Helgafell - 01.04.1944, Qupperneq 150

Helgafell - 01.04.1944, Qupperneq 150
124 HELGAFELL Jafnvel sumir þeir, sem rithöfundar- nöfn bera, standa þar neðarlega á frum- stiginu. Blaðamenn, sem skrifa daglega fyrir þúsundir lesenda, og umsvifa- menn í sumum æðstu stöðum landsins, virðast eiga undir hendingu, hvort þeim tekst vandræðalítið að tjá ein- falda hugsun í greinarstúfi eða opin- beru plaggi. Margt gott gæti leitt af því, að sumir þeirra tækju sér hvíld frá störfum og gerðu tilraun um að semja skáldsögu eftir frásagnarlögmál- um fornritanna. Eg ætla að vera fáorður um hina nýju skáldsögu Guðm. G. Hagalíns, BLÍTT LÆTUR VERÖLDIN, að sinni, því að ég man ekki betur en að þú værir að búa þig undir ritdóm um hana fyrir Helgafell í vetur, og vænti, að þess gæti í bréfi þínu. En ekki sé ég ástæðu til að halda því leyndu, að mér finnst bókin bezt gerð og geð- felldust hinna stærri skáldsagna Haga- líns, en að vísu hefur honum látið sú tegund ritstarfa miður til þessa en smá- sögur og ævisagnaritun. Stíll þessarar sögu er að mestu laus við ýmsa kæki, sem áður hafa lýtt rithátt höfundar- ins, og lítið um orðaskrúð og málaleng- ingar. Yrkisefnið er ekki langsótt, enþó óþvælt; hins vegar er það vandasamt í meðförum, enda verður ekki annað sagt en skáldið hefði stundum mátt sýna meiri dirfsku í sennileikans þágu, án þess að slíkt hefði þurft að hneyksla það sjálft eða aðra. Nokkur sálfræði- veila virðist mér það í sögunni, hversu misfullorSin karlhetja bókarinnar, drengurinn, sýnist vera þennan sumar- tíma, sem sagan gerist, með því að tilhugalíf hans, á því stigi, sem þar er lýst, hrekkur ekki til fullrar skýr- ingar á svo skjótum þroska. En ýmsir fallegir kaflar eru óneitanlega í sög- unni. Hún ber ljós merki aukinnar stíl- ræktar, og er það vel farið. NÁTTTRÖLLIÐ GLOTTIR er fyrsta stóra skáldsagan, sem Krist- mann GiiÖmundsson hefur ritað á ís- lenzku. Vafalaust verður ýmsum fyrst fyrir að skyggnast eftir, hversu þess- um víðkunna og vinsæla höfundi hafi tekizt sú nýbreytni að skrifa mikið skáldverk á móðurmáli sínu eftir tutt- ugu ára ritstörf á erlendri tungu, sem hann virðist hafa sigrazt á með ævin- týralegum hraða. Mér finnst sagan að vísu bera þess nokkur merki, að með- ferð Kristmanns á íslenzku ritmáli sé enn á tilraunastigi, en eins og vænta mátti af svo gáfuðum og metnaðar- gjörnum höfundi, liggja veilurnar miklu fremur í ofrausn en umkomu- leysi. Kristmann hefur aflað sér orð- gnóttar af miklum dugnaði og sam- vizkusemi, en honum hefur verið held- ur brátt um að koma feng sínum á framfæri í sögunni. Málfar bókarinnar hefði án efa sómt sér betur án þeirra greinilegu áhrifa, sem þar gætir frá orðabók Sigfúsar Blöndals, einkum framan af. Þeirri hugsun verður tæp- lega varizt, að höf. taki stundum á sig smákróka, til þess að koma að ein- hverju fágætu, ,,rammíslenzku“ orði eða orðtæki, þar sem einfaldara tungu- tak hefði verið eðlilegra. Tiltölulega mörg sjaldgæf og stundum sjaldskilin orð mega því teljast til nokkurra lýta á stíl sögunnar. En höf. hefur miklar málsbætur, eins og fyrr segir. Sagan mun vera fyrsti hluti af fram- haldsverki, og þótt hún virðist sjálf- stæð að efni, verður að hafa þetta í huga, þegar litið er á sum byggingar- atriði hennar. Hin táknræna umgjörð, Nátttröllssögnin sjálf, sýnist í fljótu bragði hafa fremur litlu hlutverki að gegna, og jafnvel vera heldur til ó- þurftar, sé miðað við efnisheild þess- arar bókar einnar, og hið sama má í rauninni segja um aðra aðalsöguhetj- una, eins konar fulltrúa höfundarins, Tosta sauðamann. En sennilega á höf. eftir að réttlæta erindi hans og fyrir-
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112
Qupperneq 113
Qupperneq 114
Qupperneq 115
Qupperneq 116
Qupperneq 117
Qupperneq 118
Qupperneq 119
Qupperneq 120
Qupperneq 121
Qupperneq 122
Qupperneq 123
Qupperneq 124
Qupperneq 125
Qupperneq 126
Qupperneq 127
Qupperneq 128
Qupperneq 129
Qupperneq 130
Qupperneq 131
Qupperneq 132
Qupperneq 133
Qupperneq 134
Qupperneq 135
Qupperneq 136
Qupperneq 137
Qupperneq 138
Qupperneq 139
Qupperneq 140
Qupperneq 141
Qupperneq 142
Qupperneq 143
Qupperneq 144
Qupperneq 145
Qupperneq 146
Qupperneq 147
Qupperneq 148
Qupperneq 149
Qupperneq 150
Qupperneq 151
Qupperneq 152
Qupperneq 153
Qupperneq 154
Qupperneq 155
Qupperneq 156
Qupperneq 157
Qupperneq 158
Qupperneq 159
Qupperneq 160
Qupperneq 161
Qupperneq 162
Qupperneq 163
Qupperneq 164
Qupperneq 165
Qupperneq 166
Qupperneq 167
Qupperneq 168
Qupperneq 169
Qupperneq 170
Qupperneq 171
Qupperneq 172
Qupperneq 173
Qupperneq 174
Qupperneq 175
Qupperneq 176
Qupperneq 177
Qupperneq 178
Qupperneq 179
Qupperneq 180
Qupperneq 181
Qupperneq 182
Qupperneq 183
Qupperneq 184
Qupperneq 185
Qupperneq 186
Qupperneq 187
Qupperneq 188
Qupperneq 189
Qupperneq 190
Qupperneq 191
Qupperneq 192

x

Helgafell

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Helgafell
https://timarit.is/publication/1076

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.