Helgafell - 01.04.1944, Blaðsíða 157

Helgafell - 01.04.1944, Blaðsíða 157
BÓKMENNTIR 131 lítur öðrum augum á þessi fornu sérréttindi Sel- vogsmanna en sóknarbörnin og höfundurinn. Þó fer því fjarri, að sagan fjalli um árekstra milli barnslegrar trúar almennings og kaldrar skyn- semishyggju prestsins. Fólkið skynjar hin óvenju- legu fyrirbrigði, eftir sögunni að dæma, svo sem hvern annan veruleika, það hefur fengið sannanir, sem skynsemi þess metur gildar, og úr því er ekki um trú að ræða, heldur vissu, þótt hún kunni að vera sprottin af skynvillu. Höfundur virðist hafa þann tilgang með bók- inni að tala máli safnaðarins og sýna, hversu rangt sé og refsivert af prestinum að skynja ekki veruleik annars heims á sama hátt og sókn- arfólkið. Skáldsaga, sem flytur slíkan boðskap, þarf ekki að vera af sérstökum vanefnum gerð, til þess, að þeir lesendur, sem ekki eru sama sinnis, eigi erfitt með að viðurkenna gildi hennar. Hins virðast nærtæk dæmi, að játendur þvílíkra kenninga séu ekki ýkja kröfuharðir um listrænan búning þeirra. í jólablaði Nýs kirkjublaðs sl. ár sýnir herra biskupinn þessari skáldsögu þann heiður að út- velja hana ásamt annarri, til þess að mæla sér- staklega með henni í ritdómi eftir sjálfan sig. Þetta getur enga furðu vakið, þegar kunn verð- ur af umsögn biskups sú skoðun hans, að bókin sé ,,ógleymanleg“, og ,,auk þess“ sem hún ,,færi lesandann nær dularheiminum“ verði » ,,hver maður betri“ við lestur hennar (að líkind- um ævilangt, úr því að bókin er ..ógleyman- leg“). En það er meira blóð í kúnni: ,,Frú Elinborg ritar fagurt og látlaust mál, gersam- lega laust við alla tilgerð. Tel eg, að þetta sé bezta bókin, sem hún hefur ritað, og hygg ég að hún á komandi tímum muni skipa vegleg- an sess í bókmenntum þjóðar vorrar“, segir herra biskupinn ennfremur. Ég mun ekki dvelja við þessa spá biskups vors, þótt mér finnist gæta þar fremur lítillar bjart- sýni um bókmenntalíf þjóðar vorrar á komandi tímum. Frú Elinborg hefur sýnt mikinn dugnað við ritstörf og náð töluverðum vinsældum, að sjálfsögðu fyrir þá verðleika, að hún sýnir sögu- persónum sínum yfirleitt samúð, en er að jafn- aði hlynntust vönduðu og myndarlegu fólki, hliðholl guðsorði og góðum siðum og temur sér fremur óbeinar fortölur en ádeilur. Þó vill svo kynlega til, að hin bersögula ævisaga Jóns Eiríkssonar, Frá liðnum árum, sem frúin hefur að vísu skráð eftir öðrum, er hið eina rit henn- ar, sem fengið hefur slíkan búning, að það kpm- ist í námunda við réttnefndar bókmenntir, hvað svo sem sannfræði bókarinnar líður. I skáldsög- unum er frásagnarháttur frúarinnar ólistrænni og áherzluminni en svo, að um slíkt megi gera sér rökstuddar vonir. En þó hefur stílleysi mál- farsins hvergi verið átakanlegra en einmitt í Strandarkirkju. Hér blasir við, svo að segja á hverri síðu, fremur rislágt hversdagsorðbragð, jöskuð bókyrði og fornsagnagervistíll í meira og minna náinni sambúð. Dæmi um þetta gætu fyllt heilt Kirkjublað. — ,,Mælt er, að eitt sinn er smalamaður kom heim og tjáði honum (þ. e. Erlendi lögmanni), að hann hefði fundið sand í landinu við að pikka smalapriki niður í svörð- inn, hafi Erlend sett dreyrrauðan. Litlu síðar gekk hann út og smali með honum. Vóg hann smala á hóli þeim, sem nú nefnist Víghóll“. ,,Hvernig lízt Þórelfi á sveininn?“ — ,,Hún ann honum heitt, enda líkist hann þér mjög“, svarar hún. ,,Hvernig fellur á með þér og Þór- elfi?“— ,,Vel gerði hún til mín. A ég henni mest að þakka næst guði“ (samtal Þórhalls og Geir- rúnar barnsmóður hans). ,,Tekur drengurinn nú arf eftir föður sinn. Geri ég engar fleiri kröfur“. (Geirrún). — ,,Get ég ógerla lýst líðan minni . . . En ég átti bágt með að skilja . . . þessa feikna áherzlu, sem hann virtist leggja á að ná af mér bréfsneplinum“ (Þórný griðkona). Ég fæ ekki betur séð en Strandarkirkja hefði verið fullsæmd af vitnisburði biskups um sálu- hjálpargildi bókarinnar, þótt yndisleiki máls og stíls hefði verið látinn liggja á milli hluta. Þórunn Magnúsdóttir gaf reyndar ekki fullgilda ástæðu til þeirrar skoðunar í fyrra bindi DRAUMS UM LJÓSALAND, að verkið í heild mundi tryggja henni óskorað sæti í fremstu röð hlutgengra höfunda. En síðara bindið, og þar með sagan öll, hefur þó lánazt miður en efni virtust standa til. Höf. getur þess í athugasemd, að bæði bindin séu rituð á árunum 1938—40, þótt útkoma síðari hlutans drægist fram til • 943. Mér sýnist líklegt, að sagan hafi goldið þess á ýmsan hátt að verða til á þessu skeiði. Skáldkonan leggur sig sjáanlega fram af meiri dugnaði en sannfæringu í síðara bindi sög„ unnar til þess að knýja fram sögulok, sem hún er bersýnilega orðin frábitin, hafi þau vakað fyrir henni frá upphafi, og vinnur jafnvel til að svipta tvær kvenhetjur sínar lífi í sömu and- ránni, til þess að ná því marki, að bókin megi verða jákvæður boðskapur um ,,trúna á landið“. Um þá viðleitni væri ekki nema gott eitt að segja, ef hún virtist ekki tilkomin vegna ein-
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144
Blaðsíða 145
Blaðsíða 146
Blaðsíða 147
Blaðsíða 148
Blaðsíða 149
Blaðsíða 150
Blaðsíða 151
Blaðsíða 152
Blaðsíða 153
Blaðsíða 154
Blaðsíða 155
Blaðsíða 156
Blaðsíða 157
Blaðsíða 158
Blaðsíða 159
Blaðsíða 160
Blaðsíða 161
Blaðsíða 162
Blaðsíða 163
Blaðsíða 164
Blaðsíða 165
Blaðsíða 166
Blaðsíða 167
Blaðsíða 168
Blaðsíða 169
Blaðsíða 170
Blaðsíða 171
Blaðsíða 172
Blaðsíða 173
Blaðsíða 174
Blaðsíða 175
Blaðsíða 176
Blaðsíða 177
Blaðsíða 178
Blaðsíða 179
Blaðsíða 180
Blaðsíða 181
Blaðsíða 182
Blaðsíða 183
Blaðsíða 184
Blaðsíða 185
Blaðsíða 186
Blaðsíða 187
Blaðsíða 188
Blaðsíða 189
Blaðsíða 190
Blaðsíða 191
Blaðsíða 192

x

Helgafell

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Helgafell
https://timarit.is/publication/1076

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.