur til Straumness. Þar gerði hann fjögur bú“ — ,,Sumir
segja, að hann hafi og bú átt í Selárdalá Geirmundarstöðum í Steingrímsfirði“.
— „Örlygur, son Böðvars Vígsterkssonar, var hinn fyrsta vetur með Geir-
mundi heljarskinni. En um vorið gaf Geirmundur honum bústað í Aðalvík
og lönd þau, sem þar lágu til“. — „Örlygur eignaðist Sléttu og Jökulfjörðu“.
Öll hin vestfirsku Gauta-örnefni eru þar í bygðum, sem vænta má, að skjól-
stæðingar Geirmundar hafi valið ?ér búsetu. Hann er einn um það meðal
vestfirzkra landnámsmanna að vera í sagnatengslum við menn, sem báru
nöfnin Gautur eða Gauti.
Af Gauta-örnefnum eru ótalin Gautavík í Berufirði eystra og Gautastaðir
í Knappsstaðasókn. 1 þessari litlu sókn er einnig bærinn Þorgautsstaðir.
Þarna nam land Þórður knappur. Hann er í Hauksbók kallaður ,,maður
sænskur". Þórgautsstaðir heitir og bær í Hvítársíðu, en tveir Ásgautsstaðir