Helgafell - 01.04.1944, Blaðsíða 113

Helgafell - 01.04.1944, Blaðsíða 113
1 DAG OG Á MORGUN 95 til þess að neita að framkvæma boð Hitlers um eyðingu rússneskra borga. I sama streng hafa aðrir herforingjar úr Sambandinu tekið. „Allir vita, að stríð Hitlers er tapað. Því er slík eyðing óverjandi mcð öllu og eykur aðeins hatur rússnesku þjóðarinnar. Það kemur ekki í hlut Hitlers að reisa hinar hrundu borgir úr rústum. hcldur allrar þýzku þjóðarinnar. . . Við segjum ykkur það sem þýzkir föðurlands- vinir, að þessir glæpir munu verða þjóðinni dýr- ir. Hver, sem ekki vill eiga hlutdeild í þeim, en kýs að frelsa þjóð okkar frá vanvirðu, verður að neita að framkvæma þvílíkar skipanir . .. Sá, sem hindrar ekki slíkt athæfi, er óvinur þýzku þjóðarinnar“. Af ræðumönnum, sem tala í útvarp frá Moskvu til Þýzkalands, ber mest á von Ein- sjedel greifa og Wilhelm Pieck, hinum gamla kommúnistaforingja og verklýðsleiðtoga, vini og samherja Karls Licbknechts og Rósu Lux- emburg. Pieck varð formaður Kommúnista- flokksins þýzka, þegar Ernst Thálmann var hnepptur í fangelsi 1933. Marta Arendsee, frá Berlín, er eina konan í Þjóðnefndinni og á- varpar oft þýzkar konur í útvarpinu. Þessi útvarpsávörp eru oft með mjög persónulegum blæ, stíluð t.il einstakra manna eða stétta, svo að líklegt er, að þeim sé veitt mikil athygli í Þýzkalandi. I sambandi við kjör í nefndina og verka- skiptingu hennar vekur það einna mesta at- hygli, að í henni eiga sætj fjögur heimsfræg skáld. Formaður er ljóðskáldið Erich Weinert, en auk hans er í nefndinni leikritaskáldið Friedrich Wolf, sagnaskáldið Willi Bredel, og loks ljóðskáldið fohannes Becher, sem ýmsir telja mestan þeirra skálda, er nú rita á þýzka tungu. Þetta mun vera í fyrsta skipti á síðari tímum, sem þýzkir herforingjar og stjórnmála- menn velja sér skáld fyrir leiðtoga og tals- menn. Vonandi táknar þetta gleðilega breyt- ingu á þýzkum viðhorfum til manngildis og menningarverðmæta. Að minnsta kosti er mik- ill munur á þessu og vjðhorfi Hindenburgs gamla, sem stærði sig af því að hafa aldrei lesið neina þýzka bók, ncma eitthvað smá- vegis viðvíkjandi hernaði. Herforingjar og óbreyttir liðsmenn innan samtakanna hafa lagt niður einkennisbúning sinn og afsalað sér öllum heiðursmerkjum, í mótmælaskyni við grimmd og lögleysur yfír- valda og leynilögreglu nazista gagnvart borg- urum í hernumdum Iöndum. Telja þeir, að sæmd hcrsins og þýzku þjóðarinnar sé stórlega misboðið með þvílíku athæfi. Stuðzt við grcin í Free World. VÍSINDI OG FRAMFARIR FRAMFARIR í LÆKNISVÍSINDUM 1943 Segja má, að stríðið hafi bæði orðið til þess að tefja vísindaleg rannsóknarstörf og örva þau. Það tálmar rannsóknarstörfum á sviðum undirstöðuvísinda, en örvar framfarir í vopna- gerð og iðnaði. I undirstöðuvísindum urðu framfarir mest- ar í lækmsfræði síðastl. ár, eins og að líkum lætur, vegna þess, hve mikilvæg sú fræðigrein er á stríðstímum. Nýja lyfið penicilltn vakti mesta athygli allra nýjunga á sviði læknisfræðinnar. Þetta undralyf hefur reynzt ágætlcga við sýfilis, osteomyelitis (smitandi mergsjúkdómi), heila- himnubólgu, bólgu í augum og öðrum líf- færum o. s. frv. Nokkrir rannsóknarmenn í St. Louis í Bandaríkjunum hafa nú einangrað sérstaka tegund þessa efnis, sem þeir kalla fenicilltn B, og komust þeir að raun um, að þessi efnis- þáttur væri tíu sinnum áhrifameiri gagnvart sýklum en hið'venjulega penicillín. Frá Vestur-Afríku bárust fregnir um það, að þrír enskir herlæknar hefðu uppgötvað ó- þekkt efni í líkama mannsins, sennilega en- sým (efnakljúf), sem étur upp rauðu blóð- kornin og veldur þannig blóðleysj. En þetta gerðist ekki, nema blóðið væri óblandað ann- arlegum efnum. Væri blóðvatni dælt inn í æðarnar, bar ekki á þcssu, og blóðleysið batn- aði. Svo virðist sem hér sé fundið vopn gegn hitabeltismalaríu, en það er eitt einkenni henn- ar, að rauðu blóðkornunum fækkar ískyggi- lega.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144
Blaðsíða 145
Blaðsíða 146
Blaðsíða 147
Blaðsíða 148
Blaðsíða 149
Blaðsíða 150
Blaðsíða 151
Blaðsíða 152
Blaðsíða 153
Blaðsíða 154
Blaðsíða 155
Blaðsíða 156
Blaðsíða 157
Blaðsíða 158
Blaðsíða 159
Blaðsíða 160
Blaðsíða 161
Blaðsíða 162
Blaðsíða 163
Blaðsíða 164
Blaðsíða 165
Blaðsíða 166
Blaðsíða 167
Blaðsíða 168
Blaðsíða 169
Blaðsíða 170
Blaðsíða 171
Blaðsíða 172
Blaðsíða 173
Blaðsíða 174
Blaðsíða 175
Blaðsíða 176
Blaðsíða 177
Blaðsíða 178
Blaðsíða 179
Blaðsíða 180
Blaðsíða 181
Blaðsíða 182
Blaðsíða 183
Blaðsíða 184
Blaðsíða 185
Blaðsíða 186
Blaðsíða 187
Blaðsíða 188
Blaðsíða 189
Blaðsíða 190
Blaðsíða 191
Blaðsíða 192

x

Helgafell

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Helgafell
https://timarit.is/publication/1076

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.