Helgafell - 01.04.1944, Blaðsíða 159

Helgafell - 01.04.1944, Blaðsíða 159
BÓKMENNTIR 133 en oftast endranær í þau 25 ár, sem nú voru liðin, síðan hann sigldi til prentnáms í Kaup„ mannahöfn 17 ára gamall, með ritstjórnarfortíð að baki. 1 bókinni eru sex sögur. Ég kannaðist við fimm af þeim og hlýt að játa, að mér fannst þær njóta sín miður nú en meðan þær voru í munnlegri geymd höfundarins, er ég hafði heyrt hann segja sumar þeirra fram í tilfinninganæm- um félagsskap. Einkum virtist mér sagan um Jóa- kim, Manninn, sem spila&i jyrir \ónginn, hafa látið lit og hljóm í meðförum prentaranna. En hér skal ekki fjölyrt um þessa nýskráðu forn- sögur skáldsins. Þær bera að vísu vott um meiri athyglisgáfu og pennalipurð en títt er um smá- sögur viðvaninga, en í stíl og efnismeðferð skortir þó í senn á æskilega hófsemi og stórlæti. Um síðustu söguna, Laun dygg&arinnar, gegn- ir öðru máli, þótt það sé í raun réttri ekki at- hyglisverðast um hana, hversu hún tekur hin- um fram um gerð og stíl, heldur hversu ólík hún er þeim að blæ og fasi ef svo mætti segja. Hér er engu líkara en nýr höfundur hafi verið að verki, öruggari gagnvart verkefni sínu, heið- ari í hugsun og allur léttari á sér en sá, er hinar sögurnar skráði. Sagan er rituð í ævin- týrastíl, en þó með nokkru blaðamennskusniði; hún er af lítilli telpu og litlum hvolpi, sem verða að ungri stúlku og gömlum hundi og snúast með gerólíkum hætti við komu nýs tíma í gervi erlends setuliðsforingja. Ævintýrið verður óhjá- kvæmilega harmleikur, æskan fórnar tryggðinni fyrir nýungina, af fullu miskunnarleysi, en mikl- um rétti. Búningur sögunnar er ekki alveg tilgerðar- laus, mætti vera aðskornari, en þó er þetta bezta ,,hernámssagan“ okkar, enn sem komið er, og verður máski um sinn, því að í rauninni er hún ekki fremur frá hernáminu 1940—? en því hernámi, sem jafnan hlýtur að vofa yfir hverri kynslóð — harmsaga um árekstra milli léttúðugrar nýungagirni og blindrar, þrjózkrar tryggðar gagnvart töfrum og valdi aðvífandi á- hrifa. Steindór Sigurðsson á að halda áfram að skrifa, og ta\a á því sem hann á til, ef heilsa hans leyfir. Vonandi verða aðrir viðráðanlegri erfiðleikar ekki látnir gerast honum þrándur í götu. — Hann hefur, þegar á allt er litið, unn- ið mikinn persónulegan sigur með Launum dygharinnar og fremur hækkað en lækkað meðal" alin íslenzks skáldskapar á árinu 1943. Frá Gunnari M. Magnúss kom á árinu smá- sagnasafji: HVÍTRA MANNA LAND. Höf. hefur verið afkastamikill um ritstörf af ýmsu tagi og á sér ekki ólipran penna nú orðið, en hefur til þessa farið á mis við yfirskyggingu andans. Svo er að sjá, sem ritleikni hans, sam- fara nokkurri hugkvæmni, ætti að geta orðið að liði utan þeirra sviða bókmenntanna, sem heimtufrekust eru um skáldgáfu og andríki. Sigur&ur Haralz er á ferðinni með smásagna- safn, NÚ ER TRÉFÓTUR DAUÐUR. Nafn- gift bókarinnar hefur tekizt prýðilega, og að öðru leyti hefur kverið sér það til ágætis fram yfir ritbjástur sumra annarra að skreyta sig ekki lánuðum fjöðrum né skrökva sig í ætt við bók- menntir. Þar að auki á Sigurður til notalega orðkringi og heimspeki á við margan cand. phil. SAGA JÓNMUNDAR I GEISLADAL eftir Ármann Kr. Einarsson er saga einyrkja, sem reisir sér heiðarbýli, en hafnar í samvinnu- byggðum. Sturla í Vogum virðist ótvírætt fyr- irmyndin, en þó höfð hliðsjón af Bjarti í Sum- arhúsum. Hinsvegar er sagan svo stíllaus, að ekki svarar fyrirhöfn að rekja þar áhrif annarra höfunda. Frásögnin er yfirleitt með miklum við- vaningsbrag, tilgerðarleg og barnaleg til skiptis, jafnvel í senn, en ekki ófjörleg, og raunsæi virðist höfundi alls ekki varnað, þrátt fyrir reyf- araleg hliðarhopp. Hann býr sýnilega yfir nokk- urri athyglisgáfu og vafalitlum dugnaði. En hvort sem frumlegri hæfileikar en fram koma í þessari sögu leynast með honum eða ekki, er sú krafa ekki ósanngjörn, að hann tileinki sér betur almenna ritleikni, áður hann lætur þá næstu frá sér fara. Þóroddur Gu&mundsson jrá Sandi nefnir fyrstu bók sína SKÝJADANS. í henni eru 13 sögur og ævintýri um menn og dýr og jafn- margar teikningar eftir Ásgeir Júliusson, sumar mjög laglegar. Sögurnar bera vott um Ijóðrænt þel og draumlyndi, málið er fremur hreint og tilgerðarlaust, en lítt eða ekki um frumleg tiL þrif. I rauninni virðist hver vel gefinn æsku- maður með hneigð til ritstarfa geta skrifað á- þekkar sögur, og því verður lítið af bókinni ráð- ið um skáldeðli þessa velkynjaða höfundar. M. Á.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144
Blaðsíða 145
Blaðsíða 146
Blaðsíða 147
Blaðsíða 148
Blaðsíða 149
Blaðsíða 150
Blaðsíða 151
Blaðsíða 152
Blaðsíða 153
Blaðsíða 154
Blaðsíða 155
Blaðsíða 156
Blaðsíða 157
Blaðsíða 158
Blaðsíða 159
Blaðsíða 160
Blaðsíða 161
Blaðsíða 162
Blaðsíða 163
Blaðsíða 164
Blaðsíða 165
Blaðsíða 166
Blaðsíða 167
Blaðsíða 168
Blaðsíða 169
Blaðsíða 170
Blaðsíða 171
Blaðsíða 172
Blaðsíða 173
Blaðsíða 174
Blaðsíða 175
Blaðsíða 176
Blaðsíða 177
Blaðsíða 178
Blaðsíða 179
Blaðsíða 180
Blaðsíða 181
Blaðsíða 182
Blaðsíða 183
Blaðsíða 184
Blaðsíða 185
Blaðsíða 186
Blaðsíða 187
Blaðsíða 188
Blaðsíða 189
Blaðsíða 190
Blaðsíða 191
Blaðsíða 192

x

Helgafell

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Helgafell
https://timarit.is/publication/1076

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.