Helgafell - 01.04.1944, Síða 174
148
HELGAFELL
J. E. Neale, höf. einnar beztu ævisögu Elísa-
betar Englandsdrottningar, lýsir trúarlífi, fjár-
málum og félagslífi á skeiði hinna miklu trú-
arbragðastyrjalda í Frakklandi í The Age oj
Catherine de Medici (Cape 6/)og skyggnist
þannig af stórum meiri nærfærni að baki at-
burðanna en Otto Zojj í The Huguenots (Allen
& Unwin, 16/).
Tvær aðrar bækur: Napoleon’s Invasion of
Russia (Allen & Unwin, 12/6), eftir E. Tarlé
og Jean Jaures (Allen & Unwin, 12/6), eftir
J. Hampden fjalla og um merkileg tímabil í
sögu Frakklands. I hinni síðartöldu er dregin af-
burðaskýr mynd af einum merkasta sósíalista
síðari tíma og umhverfi hans.
Hver, sem vill kynna sér meginatriði brezkrar
sögu, ætti að lesa The MaJ^ing oj Modern Bri-
tain (Allen & Unwin, 7/6)*, eftir þá J. B. Breh-
ner og Allan Nevin, alþýðlega bók, og aðra
svipaða um sögu Bandaríkjanna hafa þeir Alan
Nevin og H. S. Commager ritað, America: The
Story oj a Free People, (Oxford University
Press, 7/6). Philip Price hefur samið þarflega
bók um þróun þriðja stórveldisins; Russia
Through the Centuries (Allen & Unwin, 5/—).
Próf. Ernest Bar\er skýrir. stjórnmálastefnur í
Bretlandi og hlutverk þeirra í bók sinni Britain
and the British People (Oxford University Press,
3/6), en próf. D. W. Brogan skrifar um stjórn-
skipun og félagsmál Englands í bókinni The
English People, (Hamish Hamilton, 10/6).
Ævisaga Ponsonbys lávarðar, einkaritara Vikt-
oríu drottningar, (Macmillan, 21/—), er einn
hinn merkasti skerfur til sögu Bretlands á 19.
öld. Við nútímasögu brezka heimsveldisins kem-
ur bók R. H. Kiernans um Smuts hershöfðingja
(Harrap, 5/—), þar sem einkum segir frá störf-
um þessa merka stjórnmálamanns að hermálum
og pólitík.
Bækur um framtíðarvandamál Stóra-Bretlands
eru mýmargar, og skal hér greint frá tveimur.
Önnur er eftir próf. Ramsey Muir, einn af and-
legum leiðtogum frjálslynda flokksins, A Better
Britain in a Better World (P. S. King &Staples,
2/—), en í hinni eru sett fram sjónarmið merk-
asta sjónarmið forvígismanns andstöðunnar inn-
an brezka verkamannaflokksins, The Britain I
Want (Macdonald, 10/6) eftir E. S. Shinwell.
Veigamest bókanna um hernumdu löndin er
tvímælalaust The Mountains Wait (Michael
Joseph, 10/6), eftir Th. Broch bæjarstjóra í Nar-
vik. Merk bók meðal þeirra, sem um stjórnmál
fjalla, er varnarræða Léon Blums fyrir réttinum
í Riom: Léon Blum Bejore His Judges at the
Supreme Court of Riom (Routledge, 6/—). Hún
er meistaraverk mælskulistar og ekki aðeins
mikilvægt heimildarrit um nútímasögu Frakk-
lands, heldur og um undirstöðuatriði lýðræðis-
ins.
Lewis Browne skrifar um félagsmál í Some-
thing Went Wrong, (Gollancz, 6/—). Hann er
alþýðlegur í rithætti, skarpskyggn og háðbitur.
Bók hans er í rauninni saga síðustu hundrað ár-
anna.
M. Geismar freistar í athyglisverðri bók, Wri-
ters in Crisis, (Secker & Warburg, 15/—), að
skýra afstöðu fimm amerískra öndvegishöfunda
— en þeir eru: Ring Lardner, Ernest Heming-
way, W. Faulkner, Thomas Wolfe og John
Steinbeck, — til þess þjóðfélags, er ól þá. Höf.
sýnir fram á, að úr gagnkvæmri andúð og jafn-
vel fjandskap hefur að lokum sprottið jákvætt
samband og kynning: meiri skilningur af hálfu
lesenda, meiri ábyrgðartilfinning höfundanna.
Einstök verk þeirra eru gagnrýnd, — einna
hvassast í greininni um Faulkner, en þar er
sýnt fram á, svo að ekki verður um villzt, að
fasismi hefur átt nokkur ítök í þessum mikilhæfa
listamanni. — I bók sinni On Native Grounds
(Cape, 21/—) rekur A. Kazin stefnur og strauma
í amerískum bókmenntum síðustu 50 árin. I
úrvali, sem Michael Barsley hefur tekið saman,
Modern American Humour (Pilot Press, 5/—),
eru ýmis ágæt dæmi engil-saxneskrar kýmni,
að vísu of fá, en þau vekja löngun lesandans
til að kynnast meira af sama tagi.
Um rússneska leiklist fjalla tvær bækur: The
New Soviet Theatre (Allen & Unwin, 12/6)
eftir Josej Macleod, þar sem rætt er um rúss-
neska leiklist frá listrænu og pólitísku sjónar-
miði, og Theatre in Soviet Russia (Faber, 12/6)
eftir André Van Gyseghem, en hann er kunn-
ugur þessum málum af sjón og reynd.
Vi\tor Ehrenberg fer 2000 ár aftur í tímann
í bók sinni The People of Aristophanes (Basil
Blackwell, 25/—). Hann rannsakar gömlu att-
isku gleðileikina frá sjónarmiði félagsfræðinnar
og dregur af þeim ýmsar mikilvægar ályktan-
ir um lífskjör Grikkja á þeim tímum.
Bókmenntafræði
og ævisögur.
Af bókum, sem íjalla um bókmenntir, skal
hér fyrst getið alþýðlegrar og fjörlega ritaðrar