Helgafell - 01.04.1944, Blaðsíða 24

Helgafell - 01.04.1944, Blaðsíða 24
6 HELGAFELL eitt hinna miklu frelsisskálda, sem dóu ung. Enn hittast hér fyrir rosknir alþýðumenn, sem minning hans er hugfólgin. Vonandi förlast okkur aldrei svo arfborin virðing fyrir göfugri skáldlist, hetjulegri frelsisbaráttu og harm- tignum örlögum, að nafn Nordahls Grieg falli í gleymsku á íslandi. IV. Ég, sem þetta rita, hef um langt skeið verið handgenginn skáldskap Nordahls Grieg, og að vísu með nokkuð sérstæðum hætti. Af honum sjálfum hafði ég aðeins stutt og svipul, en ógleymanleg kynni. Jafnvel þó að ég hefði ekki þurft við og notið sérstakrar góðvildar hans og umburðarlyndis gagnvart þeim tilraunum að íslenzka nokkur af ljóðum hans, hefði mér orðið sú viðkynning einstæð og dýrmæt. Minning um persónuleg kynni af Nordahl Grieg hlýtur að gera sérhverjum, sem þeim átti að fagna, von- bjartara en áður fyrir augum um framtíð þeirra hugsjóna, sem hann unni. Ef til vill má hæfa, að ég ljúki þessum línum með því að rifja upp frá síðasta fundi okkar ummæli, sem vissulega bregða skýrri, en raunar ekki nýrri, birtu yfir viðhorf Nordahls Grieg til dauÖans, sem við vitum nú, að þá hefur beðið h'ans við næsta leiti. Tal okkar hafði borizt að nýlesnu kvæði eftir eitt fremsta núlifandi ljóðskáld Norðurlanda, stórbrotnu og fögru minningarljóði um mikilhæfa norræna skáldkonu, sem meinleg örlög og viðkvæmni gagnvart böli samtíðarinnar höfðu leitt til sjálfsmorðs. Nordahl Grieg fór vinsamlegum viðurkenningarorðum um kvæðið og bæði hin nor- rænu skáldsystkin, sem þar áttu hlut að máli. En eftir stundarhlé á við- ræðum sagði hann, alvarlegri í bragði en áður, um leið og hann sýndi á sér fararsnið: Jeg lifyer allikeVel i\k.e denne apoteose av den passive döden. Jeg er atytivist! Þessi orð hans kunna að verða fleirum en mér minnisstæð, þótt boðskapur hans og athafnir hefðu æ og ávallt borið þessari sömu skoð- un vitni. — Hver er tilgangur skáldskaparins annar en sá að efla réttlátara og farsælla líf ? hafði hann spurt skýrt og skorinort í formálanum að Ættmold og ástjörð. Vegsömun þeirrar lausnar á vandamálum lífsins, sem fólgin var í uppgjöf gagnvart andstæðu þess, gat ekki verið Nordahl Grieg að skapi: Aðeins af þjónustu við lífið mátti listin öðlast ótvírætt gildi og dauðinn vegsemd. Af þeirri fágætu samkvæmni milli sannfæringar og at- hafna, sem honum var lagin, staðfesti hann hvorttveggja með dæmi sínu. Magnús Ásgeirsson.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144
Blaðsíða 145
Blaðsíða 146
Blaðsíða 147
Blaðsíða 148
Blaðsíða 149
Blaðsíða 150
Blaðsíða 151
Blaðsíða 152
Blaðsíða 153
Blaðsíða 154
Blaðsíða 155
Blaðsíða 156
Blaðsíða 157
Blaðsíða 158
Blaðsíða 159
Blaðsíða 160
Blaðsíða 161
Blaðsíða 162
Blaðsíða 163
Blaðsíða 164
Blaðsíða 165
Blaðsíða 166
Blaðsíða 167
Blaðsíða 168
Blaðsíða 169
Blaðsíða 170
Blaðsíða 171
Blaðsíða 172
Blaðsíða 173
Blaðsíða 174
Blaðsíða 175
Blaðsíða 176
Blaðsíða 177
Blaðsíða 178
Blaðsíða 179
Blaðsíða 180
Blaðsíða 181
Blaðsíða 182
Blaðsíða 183
Blaðsíða 184
Blaðsíða 185
Blaðsíða 186
Blaðsíða 187
Blaðsíða 188
Blaðsíða 189
Blaðsíða 190
Blaðsíða 191
Blaðsíða 192

x

Helgafell

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Helgafell
https://timarit.is/publication/1076

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.