Helgafell - 01.04.1944, Blaðsíða 172

Helgafell - 01.04.1944, Blaðsíða 172
146 HELGAFELL sanihljóm blandast undirtónninn, sem aldrei vantar hjá Davíð: djúp og einlæg samúð“. Hylli sú, sem skáldið nýtur, er að áliti höf. af því sprottin, að eldur orða hans kveikir hjörtum lesenda, ,,svo að þeir heyra hjartslátt sinn í ljóðum hans og öðlast ósjálfrátt þá sann- færingu, að ljóð hans séu til þess sköpuð, að af- hjúpa og játa hin leyndustu bros, hinar dýpstu kvalir, óskir og tilfinningar allra sálna“ (bls. 40). Eins og sjá má af þessu, álítur höf. aðal- gildi kvæðanna fólgið í tilfinningunum. Hún virðist líka halda, að tilfinningasemi og draum- órar séu kjarninn í eðli íslendinga. Þeir séu ,,ís hið ytra, eldur hið innra“, þannig lýsi þeir sér sjálfir. Eldurinn sé kjarninn og brjótist út í til- finningasemi. Þess vegna getur höf. skoðað Davíð, sem — einnig að hennar dómi — er súbjektífur og afar tilfinningasamur, sem berg- mál af innsta eðli þjóðarinnar. En ætli hér sé rétt dæmt um eðli íslendinga? Ætli það sé ekki miklu flóknara? Þjóðin elskar og dáir einnig Einar Benediktsson, en um hann segir höf. með réttu, að hann forðist persónuleg og tilfinninga- kennd yrkisefni og sé andvígur hinni kennd- rænu lýrik, sem hann telji framandi og óþjóð- lega. Þetta hefði átt að vekja höf. til íhugunar, einkum er hún veit, að margir eru lýrik Davíðs fráhverfir, einmitt vegna þessa ,,Schwelgens im Gefúhl“, sem hún dáir hann svo takmarkalaust fyrir. Líklega hefði höf. orðið auðveldara að meta ljóð Davíðs, ef hún hefði einstöku sinnum tekið eldri skáld til samanburðar. En það gerir hún aldrei, og því missir fyrsti hluti ritgerðar- innar, hið umrædda yfirlit, alveg marks. Það styður í engu að því að skýra aðalviðfangsefnið, en er í sjálfu sér ónógt og ósjálfstætt. Höf. læt- ur sér nægja að rekja efni kvæðanna, formsins er að engu getið og ekki heldur afstöðu Davíðs til þess í sögu íslenzkrar ljóðlistar. Bókin hefur mörg sýnishorn, einkum úr kvæð- um Davíðs, milli 70 og 80 stærri og smærri brot, og auk þess mikið eftir hin þrjú skáldin. En þýðingar þær í óbundnu máli, sem sýnishorn- unum fylgja og flestir þýzkir lesendur munu verða að reiða sig á, eru mjög rangar. Slæmar villur koma fyrir næstum á hverri blaðsíðu, sumar gerbreyta þýðingu heilla vísuorða. Ég nefni hér aðeins örfá dæmi . . . ,,allt er lögum leyndardómsins háð“ — þýðir höf. : alles ist von den Gesetzen Lebens geheiligt (bls. 62) . . .“ ,,gef okkur vit til að velja og hafna“ — þýðir höf.: ,,gib uns Klugheit zu wáhlen und Widerstand zu leisten (66), ,,að storka“ þýðir höf.: zu stárken (68) . . . ,,launin, sem hún fær, eru last og daglegt brauð“ — þýðir höf. : ... ist letzlich nur ihr táglich Brot. Hin ein- falda speki sama kvæðis: ,,Fáir njóta eldanna, sem fyrstir kveikja þá“ — laskast allmjög í þýð- ingunni: Wenige nútzen das Feuer, das jene entfachen (73). ,,Mitt er að krefja sjálfan mig til sagna“ — þýðir höf. með bragðlausu orðtaki: Ich muss zum Vorte greifen, sem í þessu sam- bandi er alveg út í hött, og notar það sem sönn- un fyrir því, hve létt Davíð sé um að yrkja (77) . . . ,,unga kynslóðin . . . heldur í bæinn“ — þýðir hjá höf.: trúir á bæinn, og hina skop- legu haustlýsingu Tómasar: ,,víxlarnir falla og blöðin detta“, skilur hún sem fjárniálafregn: víxlar og verðbréf falla (bls. 102). Skáldin mættu oft undrast, ef þau vissu, hvað ungfrú Dzulko les út úr ljóðum þeirra . . . ,,Aleinn kraupstu hljótt að auðu rúmi langa sorgarnótt'* — verð- ur í munni hennar : Allein krochest du leise ins leere Bett in einer langen Sorgennacht (103). Hér er hinni fíngerðu lýsingu skáldsins á sorg sonar, sem grætur móður sína dauða, snúið í örgustu smekkleysu. Lesandinn ætti ekki að skoða þessa upptalningu sem vott um smásmugu- lega gagnrýni. Fyrsta skilyrðið til að skilja og skýra skáldskap er auðvitað það, að skýrandinn hafi málið á valdi sínu. En ofanskráð dæmi, sem tekin eru af handahófi úr mlklu safni, sýna til fulls, að höf. skortir alla dýpri þekkingu á málinu. Misskilin orð hlaupa hvað eftir annað með hana í gönur og verða stundum til þess, að hún skýrir heil kvæði alveg rangt, eins og t. d. ,,Vísurnar við hverfisteininn 1936“ eftir Guð- mund Böðvarsson (bls. 110). Hér verður hverfi- steinninn höf. til ásteytingar. Einu sinni þýðir hún orðið með ,,kvarnarsteinn“, en skilur ekki þýðingu þess í kvæðinu og sleppir svo þessum óþægilega steini alveg. Þessir erfiðleikar málsins hamla mjög skiln- ingi höfundar á kvæðunum. Sá, sem túlka vill ljóðlist framandi þjóðar, þarf að vera leikinn í tungu hennar. Hjörtun slá, vötnin gjálfra, ljósið blikar og vindurinn blæs á sinn sérstaka hátt hjá hverri þjóð. Skáldið er næmt fyrir þessum blæbrigðum og ljóðskýrandinn þyrfti að geta fundið þau f orðum þess. Hinn síendurtekni misskilningur á einföldustu orðum tungunnar, sem fram kemur hjá ungfrú Dzulko, hnekkir öllu skynsamlegu trausti á ljóðatúlkun hennar. Prentvillupúkinn leikur lausum hala { þess- ari bók, einkum í íslenzku sýnishornunum. — Notkun brodds yfir sérhljóðum virðist vera höf-
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144
Blaðsíða 145
Blaðsíða 146
Blaðsíða 147
Blaðsíða 148
Blaðsíða 149
Blaðsíða 150
Blaðsíða 151
Blaðsíða 152
Blaðsíða 153
Blaðsíða 154
Blaðsíða 155
Blaðsíða 156
Blaðsíða 157
Blaðsíða 158
Blaðsíða 159
Blaðsíða 160
Blaðsíða 161
Blaðsíða 162
Blaðsíða 163
Blaðsíða 164
Blaðsíða 165
Blaðsíða 166
Blaðsíða 167
Blaðsíða 168
Blaðsíða 169
Blaðsíða 170
Blaðsíða 171
Blaðsíða 172
Blaðsíða 173
Blaðsíða 174
Blaðsíða 175
Blaðsíða 176
Blaðsíða 177
Blaðsíða 178
Blaðsíða 179
Blaðsíða 180
Blaðsíða 181
Blaðsíða 182
Blaðsíða 183
Blaðsíða 184
Blaðsíða 185
Blaðsíða 186
Blaðsíða 187
Blaðsíða 188
Blaðsíða 189
Blaðsíða 190
Blaðsíða 191
Blaðsíða 192

x

Helgafell

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Helgafell
https://timarit.is/publication/1076

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.