Helgafell - 01.04.1944, Blaðsíða 126

Helgafell - 01.04.1944, Blaðsíða 126
108 HELGAFELL isma, í Frakklandi og Kjá flæmskum málurum af rækt við formið, en í Hol- landi er hún lokamarkmið allra lista. HOLLENZk LIST Á 17. ÖLD Seytjánda öldin var blómaskeið hol- lenzkrar myndlistar samtímis því, að hún var fyrsta öldin, er Holland átti fullveldi að fagna. Á þessu tímabili spratt þar upp stétt efnaðra kaup- manna, manna, sem voru mótmælend- ur, og skeyttu þess vegna lítt um íburð- armikla kirkjulist, manna, sem litla þekkingu eða áhuga höfðu á fornlist- um. Þessi nýi hópur listkaupenda og listverndara vildi sjá sjálfan sig, eigur sínar og ástkært föðurland sitt á mynd- um, þannig að allt þetta væri vel þekkj- anlegt. Og vegna þessarar kröfu gat hollenzk myndlist á seytjándu öld ekki orðið annað en náttúrueftirlíking og listamennirnir, yfirleitt, hreinræktaðir raunsæismenn. Ágætt dæmi hollenzkrar listar má sjá á myndinni Ökrum eftir Jal^ob Ruisdael. Hér er fyrirmyndin ekki úr trúarheiminum, eins og hjá E1 Greco, og hér er ekki um þaulhugsaða lita- samsetningu að ræða, eins og hjá Rubens. Hér er það sviðið sjálft, sem heillar augað, unaðsleg og friðsæl hol- lenzk byggð eftir storm og steypiregn. Það er eins og sé að greiðast úr skýja- flókanum, sólin að gægjast fram, og loítið sé tært eftir regnið. Hér er mað- ur, sem hefur skoðað náttúruna, og málað það, sem hann sá, eins trútt og nákvæmlega og honum var unnt. Segja má um Ruisdael, að myndir hans svari til þess, sem hollenzku lista- mennirnir gerðu að jafnaði, en það eru málararnir, sem sköruðu framúr, er okkur koma fyrst í hug, þegar minnzt er á hollenzka list. Rembrandt er raunsæismaður að því leyti, að hann líkir nákvæmlega eftir yfirborði hlutanna, en þessi umgerð eða skel er þó ekki áhugaefni hans. Hann þrautskoðaði umhverfi sitt alla ævi, og mennina þó öllu öðru fremur, ekki í þeim tilgangi að kynna sér útlit þeirra, heldur til þess að hann fengi uppgötvað andann, sem inni fyrir býr, neistann, sem skilur þá frá dýrunum. Og þetta var hann sífellt að reyna að mála, — huga mannsins, sál- ina, ljósið hið innra. Fyrstu myndir sínar málaði Rem- brandt með fágaðri, nákvæmri tækni og miklu litskrúði, en hugur hans sner- ist brátt að eftirlíkingu ljóss á flötum og í rúminu sjálfu, og hann hvarf æ meir frá notkun sterkra lita að samleik ljóss og skugga. ,,Slafneski aðalsmað- urinn", sem hann málaði 1637, sýnir hversu létt honum er um að mála á fyrsta þroskaskeiði sínu og hver háttur hans var þegar snemma á árum: að einbeina ljósinu í myndinni að ákveðn- um flötum, t. d. andlitinu, svo að á- hrifin verði svipuð og af kastljósi. Sjálfsmynd hans, sem hér er sýnd, var máluð 1655, þegar listamaðurinn var 52 ára, og hún er máske ekki aðeins merkasta sjálfsmynd hans, heldur einhver bezta mannsmynd, sem gerð hefur verið. Ljósinu er ekki beint að neinum ákveðnum stað, það fyllir myndina alla, svo að þess verður jafnvel vart í dökkustu skuggum. Þarna má sjá, hve snilldarlega mál- arinn hefur notað sér pensildrættina og meira að segja litarefnið sjálft til þess að lokka fram þennan leik ljóss- ins. Yfir brjóstið er liturinn dreginn í löngum og þungum pensildráttum, svo að ljós og skuggi skiptist á. Kraginn er málaður í örsmáum litardeplum svo að ljósið brotnar þar og virðist titra og glóa. En þrátt fyrir þá yfirburði í tækni, sem lýsa sér í þessu málverki, er það andlitið sjálft, sem dregur að sér at- hyglina. Þegar myndin var máluð, átti Rembrandt í miklum örðugleikum.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144
Blaðsíða 145
Blaðsíða 146
Blaðsíða 147
Blaðsíða 148
Blaðsíða 149
Blaðsíða 150
Blaðsíða 151
Blaðsíða 152
Blaðsíða 153
Blaðsíða 154
Blaðsíða 155
Blaðsíða 156
Blaðsíða 157
Blaðsíða 158
Blaðsíða 159
Blaðsíða 160
Blaðsíða 161
Blaðsíða 162
Blaðsíða 163
Blaðsíða 164
Blaðsíða 165
Blaðsíða 166
Blaðsíða 167
Blaðsíða 168
Blaðsíða 169
Blaðsíða 170
Blaðsíða 171
Blaðsíða 172
Blaðsíða 173
Blaðsíða 174
Blaðsíða 175
Blaðsíða 176
Blaðsíða 177
Blaðsíða 178
Blaðsíða 179
Blaðsíða 180
Blaðsíða 181
Blaðsíða 182
Blaðsíða 183
Blaðsíða 184
Blaðsíða 185
Blaðsíða 186
Blaðsíða 187
Blaðsíða 188
Blaðsíða 189
Blaðsíða 190
Blaðsíða 191
Blaðsíða 192

x

Helgafell

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Helgafell
https://timarit.is/publication/1076

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.