Helgafell - 01.04.1944, Side 38
20
HELGAFELL
krossi og hárauðum krossi innan í hvíta krossinum o. s. frv.” Önnur tillaga:
„Þjóðfáni íslands skal vera hvítur með heiðbláum krossi og hvítri og blárri
rönd utan með beggja vegna“ o. s. frv. Eftir að hafa lagt fram þessar til-
lögur, segir nefndin: ,,Eins og hæstvirtum ráðherra er kunnugt, er vissa
fengin fyrir því, að konungur muni staðfesta hvora sem er af þessum tveimur
gerðum, og telur nefndin það mikils varðandi, að sú vissa er fengin“. Er
hér ein sönnun enn fyrir því, að konungur gerði ekki rauða litinn að skilyrði
fyrir staðfestingu hans. Hann mundi hafa samþykkt fána, sem var hvítur og
blár, ef hann ,,var ekki eftirtakanlega líkur fána neins annars lands“.
Tillögur fánanefndarinnar voru lagðar fyrir Alþingi, sem féllst á tillögu
I, eða þrílita krossfánann, bláa, hvíta og rauða, og samkvæmt því var gerð
fánans úrskurðuð 19. júní 1915, og endurtekin með konungsúrskurði 30. nóv-
ember 1918, en daginn eftir var fullveldi Islands viðurkennt.
Árið 1941 lagði ríkisstjórnin fyrir Alþingi frumvarp til laga um þjóðfána
Islendinga, sem vísað var til allsherjarnefndar neðri deildar, er skilaði mjög
ýtarlegu nefndaráliti, þar sem m. a. segir: ,,Gerð þjóðfánans var, svo sem
mönnum mun vera kunnugt, ákveðin samkvæmt tillögu 5 manna milliþinga-
nefndar, er skipuð var 30. des. 1913 til að koma fram með tillögur til stjórn-
arinnar um lögun og lit fána. En hugmyndin um þrílitan, hvítan, rauðan
og bláan þjóðfána til handa íslendingum, er raunar miklu eldri, eða um 55
ára gömul að minnsta kosti. Árið 1885 flutti stjórnskipunarnefnd neðri deild-
ar Alþingis frumvarp um þjóðfána fyrir Island. En formaður þeirrar nefndar
var Jón Sigurðsson á Gautlöndum. Hafði hann orð fyrir frumvarpinu. Var
þetta í fyrsta sinn, sem frumvarp um íslenzkan þjóðfána var lagt fyrir Al-
þingi, og er það því upphaf fánamálsins á þeim vettvangi. Samkvæmt þessu
frumvarpi skyldi fáninn vera eins og nú, blár með rauðum og hvítum krossi,
,,með rauðum krossi, hvítjöðruðum“, en mynd af fálka í þrem hornum og
danska fánanum sem sambandsmerki í einu. Hafði Benedikt Gröndal málað
fánann eftir uppástungu nefndarinnar, og voru þær myndir lagðar fram til
sýnis í lestrarsal Alþingis. 1 nefndinni voru, auk Jóns á Gautlöndum: Bene-
dikt Sveinsson, Þórarinn Böðvarsson, Þorvarður Kjerúlf, Þórður Magnússon
og Jón Jónsson á Staffelli. Þessar sögulegu fánamyndir eru enn til í Þjóð-
minjasafninu, og hefur nefndinni þótt hlýða að láta þær fylgja nefndarálit-
inu, prentaðar í réttum litum, ásamt fánafrumvarpi stjórnskipunarnefndar-
innar frá 1885. Þegar þjóðfáninn var endanlega ákveðinn um 30 árum síðar,
voru niður felldar fálkamyndirnar og sambandsmerkið, og hlutföllum í þeim
aftur breytt. En uppruna þjóðfánans má þó í aðalatriðum rekja til frum-
varpsins 1885, enda er greinilega að því vikið í áliti fánanefndarinnar 1914“.
Málið varð ekki útrætt á Alþingi 1941, og kom aftur fyrir í frumvarpsformi
í neðri deild 1942, með mjög svipaðri greinargerð og 1941, en dagaði uppi.