Helgafell - 01.04.1944, Side 58

Helgafell - 01.04.1944, Side 58
40 HELGAFELL Danmörku. Enda er svo að sjá, að Snorri Hyggi Rögnvald jarl vera aðkomu- höfðingja á Mæri, og um son hans, Hrólf, segir Snorri: ,,Hann herjaði mjök í austurvegu“. Á hinn bóginn telur Dudo, að faðir Hrólfs hafi ráðið fyrir löndum bæði innan Danmerkur og utan hennar. Hefur hann sýnilega verið víkingahöfðingi, er réð fyrir herstöðvum víðar en á einum stað. Hve oft hefur það ekki hent í sögunni, að sami maður hafi mannaforræði í tveim þjóð- löndum samtímis eða á mismunandi æviskeiðum sínum. Þetta er einmitt svo ákaflega algengt fyrirbæri á dögum Rögnvalds jarls. Saga víkingaald- arinnar er samfléttuð úr slíkum dæmum. Samkvæmt íslenzkri sögn eignast Mærajarlinn Orkneyjar og setur þar til yfirstjórnar Sigurð jarl bróður sinn. Hann gerir bandalag við tengdason hins austnorræna víkingahöfðingja frá Hvinisfirði. En úti á Islandi, í Dölum vestur, geymdist minning þess, að Þorsteinn rauður væri ættaður úr Danmörku, svo sem Rúðujarlar, að sögn Dudos. Um leið hvarflar nú hugurinn að hinni undarlegu vísu Hornklofa, þar sem hann hælist um það, að Haraldur konungur vildi ekki líta við norsku kvonfangi, en ,,tók konu danska“. 1 Skáldasögu er þess getið, að höf- undurinn, sem yrkir svo kaldranalega um norskar konur, hafi verið móður- frændi Hrólfs Rögnvaldssonar. Þá er eftir að athuga uppruna fimmtu ættgreinarinnar, er forustu hafði í víkingafélaginu á Skotlandseyjum um það leyti, er Island tók að byggjast. Geirmundur heljarskinn var, að sögn Landnámuritaranna, Hjörsson, Hálfs- sonar, Hjörleifssonar konungs á Hörðalandi. Eftir ættliðatali að dæma, virð- ist Hjörleifur hafa lifað á ofanverðri 8. öld. „Geirmundur heljarskinn var herkonungur. Hann herjaði í vesturvíking, en átti ríki á Rogalandi“. Til Islandsferðar „réðust með honum Olfur hinn skjálgi, frændi hans, og Stein- ólfur hinn lági, sonur Hrólfs hersis af Ogðum, og Öndóttar, systur Ölvis barnakarls'*. Ennfremur var í för með þeim Þrándur mjóbeinn frá Ögðum. Er gott að hafa þessar frásagnir Landnámabókar um félagsskap Geirmundar. Þær gefa til kynna, að náið samband hefur verið milli ættmanna Hjörleifs Hörðakonungs og víkinganna á Ögðum. Finnast mörg önnur dæmi, sem hníga að því sama, þótt ekki séu hér rakin. Félagi Geirmundar, Þrándur mjóbeinn, var tengdafaðir Hrólfs Helgasonar magra, er út kom fullorðinn með föður sínum og Hámundi heljarskinn. Gull-Þórir, landnámsmaður í Þorskafirði, sem talinn er gauzkur að ætterni, og Þrándur mjóbeinn áttu báðir dætur Gils skeiðarnefs. Hann ,,nam Gilsfjörð inn frá Ölafsdal, en fyrir norðan til móts við Ulf skjálga'*. Má ætla, að þessir landnámsmenn hafi verið gamlir félagar eða frændur. 1 þeirra byggð leitaði Geiri austmaður hælis.'er hann varð að hrökklast úr Mývatnssveit. Þar settist einnig að Ket- ill ilbreiður, sonur Þorbjarnar tálkna. Þorbjörn kom út með Örlygi gamla Hrappssyni, bræðrungi Bjarnar austræna. 1 gamalli ættartölu er hann sagður
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144
Side 145
Side 146
Side 147
Side 148
Side 149
Side 150
Side 151
Side 152
Side 153
Side 154
Side 155
Side 156
Side 157
Side 158
Side 159
Side 160
Side 161
Side 162
Side 163
Side 164
Side 165
Side 166
Side 167
Side 168
Side 169
Side 170
Side 171
Side 172
Side 173
Side 174
Side 175
Side 176
Side 177
Side 178
Side 179
Side 180
Side 181
Side 182
Side 183
Side 184
Side 185
Side 186
Side 187
Side 188
Side 189
Side 190
Side 191
Side 192

x

Helgafell

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Helgafell
https://timarit.is/publication/1076

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.