Helgafell - 01.04.1944, Page 103

Helgafell - 01.04.1944, Page 103
FYRIR ORUSTUNA 85 banaspjót". Börnin geta svo haldið á- fram að leika sér beggja megin hafs- ins, og skipin að sigla frá strönd til strandar og flytja hamingju og hag- saeld. HANNIBAL: Hve lengi mundi frið- urinn endast ? FABÍUS: Enginn friður varir að ei- lífu. En hver dagur, sem friðurinn end- ist, er blessunargjöf. HANNIBAL: Og svona talar æðsti hershöfðingi rómverska herveldisins ! Hvernig getur nokkur þjóð orðið svo ellihrum á einum tuttugu árum ? Þið hljótið að vera alveg á heljarþröminni, úr því að þú hefur verið sendur með jafn hlægilegt tilboð. FABÍUS: £g hef áttatíu þúsundir manna, en þú aðeins fimmtíu. HANNIBAL: Mig grunaði ekki, að úlfur gæti orðið svo illa tenntur, að hann breyttist í sauðkind að lokum. Rómverjar biðja um frið ! Öldum sam- an hafið þið özlað blóðelginn. Traðk- aðir akrar, brenndar borgir og hlekkj- aðar þjóðir hafa markað slóðina. Þú spurðir mig áðan, hvort ég hefði ekki leikið mér, þegar ég var barn. Víst gerði ég það, en ég lék mér, hershöfð- ingi góður, innan um sviðnar rústir borga, sem þið höfðuð brennt. Faðir minn tók mig í herferð með sér úr kjöltu móður minnar. Aðeins níu ára gamall lá ég á hnjánum í rjúkandi rústum og reyndi að stöðva með litla lófanum blóðrásina úr banasárinu, sem þið veittuð honum. Þannig lék ég mér í bernsku. Nú óskið þið friðar. Þið viljið hreiðra um ykkur í ræningjabælinu og láta þjóðirnar, sem þið hafið undirokað, færa ykkur skatt- peninginn á sængina. Þú kemur til mín, gamli refur, með falsi og fagur- gala, til mín, sem forsjónin hefur upp hafið og útvalið, til þess að binda endi á þetta blygðunarlausa prangaraveldi ykkar og flytja þeim þjóðum frelsi og sigur, sem þið hafið haldið í þrældómi undir böðulssvipunni! FABlUS: Þér væri víst ekki sama, þótt þú færir með þetta aftur ? HANNIBAL : Færi með það aftur ? FABÍUS: Þú fyrirgefur, að ég heyrði ekki sem bezt, hvað þú varst að segja. Þú vilt víst ekki gera það fyrir mig að endurtaka það ? Ég skildi þig ekki fylli- lega. Það kemur af þessum ræðustíl hjá þér. Ég hef heyrt, að svona sé tal- að á fundum hjá ykkur. En bæði er nú það, að á þessum stað er ég einn áheyrenda — og svo tölum við ekki með þessu lagi í Ráðinu hjá okkur. Þar göngum við með þá grillu, að hæst bylji í tómri tunnu, því að sannleikur- inn geti aflað sér áheyrnar af eigin rammleik. Já, við erum nú haldnir þessum og þvílíkum hleypidómum þarna í Ráðinu. En við erum gömul þjóð. HANNIBAL: Ætli við getum ekki farið að slíta þessu tali ? FABlUS: Eg held, að þau tilmæli séu ekki út í bláinn. Ég bið þig af- sökunar á því, að ég kom hingað. Eg hef eytt tímanum til einskis. Það ger- ir ekkert til mín vegna. Eg hef nógan tíma. Eg hef líka sóað tímanum fyrir þér. Það er miklu lakara. En þó hefur heimsókn mín ekki orðið alveg árang- urslaus. Ég hef sannfærzt um eitt — að þjóð mín hefur rétt fyrir sér. Það dugir ekki nema ein aðferð til þess að sannfæra slíkan mann sem þig og þjóð, sem elur slíkan mann sem þig, og hún er sú, að ganga af ykkur dauðum. Og þá er að gera það. HANNIBAL : Einmitt það ! Og hver á að gera það ? Þið Rómverjarnir ? Ég
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156
Page 157
Page 158
Page 159
Page 160
Page 161
Page 162
Page 163
Page 164
Page 165
Page 166
Page 167
Page 168
Page 169
Page 170
Page 171
Page 172
Page 173
Page 174
Page 175
Page 176
Page 177
Page 178
Page 179
Page 180
Page 181
Page 182
Page 183
Page 184
Page 185
Page 186
Page 187
Page 188
Page 189
Page 190
Page 191
Page 192

x

Helgafell

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Helgafell
https://timarit.is/publication/1076

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.