Helgafell - 01.04.1944, Blaðsíða 55
UPPRUNI ISL. SKÁLDMENNTAR
37
finnast á SuÖurlandi. Fimm Þorgautar og tveir Ásgautar koma við sögu
Islands á landsnáms- og söguöld. Þorgautur er maÖur nefndur í Reykdæla
sögu. Hann kemur fram á sjónarsviðið í byggðarlagi Þóris snepils og Hjálm-
un-Gauts, en endar lífdaga sína í grennd við Gaut á Gautlöndum. Um ann-
an Þorgaut er getið í Grettis sögu. Sá er útlendur talinn. Sögnin um hann
er bundin við ættbyggð Ingimundar gamla, Vatnsdalinn. Þriðji Þorgauturinn
er frá Mýrum í Dýrafirði. Átti hann ætt að telja til Eyvindar austmanns.
Hinn fjórði var skipverji Hrosskels landnámsmanns, ættföður Gilsbekkinga.
Er Hrosskell talinn niðji hirðskálda Bjarnar Svíakonungs, þeirra Erps lútanda
og Braga hins gamla. Eftir Þorgauti skipverja Hrosskels er nefndur bærinn
Þorgautsstaðir í Hvítársíðu. Þar á fimmti Þorgauturinn að hafa búið um
aldamótin 1000. Ásgautur hét þræll í Laxárdal, á Goddastöðum. Hann
llúði af landi brott og staðfestist í Danmörku. Hinn Ásgauturinn var tengda-
sonur Þorkels bjálfa landnámsmanns, fóstbróður Ráðorms í Vetleifsholti.
Þeir námu báðir lönd í Holtum, svo og Áskell hnokan, föðurfaðir Ásgauts
þessa. Allir komu landnámsmenn þessir vestan um haf.
Dæmin eru deginum Ijósari um það, að menningarleg tengsl eru á milli
austrænna forngripa og Gautnafna hérlendis. Skjótast má glöggva sig á
fyrirbærinu með þeim hætti að athuga, hvernig gripirnir og nöfnin falla á
hina fornu landsfjórðunga. Ornefni, sem hafa nafnaliðina Gaut- og -gaut, eru
alls 17 að tölu, en forngripirnir 12. Þannig verður skipting þeirra milli
landsfjórðunganna:
Vestfirðingafjórðungur ............. 7 örnefni 5 gripir
Norðlendingafjórðungur ................ 7 — 5 —
Austfirðingafjórðungur ................ I — 1 —
Sunnlendingafjórðungur ................ 2 — 1 —
Elias Wessén hefur rækilegast rannsakað uppruna hinna norrænu Gaut-
nafna. Hann telur, að þau séu upprunnin í Svíþjóð og muni vart hafa náð telj-
andi útbreiðslu fyrr en á víkingaöld eða jafnvel síðar. Þegar þessa er gætt, þarf
engan að undra, þótt austnorrænu forngripirnir og Gautnöfnin ættu samleið
til Islands í kjölfar þeirra ættkvísla, er helzt hafa varðveitt sagnaleifar um
hinn austnorræna uppruna sinn. Bezt hefur Eyfirðingakyn geymt minningarn-
ar um hið austræna ætterni, enda virðist ættgrein sú fyrst til Noregs komin
um miðbik 9. aldar. Með berum orðum segir, að Eyvindur austmaður hafi
komið frá Svíaríki og beri þessvegna viðurnefni sitt. Geiri austmaður, Vé-
steinn austmaður og Björn austræni eiga vafalaust auknefni sín með jafngóð-
um rétti. Björn austræni er sonarsonur Bjarnar bunu, tengdasonar Víkings,
sem kenndur er við Skán og kallaður Skáneyjarskelfir, en Eyvindur aust-