Helgafell - 01.04.1944, Blaðsíða 100
82
HELGAFELL
ganga til samninga við sig yfir í her-
búðum Rómverja.
1. FYRIRL. : Og hverju svaraði
hann ?
2. FYRIRL. : Að Fabíus gæti sjálf-
ur fengið griðabréf yfir um til okkar.
Þótt þau grið kynnu að verða rofin,
hefði víst farið fé betra.
1. FYRIRL. : Hahaha ! Það var for-
kunnar vel úti látin svívirðing! Hafa
Rómverjar engu svarað ?
2. FYRIRL. : Þeir eru bara ekki
farnir að skilja hana ennþá! Þessi
hérna (bendir á ennið á sér) er stund-
um dálítið svifaseinn þeim megin. Æ,
lystisemdanna faðir, Júpiter, yfir hverju
erum við annars að ' stálma hérna ?
Hversvegna hefjum við ekki sókn, úr
því að þeir hvorki vilja né þora ?
I. FYRIRL. : Það skal ég segja þér.
Það er vegna þess, að hann bíður eft-
ir því, að þeir nái að draga saman eins
mikið lið og þeim er unnt, svo að hann
fái færi á að mala þá í grimmilegri
úrslitaorustu. Því fjölmennari sem þeir
eru, því fleiri flugur sláum við í einu
höggi. — Hvað nú ? Hvað er um að
vera ?
UNDIRFORINGI: Það er — það
1. FYRIRL. : Svona, komdu því út,
maður !
UNDIRFORINGI: Það er — það er
— Rómverji kominn í herbúðirnar !
2. FYRIRL. : Rómverji ? Grípið til
vopna!
UNDIRFORINGI : Nei, misskiljið mig
ekki. Það er---
HANNIBAL: Hver skipar hér að
grípa til vopna ?
UNDIRFORINGI: Það er — það er
sjálfur-----
HANNIBAL: Nú ?
UNDIRFORINGI: Kvintus Fabíus
Maxímus er kominn.
HANNIBAL (hrekkur við, stendur
kyrr eitt andartak) : Jæ-ja. Já, einmitt.
Vísið honum hingað.
FABÍUS (kemur inn með fámenna
sveit Rómverja til fylgdar) : Já, ég er
Kvintus Fabíus Maxímus —, ég geri
mér það ómak að koma hingað af eigin
hvötum tii þess að hafa tal af hers-
höfðingja yðir. Þetta er að vísu ekki
sem heppilegastur heimsóknartími, en
þó hefði kannski hentað enn verr að
koma seinna. Ef hershöfðingi yðar er
genginn til hvílu, bið ég yður að fá
hann til þess að rísa á fætur eða fylgja
mér til hvílu hans, að öðrum kosti. Sé
hann hinsvegar ekki lagztur fyrir enn-
þá . . .
HANNIBAL: Hann er hér.
FABIUS : Hér ? Hvar ?
HANNIBAL: Ég er Hannibal.
FABlUS: Nú. Einmitt, þú ert hann.
Jæja. Þú ert þá ekki genginn til hvílu
ennþá. Þá hefði ég ekki þurft að vera
að fjasa þetta. Einmitt. Svo þú ert
Hannibal. Það hefði ég átt að geta séð
sjálfur. En mér er farin að förlast sjón.
Ég hef ævinlega helzt hallað mér að
etíópskum lagskonum, þessum þarna
úr fjallabyggðunum, þú skilur, sem eru
eins og lindarlaug eftir eyðimerkur-
storm. Þær mýkja kroppinn, en skerpa
ekki skilningarvitin. Og svo bætir ell-
in ekki um, ónei, það er nú eitthvað
annað.
HANNIBAL: Viltu ekki fá þér sæti ?
Eg hef hér spenvolga geitamjólk á boð-
stólum.
FABÍUS: Geitarmjólk — hreinskiln-
islega talað — geitarmjólk — fyrir-
gefðu, að ég smjatta á orðinu. En
minninu hefur farið svo hrakandi upp
á síðkastið, að það er rétt svo, að mig