Helgafell - 01.04.1944, Qupperneq 103
FYRIR ORUSTUNA
85
banaspjót". Börnin geta svo haldið á-
fram að leika sér beggja megin hafs-
ins, og skipin að sigla frá strönd til
strandar og flytja hamingju og hag-
saeld.
HANNIBAL: Hve lengi mundi frið-
urinn endast ?
FABÍUS: Enginn friður varir að ei-
lífu. En hver dagur, sem friðurinn end-
ist, er blessunargjöf.
HANNIBAL: Og svona talar æðsti
hershöfðingi rómverska herveldisins !
Hvernig getur nokkur þjóð orðið svo
ellihrum á einum tuttugu árum ? Þið
hljótið að vera alveg á heljarþröminni,
úr því að þú hefur verið sendur með
jafn hlægilegt tilboð.
FABÍUS: £g hef áttatíu þúsundir
manna, en þú aðeins fimmtíu.
HANNIBAL: Mig grunaði ekki, að
úlfur gæti orðið svo illa tenntur, að
hann breyttist í sauðkind að lokum.
Rómverjar biðja um frið ! Öldum sam-
an hafið þið özlað blóðelginn. Traðk-
aðir akrar, brenndar borgir og hlekkj-
aðar þjóðir hafa markað slóðina. Þú
spurðir mig áðan, hvort ég hefði ekki
leikið mér, þegar ég var barn. Víst
gerði ég það, en ég lék mér, hershöfð-
ingi góður, innan um sviðnar rústir
borga, sem þið höfðuð brennt. Faðir
minn tók mig í herferð með sér úr
kjöltu móður minnar. Aðeins níu ára
gamall lá ég á hnjánum í rjúkandi
rústum og reyndi að stöðva með litla
lófanum blóðrásina úr banasárinu,
sem þið veittuð honum. Þannig
lék ég mér í bernsku. Nú óskið þið
friðar. Þið viljið hreiðra um ykkur í
ræningjabælinu og láta þjóðirnar, sem
þið hafið undirokað, færa ykkur skatt-
peninginn á sængina. Þú kemur til
mín, gamli refur, með falsi og fagur-
gala, til mín, sem forsjónin hefur upp
hafið og útvalið, til þess að binda endi
á þetta blygðunarlausa prangaraveldi
ykkar og flytja þeim þjóðum frelsi og
sigur, sem þið hafið haldið í þrældómi
undir böðulssvipunni!
FABlUS: Þér væri víst ekki sama,
þótt þú færir með þetta aftur ?
HANNIBAL : Færi með það aftur ?
FABÍUS: Þú fyrirgefur, að ég heyrði
ekki sem bezt, hvað þú varst að segja.
Þú vilt víst ekki gera það fyrir mig að
endurtaka það ? Ég skildi þig ekki fylli-
lega. Það kemur af þessum ræðustíl
hjá þér. Ég hef heyrt, að svona sé tal-
að á fundum hjá ykkur. En bæði er
nú það, að á þessum stað er ég einn
áheyrenda — og svo tölum við ekki
með þessu lagi í Ráðinu hjá okkur.
Þar göngum við með þá grillu, að hæst
bylji í tómri tunnu, því að sannleikur-
inn geti aflað sér áheyrnar af eigin
rammleik. Já, við erum nú haldnir
þessum og þvílíkum hleypidómum
þarna í Ráðinu. En við erum gömul
þjóð.
HANNIBAL: Ætli við getum ekki
farið að slíta þessu tali ?
FABlUS: Eg held, að þau tilmæli
séu ekki út í bláinn. Ég bið þig af-
sökunar á því, að ég kom hingað. Eg
hef eytt tímanum til einskis. Það ger-
ir ekkert til mín vegna. Eg hef nógan
tíma. Eg hef líka sóað tímanum fyrir
þér. Það er miklu lakara. En þó hefur
heimsókn mín ekki orðið alveg árang-
urslaus. Ég hef sannfærzt um eitt —
að þjóð mín hefur rétt fyrir sér. Það
dugir ekki nema ein aðferð til þess að
sannfæra slíkan mann sem þig og þjóð,
sem elur slíkan mann sem þig, og hún
er sú, að ganga af ykkur dauðum. Og
þá er að gera það.
HANNIBAL : Einmitt það ! Og hver
á að gera það ? Þið Rómverjarnir ? Ég