Helgafell - 01.04.1944, Blaðsíða 125
LISTASTEFNUR
107
sem hann hyggst túlka. E1 Greco var
ljóst, eins og hinum býsönsku og got-
nesku listamönnum miðaldanna, að
yfirnáttúrlegar hugsjónir verða ekki
birtar í algjörlega raunsærri list. Lista-
maður, sem beitir sér að tjáningu trú-
ar eða annarra andlegra efna, verður
að skapa form, sem hefja menn yfir
umhverfi raunheimsins. Þetta tókst E1
Greco betur en nokkrum öðrum lista-
manni á hans dögum.
Seytjánda öldin var ekki eingöngu
öld trúarvakningar, hún var öld vakn-
ingar á öllum sviðum, sjóndeildar-
hringurinn varð alls staðar víðari. Þá
var hinn nýi heimur vestanhafs kann-
aður og numinn. Þá voru gerðar mikl-
ar uppgötvanir í heimi vísindanna, og
þá urðu til stjórnmála- og hagkerfi nú-
tímans. Þá var uppi öld eldlegs áhuga,
rannsókna og hvers kyns athafna.
Sá listamaður, sem er einna bezta
dæmi aldarandans, var Peter Ruberis,
flæmskur að ætt. Rubens, einhvermesti
snillingur málaralistarinnar og slyng-
astur allra í sögu listarinnar um skreyt-
ingu og uppistöðu í myndum sínum að
hætti barokk-stílsins. I rauninni varði
hann mestallri ævi sinni til rannsókna
og tilrauna, á því, hversu hreyfing yrði
tjáð í litum og línum. Myndin af Ven-
usi og Adonis sýnir, hverjum meistara-
tökum hann náði á þessu viðfangsefni
sínu. Af þessari mynd má einnig læra
margt um hugmyndir barokk-lista-
mannanna um form, og að hverju leyti
þær voru ólíkar hugmyndum endur-
reisnarlistamannanna um sama efni.
Á endurreisnartímabilinu kepptu
menn að kyrrð- og jafnvægi í mynda-
samstæðunni. Mannamyndir voru
dregnar samhliða myndfletinum sjálf-
um, og dýpt eða fjarsýni var náð með
röðun samhliða flata fjær ogfjærírúmi.
Málararnir gættu þess vandlega að
setja einhvers konar umgerð um mynd-
ina sjálfa, sem yrði skilveggur milli
áhorfandans og sviðsins. Þessi grund-
vallaratriði má sjá í TilbeiSslu vitr-
inganna frá Austurlöndum, eftir Botti-
celli.
Barokk-málarinn reynir hins vegar
að rjúfa allt, sem skilur málverkið
frá raunveruleikanum, reynir að seiða
áhorfandann inn í myndina, þannig að
hann virðist taka þátt í því, sem þar
gerist. Til þessa notar Rubens skálín-
una í mynd Venusar, — dregna inn á
baksviðið um útréttan arm Adonisar
og veiðihundana. Uppistaðan í mynd-
inni er skálínur, því að Rubens veit,
að þær eru bezt fallnar til tjáningar
hreyfinga og athafna. Honum er líka
kunnugt, að auganu hættir til að nema
staðar við stóra, samlita fleti, og þess
vegna rýfur hann fletina og birtuna á
hlutunum, svo að augað fái ekki
augnablikshvíld. Árangur þessara
tæknibragða er mynd, þar sem allt er
á hreyfingu, ólgandi, lausbeizluð orka.
Þótt Rúbens teldi sig fyrst og fremst
skrautlistarmálara, var hann einnig
snjall mannamyndamálari, eins og sjá
má af myndinni af Jarlinum af Ar-
undel. Það, sem mesta athygli vek-
ur í þessari mynd, eru ljósbrigðin og
fjörið og lífsþrótturinn, sem skín út
úr persónunni. Það er þessi dæma-
lausi lífsþróttur, þessi himingleði yfir
því að vera lífs en ekki liðinn, sem
vekur fyrst eftirtekt áhorfandans. Hér
endurspeglast lífsnautn Rubens sjálfs,
er öðrum fremur kunni að lifa lífinu
og njóta þess.
Þótt list Rubens sé mjög svo túlk-
andi, litskrúðug og skrautleg, þá
stendur hún traustum rótum í grunni
náttúrustefnunnar. Og hvar sem leitað
er í list 17. aldarinnar, verður fyrir
manni þessi náttúrukennd, þessi könn-
un raunheimsins í ríkara mæli en
nokkru sinni hafði áður þekkzt í lista-
sögunni. Á Spáni er náttúrustefnan
ofurlítið milduð trúarlegum expressjón-