Helgafell - 01.04.1944, Blaðsíða 130
112
HELGAFELL
aldar er ef til vill mesta blómaskeið
náttúrustefnunnar í myndlist, sem
sögur fara af. Það er brýn nauð-
syn, að við gerum okkur ljóst, í
hverju þessi stefna var fólgin, þegar
við rannsökum og metum list nútím-
ans, því að margir af samtíðarmönn-
um okkar aðhyllast enn hugsjónirhenn-
ar eða andæfa þeim að nokkru leyti.
Eg hef sagt, að meirihluti þeirra lista-
verka, sem gerð voru á endurreisnar-
tímabilinu og eftir endurreisnina, hafi
í eÖli sínu verið natúralistisk, — það
er að segja, þau áttu rætur sínar í nátt-
úruskoöun, og málararnir leituðust að
nokkru leyti við að stæla náttúruna.
En ykkur hefur skilizt, að hrein-raunsæ
list eða eftirlíkingarlist var fremur und-
antekning en regla, meira að segja á
þessu umrædda tímabih. Mestu lista-
mennirnir hafa ávallt vitað, aS það er
ekki einhlítt að líkja bara eftir um-
heiminum, eins og þeir sjá hann, án
nokkurrar tilraunar til umsagnar frá
eigin brjósti. ÞaS er aðal mikils lista-
manns, aS hann hefur sín eigin sér-
stöku sjónarmið og sína eigin heim-
speki og getur tjáð þetta þannig, að
áhorfandanum verði það skiljanlegt.
Ef þið rifjið upp það, sem nú hefur
veriö sagt um nokkra frægustu lista-
menn heimsins, þá sjáið þið, að það
er ekki færni þeirra í eftirlíkingu á
náttúrunni, sem okkur þykir mest til
koma hjá þeim, — eða ég geri að
minnsta kosti ráð fyrir því. ÞaS, sem
mikilvægast er, — það, sem dýpst og
langvinnust áhrif hefur á okkur í list
þessara meistara, er hæfileiki þeirra
og kunnátta til endursköpunar á nátt-
úrunni í nýjum og áhrifamiklum form-
um, — til að brjóta sér leiÖ inn að
leyndardómum hennar og bregða á þá
birtu, — að tjá okkur í natúralistisku
formi þá hugsæisstefnu eða heimspeki,
sem getur snortið okkur ínn aS hjarta-
rótum og valdið straumhvörfum í lífi
okkar.
Þetta er fyrstá grein af fimm um myndlist frá miðöldum og fram á vora daga, eftir .Hjörvarð
Arnason. Hinar birtast í næstu heftum, ásamt miklum myndakosti.
4
-___________________________________ . _ . _