Helgafell - 01.04.1954, Qupperneq 6
Handritamálið
I.
I síðasta rnánuði dró til mikilla tíðinda í handritamálinu. Eftir margra
ára umræður og þóf lögðu Danir loks fram ákveðnar tillögur um lausn
þess, en þeim var einróma hafnað af ríkisstjórn íslands og Alþingi. Virðist
þetta hafa leitt til þess, að Danir telji málið ekki lengur á dagskrá stjórn-
málanna þar í landi. Allt er því nú í óvissu um það, hvort handritamálið
fæst upp tekið á ný í Danmörku á næstunni.
Tillögur Dana bar að garði á hinn óheppilegasta hátt sem flugufregn
úr dönsku blaði, en í henni voru ýmsar rangfærslur, sem spilltu mjög fvrir
móttökum þeim, sem tillögurnar fengu. Til dæmis var þar sagt, að setja
ætti danskan mann yfir vísindastofnun hér á landi, og virð'ast næsta margir
trúa því enn þann dag í dag. Ríkisstjórn Islands mun að vísu hafa borizt,
áður en þetta gerðist, tillögur dönsku stjórnarinnar, en hún hafði ekki lagt
endanlegan dóm á málið, og þó gefið í skyn, að ekki mundi æskilegt, að
tillögurnar yrðu lagðar fram fyrir danska þingið. Engu að síður hóf stjórnin
viðræður við formenn stjórnmálaflokkanna með þeim árangri, að tillög-
urnar lentu í ræningjahöndum blaðamannanna. Hefur því jafnvel verið
fleygt, til skýringar á við'brögðum íslenzku ríkisstjórnarinnar, að henni haíi
í þessu fundizt koma fram óheilindi af Dana hálfu í meðferð málsins og hafi
það alið á tortryggni. Hvað sem því líður, er það vafalaust, að danska
stjórnin ber af þessum sökum meginábyrgð á því, að málum er nú komið 1
svo illt efni. Það nægir þó ekki að' láta þar við sitja, heldur spyrja, hvort
íslenzka ríkisstjórnin hafi valið hina viturlegustu leið' út úr ógöngunum.
Það er skemmst frá að segja, að tillögunum var mjög skjótlega hafnað
einhuga af Alþingi og ríkisstjórn. Að visu voru haldnir tveir lokaðir þing-
fundir um málið, en svo er ekki að sjá, að' tillögurnar hafi verið mjög þaul-
kannaðar og ekki er vitað, að leitað hafi verið álits hjá Háskólanum eða
fræðimönnum utan hans. Það er þó tvímælalaust, að málið er hið flókn-
asta, sé reynt að' kryfja það til mergjar, og hæfa því sízt æsingaskrif og'
sleggjudómar.
Að því er virðist var engin tilraun gerð af íslands hálfu til að halda
samningaleiðinni opinni, heldur sagt afdráttarlaust nei. Þetta er því óskil.l-
anlegra, sem Ijóst er, að ríkisstjórö Dana, sú er nú situr, er Islendingum
mjög vinveitt í þessu máli, og er allsendis óvíst, að þar setjist að völdum
síðar ríkisstjórn, sem betri verði viðskiptis. Það var því full ástæða til að
láta einskis ófreistað til þess að láta málið ekki niður falla, enda þótt tillög-
urnar væru mjög óaðgengilegar í því formi, sem þær voru. Hin þvera neitun