Helgafell - 01.04.1944, Page 116

Helgafell - 01.04.1944, Page 116
98 HELGAFELL RITSJÁ NÝ SAGNABLÖÐ I Bandaríkjunum er nýútkomin bók, sem vakið hefur rnikla athygli. Bókin heitir: News of the Nation eftir Sylvian Hoffman og C. Hartley Grattan. Þetta er saga Bandaríkjanna, rituð eins og dagblað. Atburðirnir eru skráðir sem fréttaskeyti. Öll bókin cr 41 fjögra síðna tölublöð og nær yfir tímabilið frá 1493 til 1941. Hvert tölublað nær því að meðaltali yfir tæp 11 ár. Þó er brugðið út af þessu, og eru t. d. fjögur tölublöð helguð borgarastyrj- öldinni. Fyrsta blaðið, dagsett 14. apríl 1493, skýrir frá þcjm áhrifum, er fundur Ameríku hefur á meginlandi Evrópu, og eru birt frétta- skeyti frá ýmsum höfuðborgum álfunnar varðandi skoðanir manna á þeim afleiðingum, sem fundur hins nýja meginlands muni hafa á framtíð Evrópu, — Síðan er saga Bandaríkj- anna rakin á svipaðan hátt, þannig, að atburð- irnir eru sjálfir Iátnir tala sínu máli, en minna hirt um að túlka þá frá sjónarmiði höfund- anna. Aðalfyrirsögn hvers blaðs fjallar um þann atburð, sem þýðingarmcstur varð á því tímabili, sem blaðið nær yfir, en smærri „frétt- ir“ fylla heildarmyndina. Bókinni hefur verið vel tekið af ritdómurum, enda þótt hugmynd- in sé ærið nýstárleg. Höfundarnir eru báðir kunnir hæfileikamenn. Hoffman er reyndur blaðamaður, og gefur út mörg tímarit sjálfur, en Grattan hefur skrifað ýmsar bækur um stjórnmál og stjórnmálasögu. — Hinn heims- frægi sagnfræðingur Charles A. Beard hefur ritað um bókina og lokið á hana miklu lofs- orði. Time spáir því, að þessi nýbreytni sé upphaf byltingar í sögufræðslu. Ritstjórar Helgafells höfðu um nokkurt skeið verið að velta fyrir sér hugmynd, sem ekki var með öllu ólík þessari, um að segja lesendum tímaritsins einstaka þætti úr Islands- sögu með nýtízku fréttasniði. Að sjálfsögðu ætti það ekki að hnekkja þeirri fyrirætlun, að framkvæmd svipaðrar hugmyndar hefur þeg- ar verið reynd annars staðar og fengið ágæt- ar viðtökur. ER READERS DIGEST AFTURHALDS- SAMT ÁRÓÐURSRIT? Margir hér á landi kannast við ameríska tímaritið Readers Digest. Rit þetta telur sig vera óháð stjórnmálaflokkum, og segist ein- ungis endurprenta hinar merkustu greinar úr öðrum blöðum og tímaritum fyrir almenning. Þó mun fáum lesendum þess hafa dulizt fjand- skapur þess við hina frjálslyndu stjórnarstefnu Roosevelts né hatrið á Sovétríkjunum. —- Það hcfur lengi verið opinbert leyndarmál, að með samningum sínum við önnur tímarit um end- urprentanir á greinum hefur R. D. ráðið rniklu um stefnu þeirra. En nú hefur hið alkunna vikurit The New Yorker tekið af ’skarið og sagt upp samningi sínum við R. D. með þeim rökum, að fjöldi greina sé beinlínis frumsam- inn að tilhlutun R. D., greinarnar síðan lcngd- ar fyrir hin venjulegu tímarit, þar sem þær birtast fyrst, og loks „styttar" í sína upphaf- legu mynd, áður en þær cru ,,endurprentaðar“ í Rcaders Digest. „I raun og veru virðast ýmis tímarit njóta styrks frá Readers Digest til út- gáfu sinnar", segir New Yorker. Áróður R. D. gegn ,,kommúnismanum“ og Sovétríkjunum verður skljanlegri, er menn vita, að sovéthatarinn Max Eastman er einn af rit- stjórum þcss. Á sama hátt er auðskilið, að rit- stjórinn Stanley High, svarinn fjandmaður Reynið að fá áhuga á einhverjn, vikka sjón- dcildarhringinn, auka útivistina og anda að yður breinu lofti . . . Og segið upp Readers Digest! Roosevelts, muni ekki beinlínis leggja sig fram um að láta forsetann njóta sannmælis. Marg- ir hafa furðað sig á hinu nána samstarfi R. D.
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156
Page 157
Page 158
Page 159
Page 160
Page 161
Page 162
Page 163
Page 164
Page 165
Page 166
Page 167
Page 168
Page 169
Page 170
Page 171
Page 172
Page 173
Page 174
Page 175
Page 176
Page 177
Page 178
Page 179
Page 180
Page 181
Page 182
Page 183
Page 184
Page 185
Page 186
Page 187
Page 188
Page 189
Page 190
Page 191
Page 192

x

Helgafell

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Helgafell
https://timarit.is/publication/1076

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.