Helgafell - 01.04.1944, Page 174

Helgafell - 01.04.1944, Page 174
148 HELGAFELL J. E. Neale, höf. einnar beztu ævisögu Elísa- betar Englandsdrottningar, lýsir trúarlífi, fjár- málum og félagslífi á skeiði hinna miklu trú- arbragðastyrjalda í Frakklandi í The Age oj Catherine de Medici (Cape 6/)og skyggnist þannig af stórum meiri nærfærni að baki at- burðanna en Otto Zojj í The Huguenots (Allen & Unwin, 16/). Tvær aðrar bækur: Napoleon’s Invasion of Russia (Allen & Unwin, 12/6), eftir E. Tarlé og Jean Jaures (Allen & Unwin, 12/6), eftir J. Hampden fjalla og um merkileg tímabil í sögu Frakklands. I hinni síðartöldu er dregin af- burðaskýr mynd af einum merkasta sósíalista síðari tíma og umhverfi hans. Hver, sem vill kynna sér meginatriði brezkrar sögu, ætti að lesa The MaJ^ing oj Modern Bri- tain (Allen & Unwin, 7/6)*, eftir þá J. B. Breh- ner og Allan Nevin, alþýðlega bók, og aðra svipaða um sögu Bandaríkjanna hafa þeir Alan Nevin og H. S. Commager ritað, America: The Story oj a Free People, (Oxford University Press, 7/6). Philip Price hefur samið þarflega bók um þróun þriðja stórveldisins; Russia Through the Centuries (Allen & Unwin, 5/—). Próf. Ernest Bar\er skýrir. stjórnmálastefnur í Bretlandi og hlutverk þeirra í bók sinni Britain and the British People (Oxford University Press, 3/6), en próf. D. W. Brogan skrifar um stjórn- skipun og félagsmál Englands í bókinni The English People, (Hamish Hamilton, 10/6). Ævisaga Ponsonbys lávarðar, einkaritara Vikt- oríu drottningar, (Macmillan, 21/—), er einn hinn merkasti skerfur til sögu Bretlands á 19. öld. Við nútímasögu brezka heimsveldisins kem- ur bók R. H. Kiernans um Smuts hershöfðingja (Harrap, 5/—), þar sem einkum segir frá störf- um þessa merka stjórnmálamanns að hermálum og pólitík. Bækur um framtíðarvandamál Stóra-Bretlands eru mýmargar, og skal hér greint frá tveimur. Önnur er eftir próf. Ramsey Muir, einn af and- legum leiðtogum frjálslynda flokksins, A Better Britain in a Better World (P. S. King &Staples, 2/—), en í hinni eru sett fram sjónarmið merk- asta sjónarmið forvígismanns andstöðunnar inn- an brezka verkamannaflokksins, The Britain I Want (Macdonald, 10/6) eftir E. S. Shinwell. Veigamest bókanna um hernumdu löndin er tvímælalaust The Mountains Wait (Michael Joseph, 10/6), eftir Th. Broch bæjarstjóra í Nar- vik. Merk bók meðal þeirra, sem um stjórnmál fjalla, er varnarræða Léon Blums fyrir réttinum í Riom: Léon Blum Bejore His Judges at the Supreme Court of Riom (Routledge, 6/—). Hún er meistaraverk mælskulistar og ekki aðeins mikilvægt heimildarrit um nútímasögu Frakk- lands, heldur og um undirstöðuatriði lýðræðis- ins. Lewis Browne skrifar um félagsmál í Some- thing Went Wrong, (Gollancz, 6/—). Hann er alþýðlegur í rithætti, skarpskyggn og háðbitur. Bók hans er í rauninni saga síðustu hundrað ár- anna. M. Geismar freistar í athyglisverðri bók, Wri- ters in Crisis, (Secker & Warburg, 15/—), að skýra afstöðu fimm amerískra öndvegishöfunda — en þeir eru: Ring Lardner, Ernest Heming- way, W. Faulkner, Thomas Wolfe og John Steinbeck, — til þess þjóðfélags, er ól þá. Höf. sýnir fram á, að úr gagnkvæmri andúð og jafn- vel fjandskap hefur að lokum sprottið jákvætt samband og kynning: meiri skilningur af hálfu lesenda, meiri ábyrgðartilfinning höfundanna. Einstök verk þeirra eru gagnrýnd, — einna hvassast í greininni um Faulkner, en þar er sýnt fram á, svo að ekki verður um villzt, að fasismi hefur átt nokkur ítök í þessum mikilhæfa listamanni. — I bók sinni On Native Grounds (Cape, 21/—) rekur A. Kazin stefnur og strauma í amerískum bókmenntum síðustu 50 árin. I úrvali, sem Michael Barsley hefur tekið saman, Modern American Humour (Pilot Press, 5/—), eru ýmis ágæt dæmi engil-saxneskrar kýmni, að vísu of fá, en þau vekja löngun lesandans til að kynnast meira af sama tagi. Um rússneska leiklist fjalla tvær bækur: The New Soviet Theatre (Allen & Unwin, 12/6) eftir Josej Macleod, þar sem rætt er um rúss- neska leiklist frá listrænu og pólitísku sjónar- miði, og Theatre in Soviet Russia (Faber, 12/6) eftir André Van Gyseghem, en hann er kunn- ugur þessum málum af sjón og reynd. Vi\tor Ehrenberg fer 2000 ár aftur í tímann í bók sinni The People of Aristophanes (Basil Blackwell, 25/—). Hann rannsakar gömlu att- isku gleðileikina frá sjónarmiði félagsfræðinnar og dregur af þeim ýmsar mikilvægar ályktan- ir um lífskjör Grikkja á þeim tímum. Bókmenntafræði og ævisögur. Af bókum, sem íjalla um bókmenntir, skal hér fyrst getið alþýðlegrar og fjörlega ritaðrar
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156
Page 157
Page 158
Page 159
Page 160
Page 161
Page 162
Page 163
Page 164
Page 165
Page 166
Page 167
Page 168
Page 169
Page 170
Page 171
Page 172
Page 173
Page 174
Page 175
Page 176
Page 177
Page 178
Page 179
Page 180
Page 181
Page 182
Page 183
Page 184
Page 185
Page 186
Page 187
Page 188
Page 189
Page 190
Page 191
Page 192

x

Helgafell

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Helgafell
https://timarit.is/publication/1076

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.