Helgafell - 01.04.1944, Blaðsíða 155
BÓKMENNTIR 129
er greind um atburÖ, sem haldinn Var
yfirnáttúrlegur í fyrstu, en reyndist
eðlilegur. Fyrirburðasögurnar hefjast
með gamalli og hádramatískri þjóð-
sögu um morðið á Hrafnkelsdal, en
þegar til kemur, virðast engin tengsl
milli hennar og Viðfjarðaruridranna,
nema hvað allt á að gerast í sama
landsfjórðungi. Þráðurinn reynist eng-
inn, og lesandinn grípur í tómt að lok-
um.
En framan við sjálf Viðfjarðarundr-
in er þáttur úr hinu jarðneska hvers-
dagslífi, án raunverulegs sambands við
meginefnið, og þessi kafli, Sagan af
ViSfjarðar-Sliottu, lítilli bráðlifandi
telpu austan af Fjörðum, færir stórum
gildari sannanir fyrir því, að andi höf-
undarins sjálfs sé enn í fullu fjöri en
bókin að öðru leyti fyrir lífi framlið-
inna. Þessi þáttur jafnazt að stílsnilli,
lifandi persónulýsingu og húmor við
hið bezta, sem Þórbergur hefur áður
skrifað. Sagan um Orminn í þessum
kafla er með slíkum ágætum að lát-
leysi, andlegri spekt og gamansemi,
að meistarinn Anatole France hefði
verið fullsæmdur af svo sindrandi
skáldskap um afhjúpun blekkingarinn-
ar miklu.
Einmitt vegna þess, hversu Þórberg-
ur afsannar þarna rækilega allar tilgátur
um burtsofnandi náðargáfur, virðist á-
stæða til að benda honum á, að samt
sem áður er stundum erfitt að verjast
þeirri hugsun við lestur þriggja síðustu
rita hans, að of mjög sé farin að sækja
á hann sú tilhneiging nú orðið, þegar
hann stingur niður penna um nýtt efni,
að gera úr því bó\ fyrir alla muni, án
æskilegrar athugunar á því áður, hvort
efnið fylli út í slíkan búning. Ég
stugga frá mér þeirri miður fýsilegu
tilhugsun um mátt Óvinarins, að akta-
skiftardrísill hans kunni að vera hér
að verki, en allt um það mundi ekki
saka, að Þórbergur leitaði eilítillar á-
sjár hjá hinum valdhafanum fyrir
næstu bók, ekki óhjákvæmilega í bæn
um speki, því að þar er Þórbergur
bjargálna ennþá, heldur viðfangsefni,
er sé hæfileikum hans fullkosta.
Eg læt hér staðar numið um sinn og
geri mér fullkomlega ljóst nú í lokin,
að hér er að flestu of algengt ritdóma-
bragð, en samt er það von mín og
vissa, að í bréfi þínu í næsta hefti
fyllir þú svo upp í ýmsar eyður, að
betur megi telja af stað farið með
bréfaskriftirnar en ekki. Þá vænti ég
að heyra í þér hljóðið um DRAUM-
INN OG FJALLIÐ, hina nýju skáld-
sögu Ólafs Jóhanns, bók, sem er að
mínum dómi svo athyglis- og virðing-
arvert skáldverk eftir svo ungan höf-
und, að við getum ekki gengið fram-
hjá henni í viðræðum um nýlegar bæk-
ur fremstu sagnaskáldanna. VOPN
GUÐANNA, eftir Dauíð Stefánsson,
eru nú komin út. I raun réttri heyra
þau til bókum ársins 1943 og ættu að
koma hér til umræðu samkvæmt ér
ætlun okkar. Eg veit ekki, hvort þú
telur tímabært að draga GRÓÐUR
OG SANDFOK Guómundar Haga-
líns inn í þessar umræður, þar eð eng-
ar kosningar til alþingis eða bæjar-
stjórna virðast væntanlegar í haust, en
hvað sem því líður, gefa þeir misbrest-
ir, sem á því eru, að þessar tvær síðast-
nefndu bækur góðkunnra höfunda
sameini viðunanlega skilning á stjórn-
málum og skáldskap í senn, tilefni til
þess að víkja að sambandinu þar á
milli nú á tímum, hér á landi og ann-
arsstaðar.
Með lýðveldiskveðju,
þinn einlægur
Magnús Ásgeirsson.
Bréf frá Snorra Hjartarsyni yfirhó\atierZ>i birtist í nœsta hefti.
HELGAFELL 1944
9