Helgafell - 01.04.1944, Blaðsíða 88
70
HELGAFELL
Henry Ford setti sjálfur ekki allfá met á brautinni við Grosse Point og á
ísnum á St. Clairevatni, í gerð 999 ók hann míluna á þrjátíu og níu 'og fjórum
fimmtu úr sekúndu.
En það hafði alltaf verið siður hans að leigja sér aðra til þess að leysa af
hendi stritverkin. Hraðinn, sem honum lá á hjarta, var framleiðsluhraði, met-
ið, sem hann keppti að, met í tæknilegri fullkomnun. Hann leigði sér Barney
Oldfield, státinn hjólreiðamann og verðlaunagarp, til þess að sveitast á ak-
brautinni fyrir sig.
Henry Ford hafði hugmyndir um fleira en gerð á mótorum, karbúratorum,
fjöðrum, felgjum, hjólbörðum og mæliborðum; hann hafði einnig hugmyndir
um sölu;
að stórgróðans væri að vænta af hagfelldri fjölsmíði, skjótri sölu,
ódýrum, sniðbundnum, auðskiptilegum varahlutum;
en það var ekki fyrr en 1909, eftir margra ára þjark við félaga sína, að
Ford setti á markað fyrsta vagninn sinn af T-gerðinni.
Henry Ford hafði rétt fyrir sér.
Það ár seldi hann yfir tíu þúsund bíla, tíu árum síðar seldi hann nálægt
milljón á ári.
Á þessum árum var Taylor-áætlunin sem óðast að ýta við verksmiðju-
stjórum og iðnrekendum um gervallt landið. ,,Tækniafköst“ var kjör-
orðið. Sömu snilli, sem til þess þurfti að bæta um afköst vélar, hlaut að mega
beita til þess að bæta um afköst verkamanns, sem framleiddi vélina.
Árið 1913 tóku þeir upp rennireimina hjá Ford. Það ár nam ágóðinn eitt-
hvað nálægt tuttugu og fimm milljónum dollara, en þeim gekk báglega að
halda mannskapnum við vinnuna, vélvirkjar virtust ekki kunna vel við sig
hjá Ford.
Henry Ford hafði hugmyndir um fleira en framleiðslu.
Hann var mesti bílaframleiðandi í heimi; hann galt há verkalaun; vera
mætti, að það yrði dugandismönnum hvöt til þess að vera stöðugir við verk
sitt, ef fá mætti ötula verkamenn til þess að trúa því, að þeir fengju hluta
(mjög lítinn hluta) af ágóðanum,
hálaunaðir verkamenn gætu önglað saman nógu miklum peningum til
þess að kaupa bíl; og fyrsta daginn, sem Ford auglýsti, að hreinræktaðir,
meinbugalaust kvæntir amerískir verkamenn, sem vantaði vinnu, skyldu eiga
kost á því að næla sér í fáeina dollara á dag (að vísu fylgdi böggull skamm-
rifi; alltaf fylgir böggull skammrifi),
þá beið slíkur óhemju mannfjöldi fyrir utan Highland Park-verksmiðj-
una