Helgafell - 01.04.1954, Side 15
Jón Helgason:
Hugleiðingar í handritasafni
Erindi, flutt í Oslóar-háskóla 2. nóvember 1952
Þegar maður hefur varið, og ver ennþá, miklum hluta ævinnar í hand-
ritasafni, hver verður þá hugsun manns?
Eg ætla mér ekki að dveljast við leiðindaatvikin, þegar að því er spurt,
hvort allt okkar grufl í fortíðinni sé ekki að'eins hnignunarfyrirbæri — þegar
dregið er í efa, hvort ekki hefði í rauninni farið betur, ef eyðilegging og
eldsvoði fyrri tíðar hefðu mátt sín meir — og þegar djöfulleg rödd hvíslar
nianni í eyra, að mikill hluti þess, sem við staðhæfum í niðurstöðum forn-
i'annsókna okkar, sé blátt áfram runa af smærri og stærri glappaskotum;
því það dýpsta og innsta getum við aldrei nálgazt; úr því að við skiljum
ekki meir en svo þá kynslóð, sem næst okkur leið, hvort við munum þá
ekki miklu síður geta skilið það fólk, sem uppi var fyrir mörg hundruð eða
jafnvel þúsund árum.
Nei, við verðum að leggja til grundvallar þau atvik, þegar afstaðan
er jákvæð; þegar litið er til fornritanna sem verðmætra kjörgripa, ríkra af
heimildum, sem nauðsynlegt sé að gera aðgengileg fyrir þann, sem fjarri er,
fyrir vísindin og menninguna — og þegar bækurnar í hillunum hrópa til
þeirra, sem dveljast meðal þeirra, næstum svo lieyra má: takið okkur, gerið
okkur heyrinkunnar, skýrið okkur, látið okkur verða lesnar! Á slíkum
stundum er ánægjulegt að vera ungur að árum, sjá framundan langan
starfsdag; með aldrinum verður manni það ljósara með hverjum degi, hversu
fátt hverjum einstökum tekst að öðlast af því, sem lionum eða henni fannst
einhverju sinni standa vonir til eða vera möguleiki á.
En svo ég hagi ekki orðum mínum einvörðungu hlutlægt, vil ég taka
það fram, sem varla getur verið óljóst nokkrum viðstöddum, að ég hefi í
huga Árna Magnússonar-safnið í Kaupmannahöfn og þau verkefni, sem þar
híða úrlausnar. í því safni fyrirfinnst meiriparturinn af miðaldabókmennt-
um Noregs og Islands, en að sjálfsögðu er þar aðeins um að ræða þegar
takmarkaða heild, í þeim skilningi, að það á uppruna sinn einum einstökum
Wanni að þakka. Vitaskuld er, að handritin þar verða einatt að notast með
hliðsjón af liandritum í öðrum söfnum.
En einnig er mögulegt að hagnýta handritin utan safnsins, ef ekki
frumritin sjálf, þá a. m. k. ljósprentanir, sem á ýmsan hátt ættu að geta
komið í þeirra stað. Með nútíma tækni ætti slíkt að vera hægt. Þegar út-
Safuflokkur Munksgaards, Corpus Codieum Islandicorum Medii Ævi, kom