Helgafell - 01.04.1954, Síða 6

Helgafell - 01.04.1954, Síða 6
Handritamálið I. I síðasta rnánuði dró til mikilla tíðinda í handritamálinu. Eftir margra ára umræður og þóf lögðu Danir loks fram ákveðnar tillögur um lausn þess, en þeim var einróma hafnað af ríkisstjórn íslands og Alþingi. Virðist þetta hafa leitt til þess, að Danir telji málið ekki lengur á dagskrá stjórn- málanna þar í landi. Allt er því nú í óvissu um það, hvort handritamálið fæst upp tekið á ný í Danmörku á næstunni. Tillögur Dana bar að garði á hinn óheppilegasta hátt sem flugufregn úr dönsku blaði, en í henni voru ýmsar rangfærslur, sem spilltu mjög fvrir móttökum þeim, sem tillögurnar fengu. Til dæmis var þar sagt, að setja ætti danskan mann yfir vísindastofnun hér á landi, og virð'ast næsta margir trúa því enn þann dag í dag. Ríkisstjórn Islands mun að vísu hafa borizt, áður en þetta gerðist, tillögur dönsku stjórnarinnar, en hún hafði ekki lagt endanlegan dóm á málið, og þó gefið í skyn, að ekki mundi æskilegt, að tillögurnar yrðu lagðar fram fyrir danska þingið. Engu að síður hóf stjórnin viðræður við formenn stjórnmálaflokkanna með þeim árangri, að tillög- urnar lentu í ræningjahöndum blaðamannanna. Hefur því jafnvel verið fleygt, til skýringar á við'brögðum íslenzku ríkisstjórnarinnar, að henni haíi í þessu fundizt koma fram óheilindi af Dana hálfu í meðferð málsins og hafi það alið á tortryggni. Hvað sem því líður, er það vafalaust, að danska stjórnin ber af þessum sökum meginábyrgð á því, að málum er nú komið 1 svo illt efni. Það nægir þó ekki að' láta þar við sitja, heldur spyrja, hvort íslenzka ríkisstjórnin hafi valið hina viturlegustu leið' út úr ógöngunum. Það er skemmst frá að segja, að tillögunum var mjög skjótlega hafnað einhuga af Alþingi og ríkisstjórn. Að visu voru haldnir tveir lokaðir þing- fundir um málið, en svo er ekki að sjá, að' tillögurnar hafi verið mjög þaul- kannaðar og ekki er vitað, að leitað hafi verið álits hjá Háskólanum eða fræðimönnum utan hans. Það er þó tvímælalaust, að málið er hið flókn- asta, sé reynt að' kryfja það til mergjar, og hæfa því sízt æsingaskrif og' sleggjudómar. Að því er virðist var engin tilraun gerð af íslands hálfu til að halda samningaleiðinni opinni, heldur sagt afdráttarlaust nei. Þetta er því óskil.l- anlegra, sem Ijóst er, að ríkisstjórö Dana, sú er nú situr, er Islendingum mjög vinveitt í þessu máli, og er allsendis óvíst, að þar setjist að völdum síðar ríkisstjórn, sem betri verði viðskiptis. Það var því full ástæða til að láta einskis ófreistað til þess að láta málið ekki niður falla, enda þótt tillög- urnar væru mjög óaðgengilegar í því formi, sem þær voru. Hin þvera neitun
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132
Síða 133
Síða 134
Síða 135
Síða 136
Síða 137
Síða 138
Síða 139
Síða 140
Síða 141
Síða 142
Síða 143
Síða 144
Síða 145
Síða 146
Síða 147
Síða 148

x

Helgafell

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Helgafell
https://timarit.is/publication/1076

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.