Helgafell - 01.04.1944, Blaðsíða 102

Helgafell - 01.04.1944, Blaðsíða 102
84 HELGAFELL HANNIBAL : Ég hef hundrað og tutt- ugu þúsundir. FABÍUS: Þig misminnir. Þú hefur fimmtíu. Ekki minna og hreint ekki meira. Hersveitir þínar hafa týnt töl- unni af sjúkdómum, þær eru vanfædd- ar og illa búnar að vopnum. Við höf- um áttatíu þúsundir. HANNIBAL: Áðan sagðirðu hundr- að og tuttugu þúsundir. FABÍUS : Sagði ég það ? Þá hef ég skrökvað. Því að við höfum aðeins áttatíu þúsundir. En við erum vel búnir að vopnum og klæðum, heilir heilsu og vel í skinn komið. Á annað hundr- að öldungaráðsmenn eru í hernum, og baráttukjarkurinn óbilandi. HANNIBAL: Þið ætlið þá svo sem að sigra mig í þetta skiptið ! Og þess vegna kemur þú og leggur mér það heilræði að flýja orustulaust ? FABÍUS: Þú heldur víst, að ég sé genginn í barndóm. Það er víst rétt, ég er það áreiðanlega. Svo líta menn lfka á heima í Róm. Einmitt þessvegna nýt ég enn nokkurs trausts þar. Þú, Hannibal, ert snillingur, og vér þökk- um Júpíter fyrir, að þú skulir ekki vera fæddur meðal vor. Það eru hin þyngstu örlög, sem lögð verða á nokkra þjóð, að snillingur vaxi upp með henni. — Snillingurinn er haldinn þeirri þrá- hyggju, að hann geti unnið bug á okk- ur hinum, aulabárðunum. Það getur snillingurinn aldrei. Þess vegna er hon- um glötunin vís. HANNIBAL: Ert þú þá hingað kom- inn til þess að gera samskonar aula- bárð úr mér ? FABlUS: Hvað ætlast þú fyrir í raun og veru ? Leggja Róm í rústir ? Gott og vel. Hvað vilja Rómverjar ? Leggja Kartagó í eyði ? Gott og vel. En sjáðu, ég — hvað vil ég ? Já, hver er ég ? Ég er gamalmenni, svo gamall, að ég er orðinn að manni. Þó að ég eigi heima í Róm, er ég þannig gerður, að mér finnst álíka lítill ávinningur að leggja í eyði hvora þessa borg sem er. Ég á fimm börn og þrettán barnabörn. Eg hef gaman af að sjá börn leika sér. Og ég geri mér í hugarlund, að börnin í Kartagó leiki sér á svipaðan hátt og börnin í Róm. Þetta er önnur ástæðan. Hin er sú, að Rómverjar þurfa að verzla, og Kartagómenn þurfa líka að verzla. Það er þægilegra að verzla við byggða borg en brunnar rústir, er ekki svo ? HANNIBAL: Rök þín bíta ekki á mig. Ég er ókvæntur og á hvorki börn né barnabörn. Ég man ekki, hvort ég hef nokkurn tíma séð börn leika sér. Og ég er ekki fésýslumaður. Þær við- skiptaaðferðir, sem mér eru tamastar, eiga ekkert skylt við peningamál. FABlUS: Þótt þú eigir ekki nein börn ennþá, geturðu eignazt þau síð- ar. Og líklega hefur þú þó einhvern tíma verið barn sjálfur og leikið þér ? HANNIBAL: Það — það getur vel verið. I-ABÍUS: Þarna sérðu. — En nú skal ég segja þér nokkuð. Þegar ég legg eitthvað til málanna heima í Róm, er oftastnær hlegið að mér. En þegar þeir hafa hlegið út, fara þeir að mínum ráðum. Því að í rauninni þykir þeim vænt um gamla hróið. En þegar þú leggur eitthvað fyrir í Kartagó, gnísta þeir tönnum, af því að þeim er ekki hótið hlýtt til þín, en beygja sig bara fyrir ofurmenninu. — Hannibal! Við skulum báðir láta hersveitir okkar slíðra sverðin. Við skulum fara hvor til sinnar borgar og segja: ,,Við vilj- um lifa í sátt og friði, í stað þess að gera þann óvinafagnað að berast á
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144
Blaðsíða 145
Blaðsíða 146
Blaðsíða 147
Blaðsíða 148
Blaðsíða 149
Blaðsíða 150
Blaðsíða 151
Blaðsíða 152
Blaðsíða 153
Blaðsíða 154
Blaðsíða 155
Blaðsíða 156
Blaðsíða 157
Blaðsíða 158
Blaðsíða 159
Blaðsíða 160
Blaðsíða 161
Blaðsíða 162
Blaðsíða 163
Blaðsíða 164
Blaðsíða 165
Blaðsíða 166
Blaðsíða 167
Blaðsíða 168
Blaðsíða 169
Blaðsíða 170
Blaðsíða 171
Blaðsíða 172
Blaðsíða 173
Blaðsíða 174
Blaðsíða 175
Blaðsíða 176
Blaðsíða 177
Blaðsíða 178
Blaðsíða 179
Blaðsíða 180
Blaðsíða 181
Blaðsíða 182
Blaðsíða 183
Blaðsíða 184
Blaðsíða 185
Blaðsíða 186
Blaðsíða 187
Blaðsíða 188
Blaðsíða 189
Blaðsíða 190
Blaðsíða 191
Blaðsíða 192

x

Helgafell

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Helgafell
https://timarit.is/publication/1076

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.