Helgafell - 01.04.1954, Side 9

Helgafell - 01.04.1954, Side 9
HANDRITAMÁLIÐ 7 ritanna og því, á hvorum staðnum væri betri aðstaða til rannsókna á þeim. Líklegt er, að slík skipting liefði orðið Islendingum fremur hagstæð vegna þess, meðal annars, hverjum vísindamönnum við eigum á að skipa á því sviði. Þar að auki mundi það' hafa verið íslendingum í lófa lagið að gera Reykjavík í framtíðinni að slíkri miðstöð rannsókna í norrænum fræðum, að hægt hefði verið að draga sífellt fleiri handrit hingað heim á þeim for- sendum. Sú samkeppni, sem þannig hefði skapazt milli þjóðanna um rann- sóknir handrita, hefði getað orðið upphaf að nýju blómaskeiði í þeim fræðum, íslenzkri menningu til mikils ávinnings. Sameign hefur af mörgum verið lögð þannig út, að með henni eignist Islendingar ekki eitt einasta handrit að fullu. Þótt slíkt megi að vísu til sanns vegar færa, er það mjög þröngur skilningur á eignarréttinum, þar sem aðeins er blínt á formið, en ekkert hirt um hitt, sem er mikilvægara, en það er handhafarétturinn. Hugsum oss, að meginhluti handritanna hefði verið fluttur til varðveizlu hér í Reykjavík, en það hefði náttúrlega verið forsenda þess, að samningar gætu tekizt. Það hefði aldrei komið til mála, að neitt þeirra yrði flutt aftur til Danmerkur, meðan íslenzk tunga væri við lýði. Skiptir það þá höfuðmáli, að við deilum hinum lagalega eignar- rétti með Dönum, ef hinn raunverulegi réttur, umráðarétturinn yfir hand- ritunum, er í höndum vor sjálfra? Hér virðist vera um að ræða varhugavert mat á hlutfallslegu gildi hins formlega eignarréttar og umráðaréttarins. I máli sem þessu, þar sem við höfum hvorugan þennan rétt fengið viðurkenndan, er líklegt að umráða- rétturinn hefði markað spor í rétta átt. Hann hefði með tímanum skapað hefð, sem síðar hefði getað leitt til viðurkenningar á fullum eignarrétti vorum. IV. Rök íslendinga í handritamálinu hafa ekki verið byggð á lagalegum rétti til handritanna, heldur á því, að til sé annar skilningur á eignarrétti andlegra verðmæta en hinn lagalegi. Ein gildasta röksemd Islendinga fyrir endurheimt handritanna er, að hér muni þau rannsökuð af mestri skarp- skyggni og áhuga. Erlendis eru þau flestum dauðar fornminjar, en á Islandi yrðu þau þjóðargersemar. Þótt frjálst nútíma þjóðfélag grundvallist að veru- legu leyti á því að eignarrétturinn sé virtur og að tryggður sé einstaklings- rekstur í sem allra víðastri merkingu, hefur mannkyninu með vaxandi þroska skilizt, að hann er ekki skilyrðislaust öllum öðrum rétti æðri, heldur verður oft að takmarka hann á margvíslegan hátt, og jafnvel svipta menn eignarréttinum yfir þeim hlutum, sem þeir misnota eða vannota. Deilur urn það, hvort atvinnutæki eigi að vera í eign einstaklinga eða t. d. ríkisins, settu að margra dómi einkum að snúast um það, hvor þessara aðila sé lík- legri til að reka þau betur og til meiri heilla fyrir allt þjóðfélagið. Þannig ætti að minnsta kosti að vera um menningarverðmæti þessarar tegundar. Lau eru fjársjóður, sem ávaxta ber til sem mestrar gleði og göfgunar fyrir allt mannkyn. Ef oss tekst að sýna fram á, að handritin séu frá þessu sjón-
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144
Side 145
Side 146
Side 147
Side 148

x

Helgafell

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Helgafell
https://timarit.is/publication/1076

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.