Helgafell - 01.04.1944, Blaðsíða 89
SAGAN AF FORD
71
liðlanga, frostkalda janúarnóttina,
að það varð uppþot, þegar Kliðin voru opnuð; lögreglumenn brutu haus-
kúpur, vinnuleitendur köstuðu múrsteinum; eigur, eigineigur sjálfs Henry
Fords, voru eyðilagðar. Verksmiðjuverðirnir urðu að bauna vatnsbogum úr
slökkvidælunni á múginn til þess að hrekja hann á brott.
Amerísk framkvæmdarsnilli, vélgeng velgengni, sem streymdi hægt og
öruggt niður á við, en þó kom í ljós, að það fylgdi böggull skammrifi. En
þessir fimm dollarar á dag,
greiddir góðum og gildum, hrein-amerískum verkamönnum,
sem ekki drukku né reyktu né hugsuðu né lásu,
sem ekki drýgðu hór
og ekki áttu konur, sem tóku kostgangara,
gerðu Ameríku ennþá einu sinni að gulldraumalandi allra launaþræla
veraldarinnar,
skópu alla bílana, — bílaöldina og gerðu um leið hreint af tilviljun
Henry Ford, bílfarann, aðdáanda Edisons, fuglavininn,
að hinu ameríska mikilmenni síns tíma.
En Henry Ford hafði hugmyndir um fleira en rennireimar og lifnaðarháttu
verkamanna sinna. Hann var fullur af hugmyndum. 1 stað þess að flytjast
til, borgarinnar og græða þar auð sinn, var hér sveitadrengur, sem hafði grætt
auð sinn á því að flytja borgina út í sveitina. Og forsendurnar fyrir því: Allt,
sem hann hafði lært í Lesbók Mc Guffeys, og hleypidóma og þráagrillur
móður sinnar, hafði hann varðveitt hreint og óflekkað eins og nýprentuð
verðbréf í bankahólfi.
Hann vildi, að fólki yrði hugmyndir sínar kunnar, hann keypti Dearborn
Independent og hóf baráttu gegn vindlingareykingum.
Þegar stríðið skall á í Evrópu, hafði hann einnig sínar hugmyndir um
það (lllur bifur á hermönnum og herskap hvers konar var hluti af erfðaskoð-
unum Miðvesturríkjanna, ásamt sparsemi, þrautseigju, bindindissemi og
skörpustu aðsjálni í allri fésýslu). Hver vitiborinn amerískur vélvirki gat séð,
að ef Evrópumenn hefðu ekki verið láglaunaðir útlendingar, sem drukku,
reyktu, voru fjölþreifnir til kvenna og sóunarsamir í framleiðsluháttum sín-
um, þá hefði aldrei orðið neitt stríð.
Þegar Rosika Schwinner brauzt í gegn um þær fylkingar ritara og þjóna,
sem héldu vörð um Henry Ford, og stakk upp á því við hann, að hann
stöðvaði stríðið,
þá sagði hann: að sér heilum og lifandi skyldu þeir leigja sér skip og
skreppa yfrum og ná drengjunum úr skotgröfunum fyrir jólin.