Helgafell - 01.04.1944, Blaðsíða 182
HÖFUNDATAL HELGAFELLS
NYIR HÖFUNDAR 1 I .—4. HEFTI:
JÚLÍUS HAVSTEEN. F. 1886. Sýslumaður
Þingeyinga á Húsavík. Hefur skrifað greinar um
margvísleg efni í blöð og tímarit.
BJÖRN SIGURÐSSON. F. 1913 að Veðra-
móti í Skagafirði, sonur Sigurðar fyrrum bónda
þar, nú framfærslufulltrúa í Reykjavík, og konu
hans, Sigurbjargar Guðmundsdóttur. Björn nam
læknisfræði við háskólann hér, sigldi að loknu
prófi til Kaupmannahafnar og stundaði þar líf-
fræðifræðirannsóknir um tveggja ára skeið. —
Eftir nokkra viðdvöl heima sigldi hann til Amer-
íku til rannsókna á vírussjúkdómum við Rocke-
fellerstofnunina og stundaði þær í önnur tvö ár
við ágætan orðstír. Á nú sæti í Rannsóknarráði
ríkisins og starfar að vísindarannsóknum á Rann-
sóknarstofu háskólans. Hefur ritað margar grein-
ar um vísindaleg efni í erlend sérfræðirit.
JÓN JÓHANNESSON. Helgafell hefur þær
spurnir helztar af honum, að hann sé maður
um fertugt, ættaður frá Breiðafirði, og hafi stund-
að ýmis algeng störf um dagana. Hann mun
fást við skáldskap bæði í lausu máli og bundnu,
og hefur sumt birzt á víð og dreif. Kvæðiskorn-
ið, sem hér birtist, virðist gefa þær upplýsingar
til viðbótar, að á bak við nafnið sé maður með
ótvíræða skáldgáfu.
SNORRI HJARTARSON. F. 22. apríl 1906
að Hvanneyri í Borgarfirði, sonur Hjartar Snorra-
sonar og konu hans, Ragnheiðar Torfadóttur frá
Ólafsdal. Stundaði nám í Flensborgarskólanum
og menntaskólanum í Reykjavík. Fór 1931 til
Noregs og var eitt ár við nám á listaháskólanum
í Osló, en hvarf síðan að ritstörfum. Birtust
næstu árin eftir hann nokkrar smásögur og
kvæði, og haustið 1934 skáldsagan Höjt jlyver
ravnen. Var skipaður yfirbókavörður við Bæj-
arbókasafn Reykjavíkur 1. janúar 1943. — Von
er á fyrstu ljóðabók Snorra í haust, og má vænta
mikils af henni.
BJARNI VILHJÁLMSSON. F. 1915, ættað-
ur frá Norðfirði. Lauk kennaraprófi í norrænu
fyrir tveim árum. Var á háskólaárum sínum
starfsmaður við Alþýðublaðið um skeið, enn-
fremur hjá Menningar- og fræðslusambandi al-
þýðu og veitti því forstöðu um hríð. Vinnur nú
að undirbúningi íslenzkrar orðabókar á vegum
háskólans og annast útgáfu á Fornaldarsögum
Norðurlanda ásamt Guðna Jónssyni.
LECONTE DE LISLE. Franskt ljóðskáld
(1818—1894). Eitt af helztu skáldum Parnass-
stefnunnar svonefndu; orti fáguð og formstyrk
ljóð ofar lífi landsins; ,,gerði að marmara hvert
efni, sem hann snart, þrátt fyrir glóð hið innra;
tilbað dauðann einan“ (Arthur Symons).
FRÍÐA EINARS. Hún heitir fullu nafni
Málfríður Einarsdóttir, borgfirzk að ætt, nú bú-
sett í Reykjavík. Hefur þýtt margt ljóða, eink-
um úr ensku og frönsku, og skrifað blaðagrein-
ar undir dulnefnum. Frumort kvæði mun hún
og eiga í fórum sínum. Lítið sem ekkert af
skáldskap frá hennar hendi mun hafa birzt
til þessa.
JOHN DOS PASSOS. Einn af kunnustu rit-
höfundum í Bandaríkjunum, f. í Chicago 1896.
Þekktustu bækur hans eru Manhattan Transfer,
The 42nd Parallel, The Big Money og Nineteen-
Nineteen. Þrjár hinar síðasttöldu hafa verið
gefnar út í einni heild, undir nafninu U. S. A.
í þessu verki bregður Dos Passos upp stórfeng-
legri myndsýningu af menningarástandi og þjóð-
félagslífi Bandaríkjanna, í nýstárlegum stíl, þar
sem stæld er að nokkru leyti framsetning frétta-
kvikmynda og stórblaða. Síðasta bók hans er
Number One, 1943. Dos Passos var lengi vel
talinn meðal ,,óvina mannfélagsins“ þar vestra,
vegna ádeilna sinna á auðvaldsskipulagið, en
starfar nú vel virtur á vegum upplýsingamála-
ráðuneytisins í Washington.
YNGVI JÓHANNESSON. F. 1896 að Kvenna-
brekku í Dölum, bróðir Jakobs skálds Smára.
Lauk prófi við Verzlunarskóla Íslands. Stundar