Helgafell - 01.04.1944, Blaðsíða 123
LISTASTEFNUR
105
raða af fólki, verÖur næsta tilkomulítil,
miðja vega inni á sviðinu.
Tilbeiðdla vitringanna jrá Austur-
löndum er yndisleg mynd, gerð af
mesta snillingi, er uppi var á síðari
hluta 15. aldarinnar, máluð ljósum
rósrauðum og bláum, gulum og græn-
um litum. Fulls jafnvægis er gætt um
það, sem mest áherzla er á lögð.
Myndin sýnir, að málarinn hefur nú
náð íullkomnu valdi á stælingu manns-
líkamans og innsýni í landslag. En
hún er snauð að andlegum þrótti og ber
því með sér, hver hætta stafar af helzti
mikilli alúð við einstök veruleikaatriði.
Að Flórens undantekinni urðu Fen-
eyjar heimkynni mikilvægasta mynd-
listarskólans á Ítalíu. í TilbeiSslu
hjarðmannanna eftir Giorgione, sem
máluð var í upphafi 16. aldar, má
greina helztu einkennin, sem gerðu
Feneyjaskólann frábrugðinn listar-
stefnu Flórensbúa. Þetta var hinn
myndræni stíll, áherzla lögð á verkan-
ir ljóss og skugga, meiri rækt lögð við
landslag en mannamyndir, málararn-
ir hneigðust til sundurleitra samrað-
anna, sem eru mjög frábrugðnar því
nákvæma jafnvægi, er flórentísku mál-
ararnir gættu vandlega. í þessari mynd
eftir Giorgione er skapblær höfundar-
ins sjálfs mjög augljós, angurværð,
skáldhyggja og dulúð, sem stafa frem-
ur af óánægju málarans sjálfs gagn-
vart umhverfi sínu en sérstakri trúar-
sannfæringu.
Oll snilld og margs konar afrek fyrri
hluta endurreisnartímabilsins náði há-
marki sínu í lok 15. aldar í verkum
eftir höfuðsnillingana þrjá: Leonardo
da Vinci, Michaelangelo og Rajael.
Hver þeirra um sig hafði sín eigin sér-
stöku sjónarmið gagnvart manninum
og umheiminum, en saman skópu
þeir þann listastíl há-endurreisnartíma-
bilsins, sem er kórónan á starfi og
viðleitni endurreisnarlistamannanna.
Hér er náð því marki, sem þeir höfðu
keppt að, vitandi vits eða ósjálfrátt.
Aðal þessa listastíls má gerla sjá, ef
litið er á eitt eða tvö verk eftir Rafael.
Sán\ti Georg og drel^inn, örsmá mynd,
er máluð af Rafael á æskuskeiði, og
þar kemur enn fram sú tilhneiging 15.
aldar manna að tildra mannamyndum
framan á landslagið, en fella þetta
tvennt ekki í eina heild. I mannamynd-
unum sjálfum má skynja þann æsku-
þokka, sem vekur athygli í altaristöflu
Botticellis. Þó er sá munur á, að hér
eru litirnir dýpri og landslagið gert ó-
brotnara, en meira um víddir í því.
Alba Madonna, máluð um 1505, er
ágætt dæmi um meginreglur hálistar
endurreisnarskeiðsins. Aðaláherzlan
er nú lögð á mannamyndir þær, sem
er komið fyrir í samstæðum hópum
framarlega í myndinni. Röðin er
hringlaga og fylgir þannig ,,tondo“-
formi málverksins, en málarinn leyfir
sér mörg tilbrigði innan þessa ramma.
Hin þróttmikla skálína um fót guðs-
móðurinnar er endurtekin í línu gegn-
um höfuð mannamyndanna, en Jesú-
barnið myndar þverlínu, sem sker
hringsamstæðuna. Það liggur við, að
persónurnar virðist vera á hreyfingu,
en slíkt stafar bæði af því, hversu skýrt
markaðar þær eru í ljósi og skugga,
og af stöðu þeirra sín á milli. Það er
næstum eins og augað gæti skyggnzt
á bak við þær.
Myndin öll hefur verið gerð næsta
einföld og einstök atriði stækkuð.
Mannamyndirnar eru fyllri en áður
hafði tíðkazt, nær klassiskum hlutföll-
um. Guðsmóðir er nú fullþroska kona,
í stað unglingsstúlkunnar á 15. öld, og
jafnvel Jesúbarnið er ekki lengur hvít-
voðungur, heldur hraustlegur strákur.
1 þessari mynd má því sjá, hvaða
markmiðum há-endurreisnin keppti að.
Þessari list er einkum beint að sam-
stillingu mannamynda. Persónurnar