Helgafell - 01.04.1944, Síða 58
40
HELGAFELL
Danmörku. Enda er svo að sjá, að Snorri Hyggi Rögnvald jarl vera aðkomu-
höfðingja á Mæri, og um son hans, Hrólf, segir Snorri: ,,Hann herjaði mjök
í austurvegu“. Á hinn bóginn telur Dudo, að faðir Hrólfs hafi ráðið fyrir
löndum bæði innan Danmerkur og utan hennar. Hefur hann sýnilega verið
víkingahöfðingi, er réð fyrir herstöðvum víðar en á einum stað. Hve oft hefur
það ekki hent í sögunni, að sami maður hafi mannaforræði í tveim þjóð-
löndum samtímis eða á mismunandi æviskeiðum sínum. Þetta er einmitt
svo ákaflega algengt fyrirbæri á dögum Rögnvalds jarls. Saga víkingaald-
arinnar er samfléttuð úr slíkum dæmum. Samkvæmt íslenzkri sögn eignast
Mærajarlinn Orkneyjar og setur þar til yfirstjórnar Sigurð jarl bróður sinn.
Hann gerir bandalag við tengdason hins austnorræna víkingahöfðingja frá
Hvinisfirði. En úti á Islandi, í Dölum vestur, geymdist minning þess, að
Þorsteinn rauður væri ættaður úr Danmörku, svo sem Rúðujarlar, að sögn
Dudos. Um leið hvarflar nú hugurinn að hinni undarlegu vísu Hornklofa,
þar sem hann hælist um það, að Haraldur konungur vildi ekki líta við
norsku kvonfangi, en ,,tók konu danska“. 1 Skáldasögu er þess getið, að höf-
undurinn, sem yrkir svo kaldranalega um norskar konur, hafi verið móður-
frændi Hrólfs Rögnvaldssonar.
Þá er eftir að athuga uppruna fimmtu ættgreinarinnar, er forustu hafði
í víkingafélaginu á Skotlandseyjum um það leyti, er Island tók að byggjast.
Geirmundur heljarskinn var, að sögn Landnámuritaranna, Hjörsson, Hálfs-
sonar, Hjörleifssonar konungs á Hörðalandi. Eftir ættliðatali að dæma, virð-
ist Hjörleifur hafa lifað á ofanverðri 8. öld. „Geirmundur heljarskinn var
herkonungur. Hann herjaði í vesturvíking, en átti ríki á Rogalandi“. Til
Islandsferðar „réðust með honum Olfur hinn skjálgi, frændi hans, og Stein-
ólfur hinn lági, sonur Hrólfs hersis af Ogðum, og Öndóttar, systur Ölvis
barnakarls'*. Ennfremur var í för með þeim Þrándur mjóbeinn frá Ögðum.
Er gott að hafa þessar frásagnir Landnámabókar um félagsskap Geirmundar.
Þær gefa til kynna, að náið samband hefur verið milli ættmanna Hjörleifs
Hörðakonungs og víkinganna á Ögðum. Finnast mörg önnur dæmi, sem
hníga að því sama, þótt ekki séu hér rakin. Félagi Geirmundar, Þrándur
mjóbeinn, var tengdafaðir Hrólfs Helgasonar magra, er út kom fullorðinn
með föður sínum og Hámundi heljarskinn. Gull-Þórir, landnámsmaður í
Þorskafirði, sem talinn er gauzkur að ætterni, og Þrándur mjóbeinn áttu
báðir dætur Gils skeiðarnefs. Hann ,,nam Gilsfjörð inn frá Ölafsdal, en
fyrir norðan til móts við Ulf skjálga'*. Má ætla, að þessir landnámsmenn hafi
verið gamlir félagar eða frændur. 1 þeirra byggð leitaði Geiri austmaður
hælis.'er hann varð að hrökklast úr Mývatnssveit. Þar settist einnig að Ket-
ill ilbreiður, sonur Þorbjarnar tálkna. Þorbjörn kom út með Örlygi gamla
Hrappssyni, bræðrungi Bjarnar austræna. 1 gamalli ættartölu er hann sagður