Helgafell - 01.04.1944, Blaðsíða 38

Helgafell - 01.04.1944, Blaðsíða 38
20 HELGAFELL krossi og hárauðum krossi innan í hvíta krossinum o. s. frv.” Önnur tillaga: „Þjóðfáni íslands skal vera hvítur með heiðbláum krossi og hvítri og blárri rönd utan með beggja vegna“ o. s. frv. Eftir að hafa lagt fram þessar til- lögur, segir nefndin: ,,Eins og hæstvirtum ráðherra er kunnugt, er vissa fengin fyrir því, að konungur muni staðfesta hvora sem er af þessum tveimur gerðum, og telur nefndin það mikils varðandi, að sú vissa er fengin“. Er hér ein sönnun enn fyrir því, að konungur gerði ekki rauða litinn að skilyrði fyrir staðfestingu hans. Hann mundi hafa samþykkt fána, sem var hvítur og blár, ef hann ,,var ekki eftirtakanlega líkur fána neins annars lands“. Tillögur fánanefndarinnar voru lagðar fyrir Alþingi, sem féllst á tillögu I, eða þrílita krossfánann, bláa, hvíta og rauða, og samkvæmt því var gerð fánans úrskurðuð 19. júní 1915, og endurtekin með konungsúrskurði 30. nóv- ember 1918, en daginn eftir var fullveldi Islands viðurkennt. Árið 1941 lagði ríkisstjórnin fyrir Alþingi frumvarp til laga um þjóðfána Islendinga, sem vísað var til allsherjarnefndar neðri deildar, er skilaði mjög ýtarlegu nefndaráliti, þar sem m. a. segir: ,,Gerð þjóðfánans var, svo sem mönnum mun vera kunnugt, ákveðin samkvæmt tillögu 5 manna milliþinga- nefndar, er skipuð var 30. des. 1913 til að koma fram með tillögur til stjórn- arinnar um lögun og lit fána. En hugmyndin um þrílitan, hvítan, rauðan og bláan þjóðfána til handa íslendingum, er raunar miklu eldri, eða um 55 ára gömul að minnsta kosti. Árið 1885 flutti stjórnskipunarnefnd neðri deild- ar Alþingis frumvarp um þjóðfána fyrir Island. En formaður þeirrar nefndar var Jón Sigurðsson á Gautlöndum. Hafði hann orð fyrir frumvarpinu. Var þetta í fyrsta sinn, sem frumvarp um íslenzkan þjóðfána var lagt fyrir Al- þingi, og er það því upphaf fánamálsins á þeim vettvangi. Samkvæmt þessu frumvarpi skyldi fáninn vera eins og nú, blár með rauðum og hvítum krossi, ,,með rauðum krossi, hvítjöðruðum“, en mynd af fálka í þrem hornum og danska fánanum sem sambandsmerki í einu. Hafði Benedikt Gröndal málað fánann eftir uppástungu nefndarinnar, og voru þær myndir lagðar fram til sýnis í lestrarsal Alþingis. 1 nefndinni voru, auk Jóns á Gautlöndum: Bene- dikt Sveinsson, Þórarinn Böðvarsson, Þorvarður Kjerúlf, Þórður Magnússon og Jón Jónsson á Staffelli. Þessar sögulegu fánamyndir eru enn til í Þjóð- minjasafninu, og hefur nefndinni þótt hlýða að láta þær fylgja nefndarálit- inu, prentaðar í réttum litum, ásamt fánafrumvarpi stjórnskipunarnefndar- innar frá 1885. Þegar þjóðfáninn var endanlega ákveðinn um 30 árum síðar, voru niður felldar fálkamyndirnar og sambandsmerkið, og hlutföllum í þeim aftur breytt. En uppruna þjóðfánans má þó í aðalatriðum rekja til frum- varpsins 1885, enda er greinilega að því vikið í áliti fánanefndarinnar 1914“. Málið varð ekki útrætt á Alþingi 1941, og kom aftur fyrir í frumvarpsformi í neðri deild 1942, með mjög svipaðri greinargerð og 1941, en dagaði uppi.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144
Blaðsíða 145
Blaðsíða 146
Blaðsíða 147
Blaðsíða 148
Blaðsíða 149
Blaðsíða 150
Blaðsíða 151
Blaðsíða 152
Blaðsíða 153
Blaðsíða 154
Blaðsíða 155
Blaðsíða 156
Blaðsíða 157
Blaðsíða 158
Blaðsíða 159
Blaðsíða 160
Blaðsíða 161
Blaðsíða 162
Blaðsíða 163
Blaðsíða 164
Blaðsíða 165
Blaðsíða 166
Blaðsíða 167
Blaðsíða 168
Blaðsíða 169
Blaðsíða 170
Blaðsíða 171
Blaðsíða 172
Blaðsíða 173
Blaðsíða 174
Blaðsíða 175
Blaðsíða 176
Blaðsíða 177
Blaðsíða 178
Blaðsíða 179
Blaðsíða 180
Blaðsíða 181
Blaðsíða 182
Blaðsíða 183
Blaðsíða 184
Blaðsíða 185
Blaðsíða 186
Blaðsíða 187
Blaðsíða 188
Blaðsíða 189
Blaðsíða 190
Blaðsíða 191
Blaðsíða 192

x

Helgafell

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Helgafell
https://timarit.is/publication/1076

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.