Helgafell - 01.04.1944, Blaðsíða 153

Helgafell - 01.04.1944, Blaðsíða 153
BÓKMENNTIR 127 önnur ógeÖfelldari en þörf er á. Krist- manni hefur ávallt hætt nokkuð til reyfarabragða í sögum sínum, og svo er enn. Hvað skal t. d. segja um gull- kistur Tosta? Hvaðan kom bjargálna- bóndanum Oddi geta og aðstaða til þess að kúga heilt byggðarlag í þeim mæli, sem höf. lætur sér tíðrætt um ? Nokkuð ber hér enn á þeirri ríku hneigð höfundar að ýkja ættríki og ættarmetnað hér á landi, þar sem hvorttveggja má þó teljast til undan- tekninga, eins og vænta má í landi óðalsréttar. Launfaðerni, hálfbróðerni og þess háttar fjölskyldulífsafbrigði eru víst sæmilega þjóðleg fyrirbæri, en bara fullódýr til þránotkunar í list- rænum skáldskap nú á tímum. Öhefl- að orðbragð, er virðist algengara en nauðsyn ber til, og sum atriði önnur af svipuðum toga, svo sem hundingjahátt- ur Eldjárns gamla, fjósrekkja Mekkín- ar og hin endurteknu, tilbrigðalitlu á- flog, (svo að sleppt sé endurtekningum meinlausari athafna, eins og sam- drykkjum og sviðamessum Odds og Tosta) orka fremur óþægilega á les- andann, af því að sumt er hér miður vel rökstutt, en öðru greinilega ofaukið, þótt allt gæti þetta verið gott og bless- að, ef maður fyndi, að það væri þarna ótvírætt í þágu listar og lífræns sam- hengis. — Skilningur höf. á hrepp- stjóravaldi og aðgerðunum í sambandi við síðustu ráðstafanir Odds bónda mun og vera nokkuð rómantískari en lög standa til. Þótt þetta skipti ekki miklu, bendir það ásamt fleira til þess, að höf hafi ekki lagt sömu alúð við að kynna sér landssið og þjóðhætti og hann hefur sýnilega gert um málfar bókarinnar, en vafalaust stendur þetta til bóta. Frásagnarháttur Kristmanns er hér að vanda ljós, léttur og kumpánlegur, þegar hnökrarnir úr Blöndal eru frá taldir. Hröð og fjölþætt viðburðarás með leikrænni stígandi helztútallabók- ina. Persónurnar eru allar bráðlifandi, þótt þær séu misjafnlega sennilegar, nema Tosti, hann er þokukenndari og yfirleitt leiðinlegri en svo, að mér hefði þótt eftirsóknarvert að drekka með honum. Kostir bókarinnar, ogsum- ir gallarnir líka, eru þess eðlis, að hún virðist mjög líkleg til vinsælda, og mun það þegar hafa ásannazt. VIÐFJARÐARUNDRIN, ársbók Þórbergs ÞórÓarsonar, eru ekki skáld- rit, og kannski ekki alveg vafalaust, í hvaða bókmenntaflokki þau eiga ótví- ræðast heima. En hitt verður ekki vé- fengt með sómasamlegum rökum, að sjálfur h.ljóti Þórbergur að teljast í hópi merkustu og áhrifamestu höfunda aldarinnar á íslenzka tungu. Þar skip- ar hann sæti, sem hann verður ekki sviptur héðan af, jafnvel þótt töluverð óánægja ýmissa fyrri dáenda hans með þrjár síðustu bækur hans hefði við gild rök að styðjast. Þórbergur varð til þess á sínum tíma, öllum öðrum fremur, að sveigja ís- lenzkt ritmál til hæfis við nýjan aldar- anda. I Bréji til Láru gerði hann því- líka uppreisn gegn kölkun, kreddu- festu og tepruskap í meðferð hins rit- aða orðs fyrir 20 árum, að hann ávann hreint og beint tímabærum hugsunum málfrelsi. Hann lagði þar til orustu gegn frasanum, hinum storknaða inn- antóma talshætti, helgitákni og hjálp- ræði alls afturhalds og andleysis í máli og hugsun, og sigraðist sjálfur svo glæsilega á þeim höfuðóvini, að hann hefur ekki hafizt til sinnar fyrri virð- ingar síðan. Þórbergur var búinn flest- um þeim kostum, sem hér komu að haldi, frumlegri stílgáfu, óvenju víð- tækri og tiltækri þekkingu á lifandi ís- lenzku máli, andlegu hugrekki sam- fara takmarkalitlu virðingarleysi fyrir öllu, sem honum var heimska og hræsni, en þó sér í lagi fágætri gaman- skyggni og skemmtigáfu, sem hann lét
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144
Blaðsíða 145
Blaðsíða 146
Blaðsíða 147
Blaðsíða 148
Blaðsíða 149
Blaðsíða 150
Blaðsíða 151
Blaðsíða 152
Blaðsíða 153
Blaðsíða 154
Blaðsíða 155
Blaðsíða 156
Blaðsíða 157
Blaðsíða 158
Blaðsíða 159
Blaðsíða 160
Blaðsíða 161
Blaðsíða 162
Blaðsíða 163
Blaðsíða 164
Blaðsíða 165
Blaðsíða 166
Blaðsíða 167
Blaðsíða 168
Blaðsíða 169
Blaðsíða 170
Blaðsíða 171
Blaðsíða 172
Blaðsíða 173
Blaðsíða 174
Blaðsíða 175
Blaðsíða 176
Blaðsíða 177
Blaðsíða 178
Blaðsíða 179
Blaðsíða 180
Blaðsíða 181
Blaðsíða 182
Blaðsíða 183
Blaðsíða 184
Blaðsíða 185
Blaðsíða 186
Blaðsíða 187
Blaðsíða 188
Blaðsíða 189
Blaðsíða 190
Blaðsíða 191
Blaðsíða 192

x

Helgafell

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Helgafell
https://timarit.is/publication/1076

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.